Ólafur Karl Finsen um ástandið í Val: Allt það besta í lífinu byrjar á krísu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2019 10:00 Ólafur Karl Finsen fagnar marki með Andra Adolphssyni, Vísir/Vilhelm Valsmenn sitja í neðsta sæti Pepsi Max deildar karla í fótbolta en einn af leikmönnum liðsins skrifaði stuttan pistil inn á Instagram þar sem hann talar um að það sé líka gott að vera í Val í krísu. Valsliðið styrkti sig mikið fyrir tímabilið og bjuggust sumir við að þeir gætu hreinlega stungið af í sumar en annað hefur nú komið á daginn. Íslandsmeistarar Valsmanna eru í staðinn að bjóða upp á eina verstu titilvörn sögunnar. Ólafur Karl Finsen var í „vandræðastöðu“ Valsmanna í síðasta leik og skoraði mark Íslandsmeistaranna í 2-1 tapi á móti Stjörnunni. Valsmenn hafa nefnilega ekki náð að fylla í skarð danska framherjans Patrick Pedersen sem var markakóngur Pepsi deildarinnar í fyrra með 17 mörk í 21 leik. Ólafur Jóhannesson hefur reynt að nota marga leikmenn upp á topp og nú síðast var Ólafur Karl kominn þangað en hann er vanur að spila fyrir aftan fremsta mann. Ólafur Karl skoraði og var líka hársbreidd frá því að jafna leikinn í leikslok. Uppskeran var hins vegar fimmta tap Valsmanna í sjö leikjum. „Dýrmætasta reynslan í lífi mínu eru erfiðleikar. Maður lærir og síar út fólk sem ekki er tilbúið að standa við bakið á manni þegar mest á reynir,“ skrifaði Ólafur Karl á Instagtam-síðu sína en hann hefur bæði orðið Íslandsmeistari með Stjörnunni og með Val. „Allt það besta í lífinu byrjar á krísu. Þeir sem þola ekki erfiðleika njóta aldrei neinnar velgengni. Í Val er gott að vera. Líka í krísu,“ skrifaði Ólafur Karl. Valsmenn hafa skorað samanlagt átta mörk í fyrstu sjö leikjum sínum og þeir Ólafur Karl Finsen og Gary Martin eru markahæstir með tvö mörk hvor. Á sama tíma í fyrra var Valsliðið í 2. sæti með 12 stig og 11 mörk og árið þar á undan sat liðið í toppsætinu eftir sjö umferðir með 16 stig og 13 fráköst. Hér fyrir neðan má sjá færslu Ólafs Karls Finsen. View this post on InstagramDýrmætasta reynslan í lífí mínu eru erfiðleikar. Maður lærir og síar út fólk sem ekki er tilbúið að standa við bakið á manni þegar mest á reynir. Allt það besta í lífnu byrjar á krísu. Þeir sem þola ekki erfiðleika njóta aldrei neinnar velgegni. Í Val er gott að vera. Líka í krísu. @valurfotbolti A post shared by Ólafur Finsen (@olikalli) on Jun 4, 2019 at 8:49am PDT Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Valsmenn sitja í neðsta sæti Pepsi Max deildar karla í fótbolta en einn af leikmönnum liðsins skrifaði stuttan pistil inn á Instagram þar sem hann talar um að það sé líka gott að vera í Val í krísu. Valsliðið styrkti sig mikið fyrir tímabilið og bjuggust sumir við að þeir gætu hreinlega stungið af í sumar en annað hefur nú komið á daginn. Íslandsmeistarar Valsmanna eru í staðinn að bjóða upp á eina verstu titilvörn sögunnar. Ólafur Karl Finsen var í „vandræðastöðu“ Valsmanna í síðasta leik og skoraði mark Íslandsmeistaranna í 2-1 tapi á móti Stjörnunni. Valsmenn hafa nefnilega ekki náð að fylla í skarð danska framherjans Patrick Pedersen sem var markakóngur Pepsi deildarinnar í fyrra með 17 mörk í 21 leik. Ólafur Jóhannesson hefur reynt að nota marga leikmenn upp á topp og nú síðast var Ólafur Karl kominn þangað en hann er vanur að spila fyrir aftan fremsta mann. Ólafur Karl skoraði og var líka hársbreidd frá því að jafna leikinn í leikslok. Uppskeran var hins vegar fimmta tap Valsmanna í sjö leikjum. „Dýrmætasta reynslan í lífi mínu eru erfiðleikar. Maður lærir og síar út fólk sem ekki er tilbúið að standa við bakið á manni þegar mest á reynir,“ skrifaði Ólafur Karl á Instagtam-síðu sína en hann hefur bæði orðið Íslandsmeistari með Stjörnunni og með Val. „Allt það besta í lífinu byrjar á krísu. Þeir sem þola ekki erfiðleika njóta aldrei neinnar velgengni. Í Val er gott að vera. Líka í krísu,“ skrifaði Ólafur Karl. Valsmenn hafa skorað samanlagt átta mörk í fyrstu sjö leikjum sínum og þeir Ólafur Karl Finsen og Gary Martin eru markahæstir með tvö mörk hvor. Á sama tíma í fyrra var Valsliðið í 2. sæti með 12 stig og 11 mörk og árið þar á undan sat liðið í toppsætinu eftir sjö umferðir með 16 stig og 13 fráköst. Hér fyrir neðan má sjá færslu Ólafs Karls Finsen. View this post on InstagramDýrmætasta reynslan í lífí mínu eru erfiðleikar. Maður lærir og síar út fólk sem ekki er tilbúið að standa við bakið á manni þegar mest á reynir. Allt það besta í lífnu byrjar á krísu. Þeir sem þola ekki erfiðleika njóta aldrei neinnar velgegni. Í Val er gott að vera. Líka í krísu. @valurfotbolti A post shared by Ólafur Finsen (@olikalli) on Jun 4, 2019 at 8:49am PDT
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira