Segir Björgvin hafa fengið ómannúðlega meðferð: „Þetta gengur ekki og það hljóta allir að sjá“ Anton Ingi Leifsson skrifar 6. júní 2019 09:45 Björgvin í leik með KR. vísir/bára Sindri Sverrisson, íþróttafréttamaður Morgunblaðsins, skrifar harðorða bakvörð í Morgunblaðið í dag þar sem hann gagnrýnir vinnubrögð aganefndar KSÍ. Mál Björgvins Stefánssonar, framherji KR, hefur verið mikið á milli tannanna á fólki en hann lét rasísk ummæli falla er hann lýsti leik Hauka og Þróttar á Youtube-rás Hauka. Síðan eru liðnar tvær vikur og ekki enn hefur verið dæmt í málinu. Sindri segir að það sé ekki boðlegt og segir meðferðina ómannúðlega sem Björgvin hefur fengið. „Ég get ekki annað sagt en að meðferðin sem Björgvin Stefánsson hefur fengið hjá knattspyrnuyfirvöldum hér á landi sé ómannúðleg. Rasísk ummæli hans voru skelfileg, það dylst engum, og við blasir að þau kalli á refsingu í formi leikbanns, en Björgvin á ekki skilið að þurfa að bíða svona lengi í nagandi óvissu um framhaldið,“ skrifar Sindri. Einnig segir hann að aganefnd KSÍ þurfi að breyta um verklagsreglur en eins og áður segir eru liðnar tvær vikur frá því að ummælin áttu sér stað. „Auðvitað þarf aganefnd einhvern tíma til að komast að niðurstöðu. Ég geri mér grein fyrir því að málið er um margt einstakt hér á landi og reglurnar kannski ekki nægilega skýrar. Ef Björgvin hefði orðiðuppvís að sínum rasískum ummælum í leik með KR virðist skýrt að hann ætti yfir höfði sér að minnsta kosti 5 leikja bann. En ummælin féllu í vefvarpslýsingu í sjálfboðavinnu fyrir Hauka. Skiptir það máli? Ber að refsa Haukum? Var Björgvin áhorfandi og ætti hann þar með að sæta tveggja ára leikvallabanni?“ „En hver svo sem ástæðan er fyrir seinaganginum þá er biðin orðin of löng fyrir Björgvin. Þetta gengur ekki og það hljóta allir að sjá. Málið hlýtur að kalla á breytt verklag aganefndar í framtíðinni. Leikur Hauka og Þróttar fór fram 23. maí. Sama kvöld baðst Björgvin innilega afsökunar á ummælumsínum, þó það nú væri, og hlutaðeigandi félög brugðust við. Síðan hafa liðið tvær vikur. Það er einfaldlega of langur tími,“ skrifar harðorður Sindri. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Úrskurða í máli Björgvins í dag Aganefnd KSÍ mun í dag tilkynna hvort Björgvin Stefánsson, framherji KR, fari í leikbann fyrir rasísk ummæli sem hann lét falla við að lýsa leik Hauka og Þróttar á dögunum. Björgvin var í gær dæmdur í eins leiks bann í Mjólkurbikarnum vegna tveggja gulra spjalda og missir hann því af leik KR og Njarðvíkur í bikarnum. 5. júní 2019 07:30 KSÍ hefur ekki óskað eftir gögnum frá Haukum í máli Björgvins Enn dregst á langinn að dæma í máli Björgvins Stefánssonar 5. júní 2019 12:42 Björgvin dæmdur í eins leiks bann KR-ingurinn Björgvin Stefánsson var í dag dæmdur í eins leiks bann af aganefnd Knattspyrnusambands Íslands. 4. júní 2019 17:06 Engin niðurstaða í máli Björgvins í dag Til stóð að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ myndi úrskurða í máli KR-ingsins Björgvins Stefánssonar í dag en af því verður ekki. 5. júní 2019 11:30 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Sindri Sverrisson, íþróttafréttamaður Morgunblaðsins, skrifar harðorða bakvörð í Morgunblaðið í dag þar sem hann gagnrýnir vinnubrögð aganefndar KSÍ. Mál Björgvins Stefánssonar, framherji KR, hefur verið mikið á milli tannanna á fólki en hann lét rasísk ummæli falla er hann lýsti leik Hauka og Þróttar á Youtube-rás Hauka. Síðan eru liðnar tvær vikur og ekki enn hefur verið dæmt í málinu. Sindri segir að það sé ekki boðlegt og segir meðferðina ómannúðlega sem Björgvin hefur fengið. „Ég get ekki annað sagt en að meðferðin sem Björgvin Stefánsson hefur fengið hjá knattspyrnuyfirvöldum hér á landi sé ómannúðleg. Rasísk ummæli hans voru skelfileg, það dylst engum, og við blasir að þau kalli á refsingu í formi leikbanns, en Björgvin á ekki skilið að þurfa að bíða svona lengi í nagandi óvissu um framhaldið,“ skrifar Sindri. Einnig segir hann að aganefnd KSÍ þurfi að breyta um verklagsreglur en eins og áður segir eru liðnar tvær vikur frá því að ummælin áttu sér stað. „Auðvitað þarf aganefnd einhvern tíma til að komast að niðurstöðu. Ég geri mér grein fyrir því að málið er um margt einstakt hér á landi og reglurnar kannski ekki nægilega skýrar. Ef Björgvin hefði orðiðuppvís að sínum rasískum ummælum í leik með KR virðist skýrt að hann ætti yfir höfði sér að minnsta kosti 5 leikja bann. En ummælin féllu í vefvarpslýsingu í sjálfboðavinnu fyrir Hauka. Skiptir það máli? Ber að refsa Haukum? Var Björgvin áhorfandi og ætti hann þar með að sæta tveggja ára leikvallabanni?“ „En hver svo sem ástæðan er fyrir seinaganginum þá er biðin orðin of löng fyrir Björgvin. Þetta gengur ekki og það hljóta allir að sjá. Málið hlýtur að kalla á breytt verklag aganefndar í framtíðinni. Leikur Hauka og Þróttar fór fram 23. maí. Sama kvöld baðst Björgvin innilega afsökunar á ummælumsínum, þó það nú væri, og hlutaðeigandi félög brugðust við. Síðan hafa liðið tvær vikur. Það er einfaldlega of langur tími,“ skrifar harðorður Sindri.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Úrskurða í máli Björgvins í dag Aganefnd KSÍ mun í dag tilkynna hvort Björgvin Stefánsson, framherji KR, fari í leikbann fyrir rasísk ummæli sem hann lét falla við að lýsa leik Hauka og Þróttar á dögunum. Björgvin var í gær dæmdur í eins leiks bann í Mjólkurbikarnum vegna tveggja gulra spjalda og missir hann því af leik KR og Njarðvíkur í bikarnum. 5. júní 2019 07:30 KSÍ hefur ekki óskað eftir gögnum frá Haukum í máli Björgvins Enn dregst á langinn að dæma í máli Björgvins Stefánssonar 5. júní 2019 12:42 Björgvin dæmdur í eins leiks bann KR-ingurinn Björgvin Stefánsson var í dag dæmdur í eins leiks bann af aganefnd Knattspyrnusambands Íslands. 4. júní 2019 17:06 Engin niðurstaða í máli Björgvins í dag Til stóð að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ myndi úrskurða í máli KR-ingsins Björgvins Stefánssonar í dag en af því verður ekki. 5. júní 2019 11:30 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Úrskurða í máli Björgvins í dag Aganefnd KSÍ mun í dag tilkynna hvort Björgvin Stefánsson, framherji KR, fari í leikbann fyrir rasísk ummæli sem hann lét falla við að lýsa leik Hauka og Þróttar á dögunum. Björgvin var í gær dæmdur í eins leiks bann í Mjólkurbikarnum vegna tveggja gulra spjalda og missir hann því af leik KR og Njarðvíkur í bikarnum. 5. júní 2019 07:30
KSÍ hefur ekki óskað eftir gögnum frá Haukum í máli Björgvins Enn dregst á langinn að dæma í máli Björgvins Stefánssonar 5. júní 2019 12:42
Björgvin dæmdur í eins leiks bann KR-ingurinn Björgvin Stefánsson var í dag dæmdur í eins leiks bann af aganefnd Knattspyrnusambands Íslands. 4. júní 2019 17:06
Engin niðurstaða í máli Björgvins í dag Til stóð að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ myndi úrskurða í máli KR-ingsins Björgvins Stefánssonar í dag en af því verður ekki. 5. júní 2019 11:30
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki