Samkvæmt Instat tölfræðinni þá er Martin Rauschenberg sá leikmaður sem hefur gert flest afdrifarík mistök í deildinni í fyrstu sjö umferðunum.
Mótherjar Stjörnunnar hafa skorað sex sinnum eftir mistök hjá Martin Rauschenberg nú síðast skoruðu Valsmenn eftir mistök hans í síðasta leik.
Næstu tveir á listanum eru með fjögur afdrifarík mistök hvor en það eru Vignir Jóhannesson, markvörður FH, og Eiður Aron Sigurbjörnsson, miðvörður Vals.
Alls hafa tuttugu leikmenn í deildinni gert þrjú afdrifarík mistök eða fleiri sem kostað hafa lið þeirra mark.
Martin Rauschenberg er eini Stjörnumaðurinn á topp tuttugu listanum.
Hér fyrir neðan má sjá allan topp tuttugu listann:
