Ólafía snýr aftur á LPGA Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. maí 2019 12:00 Ólafía keppir á meðal þeirra bestu um helgina vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik í dag á sínu fyrsta móti á LPGA mótaröðinni þetta tímabilið. Valdís Þóra Jónsdóttir verður í eldlínunni á Evrópumótaröðinni. Síðustu tvö ár var Ólafía Þórunn með fullan keppnisrétt á sterkustu mótaröð heims, LPGA, en hún missti hann í lok síðasta árs. Hún er með takmarkaðan aðgang að mótaröðinni í ár en mun núna keppa á tveimur mótum í röð. Fyrst er komið að Pure Silk meistaramótinu, en hún fékk boð á það mót frá styrktaraðilum. Hún vann sér svo inn þátttökurétt á Opna bandaríska risamótinu sem hefst í næstu viku. Pure Silk mótið fer fram í Williamsburg í Virginíufylki og tók Ólafía þátt í því síðustu tvö ár en komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Ólafía á rástíma klukkan 14:05 að staðartíma, eða 18:05 að íslenskum tíma. Hún hefur leik á tíundu braut og með henni í ráshóp eru Robyn Choi frá Ástralíu og Lee Lopez frá Bandaríkjunum. Stöð 2 Sport 4 sýnir beint frá mótinu og hefst útsendingin klukkan 20:00. Valdís Þóra er að spila á sínu níunda móti á Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaraðar Evrópu, og hún er í 72. sæti stigalista mótaraðarinnar. Hún er á meðal þáttakanda á Jabra Ladies Open mótinu sem er haldið í Frakklandi. Þetta er aðeins þriggja daga mót og verður niðurskurður eftir annan keppnisdag. Valdís hefur leik klukkan 14:08 að staðartíma, eða 12:08 að íslenskum tíma. Valdís er í ráshóp með Ana Menendez frá Mexíkó og hinni sænsku Filippa Moork. Ólafía Þórunn er í 444. sæti heimslistans í golfi, en hann var gefinn út í gær. Valdís Þóra er þar rétt fyrir neðan, í 450. sæti. Golf Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik í dag á sínu fyrsta móti á LPGA mótaröðinni þetta tímabilið. Valdís Þóra Jónsdóttir verður í eldlínunni á Evrópumótaröðinni. Síðustu tvö ár var Ólafía Þórunn með fullan keppnisrétt á sterkustu mótaröð heims, LPGA, en hún missti hann í lok síðasta árs. Hún er með takmarkaðan aðgang að mótaröðinni í ár en mun núna keppa á tveimur mótum í röð. Fyrst er komið að Pure Silk meistaramótinu, en hún fékk boð á það mót frá styrktaraðilum. Hún vann sér svo inn þátttökurétt á Opna bandaríska risamótinu sem hefst í næstu viku. Pure Silk mótið fer fram í Williamsburg í Virginíufylki og tók Ólafía þátt í því síðustu tvö ár en komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Ólafía á rástíma klukkan 14:05 að staðartíma, eða 18:05 að íslenskum tíma. Hún hefur leik á tíundu braut og með henni í ráshóp eru Robyn Choi frá Ástralíu og Lee Lopez frá Bandaríkjunum. Stöð 2 Sport 4 sýnir beint frá mótinu og hefst útsendingin klukkan 20:00. Valdís Þóra er að spila á sínu níunda móti á Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaraðar Evrópu, og hún er í 72. sæti stigalista mótaraðarinnar. Hún er á meðal þáttakanda á Jabra Ladies Open mótinu sem er haldið í Frakklandi. Þetta er aðeins þriggja daga mót og verður niðurskurður eftir annan keppnisdag. Valdís hefur leik klukkan 14:08 að staðartíma, eða 12:08 að íslenskum tíma. Valdís er í ráshóp með Ana Menendez frá Mexíkó og hinni sænsku Filippa Moork. Ólafía Þórunn er í 444. sæti heimslistans í golfi, en hann var gefinn út í gær. Valdís Þóra er þar rétt fyrir neðan, í 450. sæti.
Golf Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira