Segir tollaramma blendingsbíla of þröngan: Hækkar um milljón í verði vegna eins gramms Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júní 2019 21:00 Framkvæmdastjóri bílasölu þurfti að afpanta hybrid bíla sem knúnir eru bæði með bensíni og rafmagni þar sem tollaramminn er of þröngur að hans mati. Hann segir að rýmka þurfi rammann enn frekar svo raunverulegur hvati myndist til að flytja inn rafbíla. Viktor Urbancic, framkvæmdastjóri Sparíbíla flytur inn og selur rafbíla og ýmsa blendingsbíla. Á dögunum þurfti hann þó að afpanta pöntun sem lögð hafði verið fram sökum þess að bílarnir eru einu grammi yfir viðmiðunarmörkum tollsins. „Núna voru viðmiðin hækkuð í 55 grömm sem er aðeins of þröngt. Það dugir ekki til því flestir af þessum nýju bílum sem voru að koma árið 2019 eru aðeins yfir mörkunum. Þeir eru 56, 57, 58 eða 59 grömm,“ sagði Viktor Urbancic, framkvæmdastjóri Sparíbíla. Hann segir bíl sem er grammi yfir marki hækka um rúma milljón. Það sé of hátt verð og ekki líklegt til árangurs að selja slíkan bíl. „Best væri ef að viðmiðið væri 80 grömm og neðar því nú erum við að afpanta bíla sem við vorum búin að panta sem við héldum að myndu falla í hybrid flokkinn. Núna síðast tókum við bíl heim sem er 56 grömm en viðmiðið er 55 grömm og hann hækkar um rúma milljón í verði við þetta eina gramm. Þá er bara verðið of hátt. Þá eru aðrir möguleikar eða aðrir kostir kannski skárri og ekki eins spennandi að fá sér hybrid bíl. Ég held að það sé ekki vilji stjórnvalda að hafa mörkin þannig að fólk hætti við að kaupa sér rafbíl,“ sagði Viktor. Hvað viltu sjá gert? „Ég myndi vilja sjá mörkin rýmkuð. Þegar menn eru að borga milljón í viðbót fyrir eitt gramm í útblæstri, það skemmir fyrir því sem ég hélt að væri ætlunin, að koma fólki á hybrid- eða rafmagnsbíla,“ sagði Viktor. Bílar Umhverfismál Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Fleiri fréttir Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Sjá meira
Framkvæmdastjóri bílasölu þurfti að afpanta hybrid bíla sem knúnir eru bæði með bensíni og rafmagni þar sem tollaramminn er of þröngur að hans mati. Hann segir að rýmka þurfi rammann enn frekar svo raunverulegur hvati myndist til að flytja inn rafbíla. Viktor Urbancic, framkvæmdastjóri Sparíbíla flytur inn og selur rafbíla og ýmsa blendingsbíla. Á dögunum þurfti hann þó að afpanta pöntun sem lögð hafði verið fram sökum þess að bílarnir eru einu grammi yfir viðmiðunarmörkum tollsins. „Núna voru viðmiðin hækkuð í 55 grömm sem er aðeins of þröngt. Það dugir ekki til því flestir af þessum nýju bílum sem voru að koma árið 2019 eru aðeins yfir mörkunum. Þeir eru 56, 57, 58 eða 59 grömm,“ sagði Viktor Urbancic, framkvæmdastjóri Sparíbíla. Hann segir bíl sem er grammi yfir marki hækka um rúma milljón. Það sé of hátt verð og ekki líklegt til árangurs að selja slíkan bíl. „Best væri ef að viðmiðið væri 80 grömm og neðar því nú erum við að afpanta bíla sem við vorum búin að panta sem við héldum að myndu falla í hybrid flokkinn. Núna síðast tókum við bíl heim sem er 56 grömm en viðmiðið er 55 grömm og hann hækkar um rúma milljón í verði við þetta eina gramm. Þá er bara verðið of hátt. Þá eru aðrir möguleikar eða aðrir kostir kannski skárri og ekki eins spennandi að fá sér hybrid bíl. Ég held að það sé ekki vilji stjórnvalda að hafa mörkin þannig að fólk hætti við að kaupa sér rafbíl,“ sagði Viktor. Hvað viltu sjá gert? „Ég myndi vilja sjá mörkin rýmkuð. Þegar menn eru að borga milljón í viðbót fyrir eitt gramm í útblæstri, það skemmir fyrir því sem ég hélt að væri ætlunin, að koma fólki á hybrid- eða rafmagnsbíla,“ sagði Viktor.
Bílar Umhverfismál Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Fleiri fréttir Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Sjá meira