Handbolti

Haukur tilnefndur sem besti ungi leikstjórnandi heims | Taktu þátt í kosningunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haukur hefur verið lykilmaður hjá Selfossi undanfarin tvö ár.
Haukur hefur verið lykilmaður hjá Selfossi undanfarin tvö ár. mynd/selfoss
Haukur Þrastarson, leikmaður Selfoss og íslenska landsliðsins, er tilnefndur sem besti ungi leikstjórnandi heims af vefsíðunni HandballPlanet.com.

Auk Hauks eru Frakkinn Kylian Villeminot, Slóveninn Domen Makuc og Ungverjinn Matyas Gyori tilnefndir.

Hægt er að greiða Hauki atkvæði með því að smella hér.

Haukur, sem er 18 ára, var lykilmaður í liði Selfoss sem varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í vor.

Síðasta sumar var Haukur valinn besti leikmaður EM U-18 ára þar sem Ísland endaði í 2. sæti.

Hann hefur verið viðloðandi A-landsliðið undanfarið ár og lék m.a. tvo leiki með því á HM í Danmörku og Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×