Flott veiði í Köldukvísl og Sporðöldulóni Karl Lúðvíksson skrifar 11. júní 2019 11:00 Það eru ansi vænar bleikjur í Köldikvísl. Mynd: Fish Partner Hálendisveiðin hefur verið að koma sterk inn í hlýindum síðusu daga og hafa margir veiðimenn verið að gera frábæra veiði. Eftir að veiðiþátturinn Sporðaköst sýndi frá veiði í Köldukvísl er óhætt að segja að aðsóknin og áhuginn á svæðinu hafi stóraukist enda er það ekkert skrítið því það veiðist afskaplega vel þarna. Bleikjan er bæði væn og getur verið í miklu tökustuði þegar vel viðrar en sólríkir dagar eins og hefur verið þar efra undanfarið hefur ekkert gert nema aukið tökugleðina að því er virðist. Veiðivísir hitti nokkra veiðimenn sem voru á ferðinni þar í gær og voru þeir sem voru þá við veiðar búnir að fá 60-70 bleikjur. Það er þó þannig að þurrkarnir hafa haft þau áhrif að það er lítið vatn í Köldukvísl eins og öðrum dragám svo bleikjan virðist vera treg til að ganga upp og mesta veiðin er í ósnum á ánni þar sem hún rennur í Sportöldulón. Veiðin í lóninu er síðan líka búin að vera frábær og það er mikið af fiski í því sem þarf bara að hafa aðeins fyrir því að finna. Þeir sem þekkja lónið gera oft fína veiði og við höfum þegar heyrt af einum góðkunningja sem var þarna fyrir stuttu og fékk hátt í 40 vænar bleikjur yfir daginn en fékkst ómögulega til að segja meira frá því. Veiðileyfi bæði í lónið og Köldukvísl eru hjá Fish Partner. Mest lesið "Staðan í laxveiði verri en við óttuðumst" - Neyðarkall frá veiðileyfasölum Veiði Vefsalan farin í gang hjá Lax-Á Veiði Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði Lenti í eldgosi í miðri veiði Veiði Harpa Hlín felldi 270 kílóa elg í Eistlandi Veiði Rétt um 30 löxum landað í Svalbarðsá í morgun Veiði 26 punda lax úr Laxá á Nessvæðinu Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Laxinn er mættur í Elliðaárnar Veiði 2000 urriðar á land hjá Ion Veiði
Hálendisveiðin hefur verið að koma sterk inn í hlýindum síðusu daga og hafa margir veiðimenn verið að gera frábæra veiði. Eftir að veiðiþátturinn Sporðaköst sýndi frá veiði í Köldukvísl er óhætt að segja að aðsóknin og áhuginn á svæðinu hafi stóraukist enda er það ekkert skrítið því það veiðist afskaplega vel þarna. Bleikjan er bæði væn og getur verið í miklu tökustuði þegar vel viðrar en sólríkir dagar eins og hefur verið þar efra undanfarið hefur ekkert gert nema aukið tökugleðina að því er virðist. Veiðivísir hitti nokkra veiðimenn sem voru á ferðinni þar í gær og voru þeir sem voru þá við veiðar búnir að fá 60-70 bleikjur. Það er þó þannig að þurrkarnir hafa haft þau áhrif að það er lítið vatn í Köldukvísl eins og öðrum dragám svo bleikjan virðist vera treg til að ganga upp og mesta veiðin er í ósnum á ánni þar sem hún rennur í Sportöldulón. Veiðin í lóninu er síðan líka búin að vera frábær og það er mikið af fiski í því sem þarf bara að hafa aðeins fyrir því að finna. Þeir sem þekkja lónið gera oft fína veiði og við höfum þegar heyrt af einum góðkunningja sem var þarna fyrir stuttu og fékk hátt í 40 vænar bleikjur yfir daginn en fékkst ómögulega til að segja meira frá því. Veiðileyfi bæði í lónið og Köldukvísl eru hjá Fish Partner.
Mest lesið "Staðan í laxveiði verri en við óttuðumst" - Neyðarkall frá veiðileyfasölum Veiði Vefsalan farin í gang hjá Lax-Á Veiði Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði Lenti í eldgosi í miðri veiði Veiði Harpa Hlín felldi 270 kílóa elg í Eistlandi Veiði Rétt um 30 löxum landað í Svalbarðsá í morgun Veiði 26 punda lax úr Laxá á Nessvæðinu Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Laxinn er mættur í Elliðaárnar Veiði 2000 urriðar á land hjá Ion Veiði