Nú þurfa laxveiðiárnar rigningu Karl Lúðvíksson skrifar 3. júní 2019 11:00 Það er farið að vanta hressilegar rigningar á suður og vesturlandi og sumarið varla byrjað. Mynd: SVFR Laxveiðin hófst á laugardaginn í Þjórsá og hún eins og nokkrar aðrar laxveiðiár þarf víst ekki að hafa of miklar áhyggjur af vatnsleysi í sumar. Þær ár sem veiðimenn geta treyst á varðandi vatn eru til dæmis Þjórsá, Blanda, Ytri og Eystri Rangá, Sogið, Skjálfandafljót og Jökla, þetta er ekki tæmandi listi en þessar kannski þekktastar. Það er deginum ljósara að dragárnar á vesturlandi gæti átt ansi erfitt sumar í vændum þar sem það hefur ekki ringt að nokkru nemi allan maí mánuð og það stefnir í 7-10 daga þurrk í viðbót. Árnar eru þegar farnar að finna vel fyrir þessu og það er varla nokkur sem man eftir Norðurá í jafn litlu vatni þegar opnun brestur á eins og núna. Norðvesturland er líka búið að vera ansi þurrt og það er sama sagan þar, árnar margar hverjar orðnar eins og þær eru á þurrkasumri í ágúst en júní var bara að byrja svo þetta lofar ekki góðu. Veiðimenn eru líklega að biðja um rigningu á suður og vesturlandi á sama tíma og veiðimenn á norður og austurlandi yrðu bara þakklátir fyrir að fá smá sól og kannski ef Guð lofar tveggja stafa hitatölur? Mest lesið Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði Veiðimenn og leiðsögumenn beðnir um að drepa fisk Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Þrjár síðsumars flugur í laxaboxið Veiði Kanadíska leiðin möguleg á Íslandi við rjúpnaveiðar? Veiði Jónskvísl og Sýrlækur eru svæði sem leyna á sér Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Síðsumars flugurnar fyrir laxveiðina Veiði Grimmdarverk í Þingvallavatni Veiði Útskrift hjá leiðsögumönnum í veiði Veiði
Laxveiðin hófst á laugardaginn í Þjórsá og hún eins og nokkrar aðrar laxveiðiár þarf víst ekki að hafa of miklar áhyggjur af vatnsleysi í sumar. Þær ár sem veiðimenn geta treyst á varðandi vatn eru til dæmis Þjórsá, Blanda, Ytri og Eystri Rangá, Sogið, Skjálfandafljót og Jökla, þetta er ekki tæmandi listi en þessar kannski þekktastar. Það er deginum ljósara að dragárnar á vesturlandi gæti átt ansi erfitt sumar í vændum þar sem það hefur ekki ringt að nokkru nemi allan maí mánuð og það stefnir í 7-10 daga þurrk í viðbót. Árnar eru þegar farnar að finna vel fyrir þessu og það er varla nokkur sem man eftir Norðurá í jafn litlu vatni þegar opnun brestur á eins og núna. Norðvesturland er líka búið að vera ansi þurrt og það er sama sagan þar, árnar margar hverjar orðnar eins og þær eru á þurrkasumri í ágúst en júní var bara að byrja svo þetta lofar ekki góðu. Veiðimenn eru líklega að biðja um rigningu á suður og vesturlandi á sama tíma og veiðimenn á norður og austurlandi yrðu bara þakklátir fyrir að fá smá sól og kannski ef Guð lofar tveggja stafa hitatölur?
Mest lesið Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði Veiðimenn og leiðsögumenn beðnir um að drepa fisk Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Þrjár síðsumars flugur í laxaboxið Veiði Kanadíska leiðin möguleg á Íslandi við rjúpnaveiðar? Veiði Jónskvísl og Sýrlækur eru svæði sem leyna á sér Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Síðsumars flugurnar fyrir laxveiðina Veiði Grimmdarverk í Þingvallavatni Veiði Útskrift hjá leiðsögumönnum í veiði Veiði