Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, lék fyrsta hringinn á Pure Silk-meistaramótinu á tveimur höggum yfir pari en fyrsti hringurinn fór fram í dag.
Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni, sem er sterkasta mótaröðin í kvenaflokki, en Ólafía er ekki með fullan keppnisrétt á mótinu heldur fær takmarkaðan aðgang að nokkrum mótum.
Ólafía spilaði mjög stöðugt golf í dag og fékk tíu pör í röð áður en fyrsti skollinn kom á elleftu holu dagsins. Hún bætti það upp með fugli á 13. holu en aftur kom skolli á þeirri fjórtándu.
Hún endaði því á einu höggi yfir pari og er í 104. sæti þegar þetta er skrifað en annar hringurinn fer fram á morgun.
Næsta mót hjá Ólafíu er svo risamót en eftir viku hefst US Open þar sem Ólafía verður á meðal keppenda.

