160 laxar komnir úr Urriðafossi Karl Lúðvíksson skrifar 11. júní 2019 09:00 Það eru 160 laxar komnir á land við Urrðafoss. Mynd: Iceland Outfitters Veiðimenn sem standa vaktina í Norðurá og Þverá eiga heldur erfitt verkefni fyrir höndum í þessu vatnsleysi en sem betur fer eru ekki allar árnar vatnslausar. Það veiðisvæði sem hefur staðið upp úr á þessum stutta tíma sem er liðinn af veiðitímanum er Urriðafoss í Þjórsá og í þeim þurrki sem hefur staðið yfir núna á sjöundu viku hefur það lítil eða engin áhrif á veiðina í Þjórsá. Það opnaði 1. júní fyrir veiðimönnum og á þeim tíma hafa veiðst um 160 laxar og það er greinilega að aukast krafturinn í göngunum. Laxinn sem hefur verið að veiðast er mest vænn tveggja ára lax og stórt hlutfall af því eru vænar hrygnur sem margir telja að viti á gott stórlaxasumar. Stóru hængarnir fylgja svo í kjölfarið en það sem flestir bíða eftir er að sjá hvernig smálaxagöngurnar verða. Það er smálaxinn sem heldur uppi veiðinni á mörgum svæðum og ef þær göngur verða góðar gæti ræst vel úr þessu sumri en áður en nokkur von verði til að veiðin í dragánum taki nokkurn kipp verður fyrst að rigna. Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði
Veiðimenn sem standa vaktina í Norðurá og Þverá eiga heldur erfitt verkefni fyrir höndum í þessu vatnsleysi en sem betur fer eru ekki allar árnar vatnslausar. Það veiðisvæði sem hefur staðið upp úr á þessum stutta tíma sem er liðinn af veiðitímanum er Urriðafoss í Þjórsá og í þeim þurrki sem hefur staðið yfir núna á sjöundu viku hefur það lítil eða engin áhrif á veiðina í Þjórsá. Það opnaði 1. júní fyrir veiðimönnum og á þeim tíma hafa veiðst um 160 laxar og það er greinilega að aukast krafturinn í göngunum. Laxinn sem hefur verið að veiðast er mest vænn tveggja ára lax og stórt hlutfall af því eru vænar hrygnur sem margir telja að viti á gott stórlaxasumar. Stóru hængarnir fylgja svo í kjölfarið en það sem flestir bíða eftir er að sjá hvernig smálaxagöngurnar verða. Það er smálaxinn sem heldur uppi veiðinni á mörgum svæðum og ef þær göngur verða góðar gæti ræst vel úr þessu sumri en áður en nokkur von verði til að veiðin í dragánum taki nokkurn kipp verður fyrst að rigna.
Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði