Á síðu hönnuðarins kemur fram að kjólar frá Galia Lahav kosti á bilinu 760 þúsund krónur upp í rúmlega tvær milljónir.
„Algjörlega draumakjóllinn minn, alveg eins og ég vildi hafa hann á allan hátt. Ég elskaði hvert smáatriði og naut hverrar sekúndu í honum,“ skrifaði Alexandra við myndina af sér í kjólnum.
Kjólar sem Galia Lahav hannar hafa vakið athygli fyrir fíngerð smáatriði, íburðarmikla slóða og eru þeir oft opnir í bakið. Galia sjálf segir allar sínar hannanir vera einstakar, gerðar í samráði við brúðirnar sem mæta á vinnustofu hennar í mælingar. Það sé því sjaldgæft að finna tvo kjóla sem eru eins þar sem hún líti á hvern og einn sem listaverk.