Fylkir gerði sér lítið fyrir og vann bikarmeistara Breiðabliks, 1-0, í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í Árbænum í dag.
Eina mark leiksins kom á 39. mínútu. Kristín Þóra Birgisdóttir skoraði þá eftir sendingu Þórdísar Elvu Ágústsdóttur.
Markið kom gegn gangi leiksins en Blikar voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik án þess þó að skapa sér mörg færi.
Gestirnir úr Kópavogi sköpuðu sér betri færi í seinni hálfleik en Cecilía Rán Rúnarsdóttir varði vel í marki heimakvenna.
Hildur Antonsdóttir, miðjumaður Breiðabliks, fékk rautt spjald í uppbótartíma fyrir mótmæli.
Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Fylkir fagnaði sigri og sæti í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
Upplýsingar um úrslit og gang mála eru fengnar frá Fótbolta.net.
Fylkir sló bikarmeistarana úr leik

Tengdar fréttir

KR og HK/Víkingur í 8-liða úrslit
KR er komið áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna eftir sigur á Keflavík. HK/Víkingur vann þægilegan sigur á Aftureldingu.

Kjóstu besta leikmanninn og besta markið í Pepsi Max-deild kvenna
Pepsi Max Mörk kvenna á Stöð 2 Sport hafa tilnefnt þá þrjá leikmenn og þau þrjú mörk sem koma til greina sem þau bestu í maí.

Selfoss áfram eftir framlengingu
Selfoss tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna eftir framlengingu gegn Stjörnunni í Garðabæ.