Arnar: Alltof margir vellir á Íslandi loðnir og holóttir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2019 16:23 Arnar var sáttur með stigið en ekki spilamennsku Víkings. vísir/bára Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var nokkuð sáttur með stigið sem hans menn fengu í Grindavík í dag. Leiknum lyktaði með markalausu jafntefli. Frammistaða Víkinga var Arnari ekki að skapi og heldur ekki grasvöllurinn í Grindavík. „Ég er aðallega í sjokki yfir því hvað þetta var leiðinlegur leikur. Þetta var skelfilegt. Ég er örugglega að varpa einhverjum sprengjum en þessir vellir hérna á Íslandi eru stundum hræðilegir. Alltof loðnir og holóttir,“ sagði Arnar við Vísi eftir leik. „Þessi grasmenning, maður er svo þreyttur á henni. Ef við ætlum að hafa gras höfum það almennilegt. En ég er ekkert að kenna Grindvíkingum um. Ég segi þetta vegna þess að ég elska fótbolta; að leikurinn verður hægur og leiðinlegur og það endar með að enginn nennir að koma að horfa á þetta.“ Arnar viðurkennir þó að sínir menn hefðu getað spilað betur í leiknum, þrátt fyrir aðstæður. „Mér fannst við hafa góð tök á leiknum í fyrri hálfleik en þrátt fyrir það fékk Grindavík betri færi. Og eftir að við urðum manni færri bað maður til guðs að dómarinn myndi flauta af því það lá ansi vel á okkur. Þetta var langlélegasti leikur okkar í sumar og við náðum aldrei neinu flæði. Heilt yfir var þetta dapur leikur,“ sagði Arnar. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, miðvörður Víkings, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar fimm mínútur voru eftir fyrir að toga Grindvíkinginn Sigurð Bjart Hallsson niður. Arnar sagði dóminn hafa verið réttan. „Hann hefði átt að fá fangelsisdóm fyrir þetta,“ sagði Arnar og hló. „Hann var mjög „professional“ og kippti honum niður. Hann gerði það sem hann átti að gera en samherjar hans áttu aldrei að koma honum í þessa stöðu.“ Nú tekur við tveggja vikna hlé á Pepsi Max-deildinni. Næsti leikur Víkings, gegn HK, verður sá fyrsti á nýgervigraslögðum Víkingsvelli. „Við notum tímann til að hvíla og æfa vel og fáum vonandi meiddu mennina til baka. Við verðum ferskir í vígsluleiknum á heimavelli á rennisléttu gervigrasi,“ sagði Arnar að endingu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var nokkuð sáttur með stigið sem hans menn fengu í Grindavík í dag. Leiknum lyktaði með markalausu jafntefli. Frammistaða Víkinga var Arnari ekki að skapi og heldur ekki grasvöllurinn í Grindavík. „Ég er aðallega í sjokki yfir því hvað þetta var leiðinlegur leikur. Þetta var skelfilegt. Ég er örugglega að varpa einhverjum sprengjum en þessir vellir hérna á Íslandi eru stundum hræðilegir. Alltof loðnir og holóttir,“ sagði Arnar við Vísi eftir leik. „Þessi grasmenning, maður er svo þreyttur á henni. Ef við ætlum að hafa gras höfum það almennilegt. En ég er ekkert að kenna Grindvíkingum um. Ég segi þetta vegna þess að ég elska fótbolta; að leikurinn verður hægur og leiðinlegur og það endar með að enginn nennir að koma að horfa á þetta.“ Arnar viðurkennir þó að sínir menn hefðu getað spilað betur í leiknum, þrátt fyrir aðstæður. „Mér fannst við hafa góð tök á leiknum í fyrri hálfleik en þrátt fyrir það fékk Grindavík betri færi. Og eftir að við urðum manni færri bað maður til guðs að dómarinn myndi flauta af því það lá ansi vel á okkur. Þetta var langlélegasti leikur okkar í sumar og við náðum aldrei neinu flæði. Heilt yfir var þetta dapur leikur,“ sagði Arnar. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, miðvörður Víkings, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar fimm mínútur voru eftir fyrir að toga Grindvíkinginn Sigurð Bjart Hallsson niður. Arnar sagði dóminn hafa verið réttan. „Hann hefði átt að fá fangelsisdóm fyrir þetta,“ sagði Arnar og hló. „Hann var mjög „professional“ og kippti honum niður. Hann gerði það sem hann átti að gera en samherjar hans áttu aldrei að koma honum í þessa stöðu.“ Nú tekur við tveggja vikna hlé á Pepsi Max-deildinni. Næsti leikur Víkings, gegn HK, verður sá fyrsti á nýgervigraslögðum Víkingsvelli. „Við notum tímann til að hvíla og æfa vel og fáum vonandi meiddu mennina til baka. Við verðum ferskir í vígsluleiknum á heimavelli á rennisléttu gervigrasi,“ sagði Arnar að endingu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira