Langá hækkaði um 30 sm í nótt Karl Lúðvíksson skrifar 28. júní 2019 09:42 Horft niður að Efri Hvítstaðahyl í Langá í morgun. Áin er komin í gullvatn. Mynd: Hilmar Jónsson Það hefur rignt all hressilega á vesturlandi síðustu daga og það er nákvæmlega það sem árnar þurftu á að halda og það er strax orðinn viðsnúningur í veiðinni. Veiðivísir ræddi við Hilmar Jónsson leiðsögumann við Langá á Mýrum sem sagði að það væri að lifna yfir hlutunum með auknu vatni og sem dæmi um það var fjórum löxum landað á kvöldvakt í gær í hækkandi vatni. Stóra myndin sem fylgir þessari frétt sýnir útsýnið frá veiðihúsi niður á Efri Hvítstaðahyl eins og hann leit út í morgun sem sýnir ánna í gullvatni og litla myndin sýnir ánna í gær. Hún hækkaði um 25-30 sm í nótt og það er nákvæmlega þetta sem veiðimenn hafa beðið eftir síðustu fjórar vikur. Allar árnar á vesturlandi hafa risið vel í vatni og við bíðum frekari fregna af göngum í árnar. Mest lesið Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði
Það hefur rignt all hressilega á vesturlandi síðustu daga og það er nákvæmlega það sem árnar þurftu á að halda og það er strax orðinn viðsnúningur í veiðinni. Veiðivísir ræddi við Hilmar Jónsson leiðsögumann við Langá á Mýrum sem sagði að það væri að lifna yfir hlutunum með auknu vatni og sem dæmi um það var fjórum löxum landað á kvöldvakt í gær í hækkandi vatni. Stóra myndin sem fylgir þessari frétt sýnir útsýnið frá veiðihúsi niður á Efri Hvítstaðahyl eins og hann leit út í morgun sem sýnir ánna í gullvatni og litla myndin sýnir ánna í gær. Hún hækkaði um 25-30 sm í nótt og það er nákvæmlega þetta sem veiðimenn hafa beðið eftir síðustu fjórar vikur. Allar árnar á vesturlandi hafa risið vel í vatni og við bíðum frekari fregna af göngum í árnar.
Mest lesið Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði