Veiðistaðakynning í Þjórsá á sunnudaginn Karl Lúðvíksson skrifar 20. maí 2019 14:49 Urriðafoss í Þjórsá gaf 755 laxa í fyrrasumnar Mynd: Iceland Outfitters Það er óhætt að segja að Urriðafoss í Þjórsá hafio verið óvæntasta veiðisvæðið í fyrra en þá veiddust 1320 laxar á fjórar stangir. Þetta nýja veiðisvæði er algjörlega búið að slá í gegn og er staðan þannig að aðeins örfáar stangir eru lausar í sumar. Veiðin þarna byrjaði sem tilraunaveið og það átti engin von á því að þetta myndi takast jafnvel og raun ber vitni. Nú ber svo við að tilraunaveiðar hefjast á fleiri spennandi svæðum í Þjórsá en þau eru Urriðafoss B & Þjótandi, Þjórsártún og Kálfholt. Af þessu tilefni ætlar Stefán Sigurðsson hjá Iceland Outfitters að bjóða öllum áhugasömum að kynnast veiðisvæðum Iceland Outfitters í Þjórsá. Veiðistaðakynningin verður þann 26. maí kl 12:00 og verður tekið á móti veiðimönnum sem eru áhugasamir um svæðið á bílastæðinu við Urriðafoss kl 12:00. Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast veiðinni í Þjórsá, hvernig best er bera sig að og hvað ber að varast. Vinsamlegast skráið ykkur til þáttöku hér. Mest lesið Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði
Það er óhætt að segja að Urriðafoss í Þjórsá hafio verið óvæntasta veiðisvæðið í fyrra en þá veiddust 1320 laxar á fjórar stangir. Þetta nýja veiðisvæði er algjörlega búið að slá í gegn og er staðan þannig að aðeins örfáar stangir eru lausar í sumar. Veiðin þarna byrjaði sem tilraunaveið og það átti engin von á því að þetta myndi takast jafnvel og raun ber vitni. Nú ber svo við að tilraunaveiðar hefjast á fleiri spennandi svæðum í Þjórsá en þau eru Urriðafoss B & Þjótandi, Þjórsártún og Kálfholt. Af þessu tilefni ætlar Stefán Sigurðsson hjá Iceland Outfitters að bjóða öllum áhugasömum að kynnast veiðisvæðum Iceland Outfitters í Þjórsá. Veiðistaðakynningin verður þann 26. maí kl 12:00 og verður tekið á móti veiðimönnum sem eru áhugasamir um svæðið á bílastæðinu við Urriðafoss kl 12:00. Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast veiðinni í Þjórsá, hvernig best er bera sig að og hvað ber að varast. Vinsamlegast skráið ykkur til þáttöku hér.
Mest lesið Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði