Köld en ágæt byrjun í Veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 19. júní 2019 12:44 Atli Bergman með fallegan urriða úr Veiðivötnum Mynd: Atli Bergman 70 sm urriðinn sem Atli Bergman fékk í Veiðivötnum í gærMynd: Atli Bergman Veiði er hafin í Veiðivötnum á Landmannaafrétt og eins og venjulega er mikil spenna eftir fyrstu fregnum af veiði úr vötnunum. Veiðivísir á nokkra vini sem eru staddir þar við veiðar þessa stundina og þar á meðal er Atli Bergman sem er einn af bestu silungsveiðimönnum landsins. Atli gerði sér lítið fyrir og landaði 8 punda urriða sem var mældur 70 sm langur á Black Ghost og sagði hann í samtali við Veiðivísi að þetta hafi verið hörkubarátta. Veiðin hefur að sögn Atla verið ágæt hjá flestum en það er búið að vera ansi kalt og til að mynda var grátt í fjöllum í morgun og lofthiti ekki nema nokkrar gráður. Urriðinn virðist koma afskaplega vel undan vetri og þeir sem hafa verið að veiðast verið þykkir. Bleikjan hefur líka greinilega haft nóg æti en veiðimenn sem við höfum heyrt í sem voru staddir við Snjóölduvatn segja bleikjuna mjög fallega en tökurnar afskaplega grannar. Það er greinilega allt komið í gang í Veiðivötnum og við komum til með að fylgjast vel með veiðinni þar í sumar. Mest lesið Góð veiði á Skagaheiði Veiði Rysjótt rjúpnavertíð Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Litlar breytingar í Elliðavatni - aðeins veitt á flugu í Hólmsá Veiði Skæður í urriða og jafnvel lax Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Metlax úr Selá í dag: Vopnafjarðarárnar fullar af laxi Veiði Ljósmyndakeppni meðal skotveiðimanna Veiði
70 sm urriðinn sem Atli Bergman fékk í Veiðivötnum í gærMynd: Atli Bergman Veiði er hafin í Veiðivötnum á Landmannaafrétt og eins og venjulega er mikil spenna eftir fyrstu fregnum af veiði úr vötnunum. Veiðivísir á nokkra vini sem eru staddir þar við veiðar þessa stundina og þar á meðal er Atli Bergman sem er einn af bestu silungsveiðimönnum landsins. Atli gerði sér lítið fyrir og landaði 8 punda urriða sem var mældur 70 sm langur á Black Ghost og sagði hann í samtali við Veiðivísi að þetta hafi verið hörkubarátta. Veiðin hefur að sögn Atla verið ágæt hjá flestum en það er búið að vera ansi kalt og til að mynda var grátt í fjöllum í morgun og lofthiti ekki nema nokkrar gráður. Urriðinn virðist koma afskaplega vel undan vetri og þeir sem hafa verið að veiðast verið þykkir. Bleikjan hefur líka greinilega haft nóg æti en veiðimenn sem við höfum heyrt í sem voru staddir við Snjóölduvatn segja bleikjuna mjög fallega en tökurnar afskaplega grannar. Það er greinilega allt komið í gang í Veiðivötnum og við komum til með að fylgjast vel með veiðinni þar í sumar.
Mest lesið Góð veiði á Skagaheiði Veiði Rysjótt rjúpnavertíð Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Litlar breytingar í Elliðavatni - aðeins veitt á flugu í Hólmsá Veiði Skæður í urriða og jafnvel lax Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Metlax úr Selá í dag: Vopnafjarðarárnar fullar af laxi Veiði Ljósmyndakeppni meðal skotveiðimanna Veiði