Hátíðaropnun Elliðaánna í fyrramálið Karl Lúðvíksson skrifar 19. júní 2019 16:46 Sérstök hátíðaropnun Elliðaánna verður í fyrramálið 20. júní í tilefni af 80 ára afmæli Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Heiðurinn af opnun ánna er í höndum Reykvíkings ársins 2019. Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs munu í framhaldi renna fyrir lax. Laxinn er þegar genginn í árnar og má reikna með líflegri stemningu við bakkann í fyrramálið. Það verður spennandi að sjá við hvaða veiðistað í Elliðaánum fyrsti laxinn kemur upp en laxinn er sennilega sá lax sem mest er myndaður á landinu á hverju ári. Opnunin í ár er sú 80. í sögu félagsins en félagið heldur uppá 80 ára afmæli sitt í ár. Það voru frumkvöðlar og framsýnir félagar sem stofnuðu félagið 17. maí 1939. Þeir höfðu áhyggjur af framtíð laxveiði í Elliðaánum og vildu efla stangaveiðiíþróttina á Íslandi. Elliðaárnar eru í dag meðal bestu laxveiðiáa landsins þökk sé stofnendum félagsins og hluti af stórkostlegu útivistarsvæði Reykvíkinga. Fjölmargir ungir veiðimenn taka þar sín fyrstu köst á hverju sumri og blómstrar stangaveiðiíþróttin sem aldrei fyrr. Í tilefni afmælisársins hefur félagið látið útbúa sérmerktar afmælisvarning; buff, húfur, fluguveski og faðm sem má nálgast á vefverslun félagins svfr.is. Mest lesið Helgarviðtalið: Hitsaði 12 punda lax með áhorfendur á bakkanum Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Blússandi gangur í laxveiðinni Veiði Fín veiði í Minnivallalæk Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Ný mið á haglabyssur auðvelda veiðar Veiði Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði Víðidalsá að ná 700 löxum Veiði
Sérstök hátíðaropnun Elliðaánna verður í fyrramálið 20. júní í tilefni af 80 ára afmæli Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Heiðurinn af opnun ánna er í höndum Reykvíkings ársins 2019. Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs munu í framhaldi renna fyrir lax. Laxinn er þegar genginn í árnar og má reikna með líflegri stemningu við bakkann í fyrramálið. Það verður spennandi að sjá við hvaða veiðistað í Elliðaánum fyrsti laxinn kemur upp en laxinn er sennilega sá lax sem mest er myndaður á landinu á hverju ári. Opnunin í ár er sú 80. í sögu félagsins en félagið heldur uppá 80 ára afmæli sitt í ár. Það voru frumkvöðlar og framsýnir félagar sem stofnuðu félagið 17. maí 1939. Þeir höfðu áhyggjur af framtíð laxveiði í Elliðaánum og vildu efla stangaveiðiíþróttina á Íslandi. Elliðaárnar eru í dag meðal bestu laxveiðiáa landsins þökk sé stofnendum félagsins og hluti af stórkostlegu útivistarsvæði Reykvíkinga. Fjölmargir ungir veiðimenn taka þar sín fyrstu köst á hverju sumri og blómstrar stangaveiðiíþróttin sem aldrei fyrr. Í tilefni afmælisársins hefur félagið látið útbúa sérmerktar afmælisvarning; buff, húfur, fluguveski og faðm sem má nálgast á vefverslun félagins svfr.is.
Mest lesið Helgarviðtalið: Hitsaði 12 punda lax með áhorfendur á bakkanum Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Blússandi gangur í laxveiðinni Veiði Fín veiði í Minnivallalæk Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Ný mið á haglabyssur auðvelda veiðar Veiði Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði Víðidalsá að ná 700 löxum Veiði