Rúnar: Menn fá ekkert að anda því það er alltaf hótað með gulu spjaldi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júní 2019 18:34 Ívar Orri gefur Kennie Chopart rautt spjald. vísir/bára „Gríðarlega ánægður með þrjú stig eftir að hafa verið einum færri lungan úr síðari hálfleik. Frábær karakter hjá drengjunum og þeir leystu það að vera einum færri ofboðslega vel þar sem við gáfum fá færi á okkur svo ég er virkilega ánægður með stigin,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, aðspurður um sín fyrstu viðbrögð eftir 1-0 baráttusigur gegn KA í Frostaskjólinu í dag. Var þetta í annað skipti sem KR missir mann af velli í sumar. Síðast jöfnuðu þeir metin gegn Stjörnunni og nú náðu þeir í þrjú stig. Rúnar er eðlilega sáttur með baráttuna í sínu liði. „Lýsir viljanum og styrknum í strákunum að koma svona til baka, það er karakter í þessu liði. Strákar sem vilja leggja sig fram og ná árangi, þú nærð honum ekki nema með því að standa saman sem lið og þeir sýndu virkilega góðan karakter hér í dag.“ Var Rúnar spurður út í gulu spjöldin sem Kennie Knak Chopart fékk í dag en þau voru vægast sagt ódýrt. Má segja að Rúnar hafi ekki verið par sáttur með ákvörðun Ívars Orra Kristjánssonar, dómara leiksins, að reka Kennie út af. „Ég er ósammála báðum atvikum. Í fyrra gula spjaldinu er brotið á Kennie og hann mjög ósáttur, yppir öxlum og veifar höndum. Fyrir það fær hann gult en menn fá ekkert að anda neitt, það er alltaf hótað með gulum. Svo vill Ívar Orri meina að Kennie sé að dýfa sér þegar við hugsanlega að fá vítaspyrnu og gefur honum gult spjald. „Að sama skapi sleppir hann KA mönnum margoft, sérstaklega hér í restina þegar hann lætur leikinn fljóta. Við erum ósáttir við þetta en við unnum leikinn og það er fyrir öllu. Verst í þessu er að Kennie er að fara í leikbann,“ sagði Rúnar um atvikið, auðsjáanlega súr með gulu spjöldin og þá staðreynd að Kennie missir af næsta leik. Að lokum var Rúnar spurður út í meiðsli þeirra Arons Bjarka Jósepssonar og Skúla Jóns Friðgeirssoanr en sá síðarnefndi hefur ekki enn spilað það sem af er sumri. „Þeir eru á leið til baka en sú leið er löng. Sem betur fer erum við að fara inn í tveggja vikna pásu núna og þá vonandi geta þeir komist á skrið áður en að næsta törn hefst um miðjan júní. „Við erum búnir að vera dálítið særðir og sérstaklega slæmt að vera án Skúla í öllum leikjum Pepsi Max deildarinnar í sumar en hann er líklega einn besti varnarmaður deildarinnar og frábær fyrir okkur. „En við erum búnir að ná okkur í ágætan fjölda af stigum og erum ágætlega ánægðir með þessa fyrstu törn sem var að ljúka núna og þó það séu einhverjir meiddir þá er það bara hluti af þessu, það verða alltaf einhverjir meiddir og þess vegna þurfum við að hafa góða breidd í hópnum og ég er með hana í dag,“ sagði Rúnar Kristinsson að lokum á iðagræna grasinu í Frostaskjóli. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - KA 1-0 | Þriðji sigur KR-inga í röð Sjálfsmark Hallgríms Mar Steingrímssonar skildi KR og KA að í leik liðanna í 7. umferð Pepsi Max-deildar karla í dag. 2. júní 2019 18:45 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Fótbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
„Gríðarlega ánægður með þrjú stig eftir að hafa verið einum færri lungan úr síðari hálfleik. Frábær karakter hjá drengjunum og þeir leystu það að vera einum færri ofboðslega vel þar sem við gáfum fá færi á okkur svo ég er virkilega ánægður með stigin,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, aðspurður um sín fyrstu viðbrögð eftir 1-0 baráttusigur gegn KA í Frostaskjólinu í dag. Var þetta í annað skipti sem KR missir mann af velli í sumar. Síðast jöfnuðu þeir metin gegn Stjörnunni og nú náðu þeir í þrjú stig. Rúnar er eðlilega sáttur með baráttuna í sínu liði. „Lýsir viljanum og styrknum í strákunum að koma svona til baka, það er karakter í þessu liði. Strákar sem vilja leggja sig fram og ná árangi, þú nærð honum ekki nema með því að standa saman sem lið og þeir sýndu virkilega góðan karakter hér í dag.“ Var Rúnar spurður út í gulu spjöldin sem Kennie Knak Chopart fékk í dag en þau voru vægast sagt ódýrt. Má segja að Rúnar hafi ekki verið par sáttur með ákvörðun Ívars Orra Kristjánssonar, dómara leiksins, að reka Kennie út af. „Ég er ósammála báðum atvikum. Í fyrra gula spjaldinu er brotið á Kennie og hann mjög ósáttur, yppir öxlum og veifar höndum. Fyrir það fær hann gult en menn fá ekkert að anda neitt, það er alltaf hótað með gulum. Svo vill Ívar Orri meina að Kennie sé að dýfa sér þegar við hugsanlega að fá vítaspyrnu og gefur honum gult spjald. „Að sama skapi sleppir hann KA mönnum margoft, sérstaklega hér í restina þegar hann lætur leikinn fljóta. Við erum ósáttir við þetta en við unnum leikinn og það er fyrir öllu. Verst í þessu er að Kennie er að fara í leikbann,“ sagði Rúnar um atvikið, auðsjáanlega súr með gulu spjöldin og þá staðreynd að Kennie missir af næsta leik. Að lokum var Rúnar spurður út í meiðsli þeirra Arons Bjarka Jósepssonar og Skúla Jóns Friðgeirssoanr en sá síðarnefndi hefur ekki enn spilað það sem af er sumri. „Þeir eru á leið til baka en sú leið er löng. Sem betur fer erum við að fara inn í tveggja vikna pásu núna og þá vonandi geta þeir komist á skrið áður en að næsta törn hefst um miðjan júní. „Við erum búnir að vera dálítið særðir og sérstaklega slæmt að vera án Skúla í öllum leikjum Pepsi Max deildarinnar í sumar en hann er líklega einn besti varnarmaður deildarinnar og frábær fyrir okkur. „En við erum búnir að ná okkur í ágætan fjölda af stigum og erum ágætlega ánægðir með þessa fyrstu törn sem var að ljúka núna og þó það séu einhverjir meiddir þá er það bara hluti af þessu, það verða alltaf einhverjir meiddir og þess vegna þurfum við að hafa góða breidd í hópnum og ég er með hana í dag,“ sagði Rúnar Kristinsson að lokum á iðagræna grasinu í Frostaskjóli.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - KA 1-0 | Þriðji sigur KR-inga í röð Sjálfsmark Hallgríms Mar Steingrímssonar skildi KR og KA að í leik liðanna í 7. umferð Pepsi Max-deildar karla í dag. 2. júní 2019 18:45 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Fótbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Leik lokið: KR - KA 1-0 | Þriðji sigur KR-inga í röð Sjálfsmark Hallgríms Mar Steingrímssonar skildi KR og KA að í leik liðanna í 7. umferð Pepsi Max-deildar karla í dag. 2. júní 2019 18:45