86 sm lax úr Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 22. júní 2019 09:47 86 sm hængur sem Ásgeir Heiðar veiddi i morgun. Mynd: Marínó Guðmundsson Elliðaárnar hafa ekki verið þekktar sem nein stórlaxaá en það er ótrúlegt að sjá hvað það hefur veiðst mikið af tveggja ára löxum á þessum fáu dögum sem áin hefur verið opin. Núna í morgun bættist svo enn einn stórlaxinn í veiðibókina og það var sjálfur meistarinn Ásgeir Heiðar sem veiddi 86 sm hæng. Okkur hefur ekki tekist að ná í Ásgeir enda kannski ekkert skrítið að veiðimenn séu ekki að svara símanum í veiði þannig að við vitum ekki hvað hann tók eða hvar. Það rekur engan í minni að svona stórlaxaopnun hafi áður átt sér stað í ánni og því er að sjálfsögðu fagnað. Það hefur vakið athygli að sjá svona mikið af vænum laxi í Elliðaánum en það sem veiðimenn bíða eftir þessa dagana er aukin kraftur í smálaxagöngur en þær koma venjulega á vesturlandið með stórstraum í lok júní byrjun júlí svo það styttist væntanlega í að við förum að sjá veiðitölur taka verulegan kipp. Mest lesið Nokkrir risar úr Affallinu Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði Rysjótt rjúpnavertíð Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Við árbakkann á Hringbraut Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Ekki náðist að veiða hreindýrakvótann Veiði
Elliðaárnar hafa ekki verið þekktar sem nein stórlaxaá en það er ótrúlegt að sjá hvað það hefur veiðst mikið af tveggja ára löxum á þessum fáu dögum sem áin hefur verið opin. Núna í morgun bættist svo enn einn stórlaxinn í veiðibókina og það var sjálfur meistarinn Ásgeir Heiðar sem veiddi 86 sm hæng. Okkur hefur ekki tekist að ná í Ásgeir enda kannski ekkert skrítið að veiðimenn séu ekki að svara símanum í veiði þannig að við vitum ekki hvað hann tók eða hvar. Það rekur engan í minni að svona stórlaxaopnun hafi áður átt sér stað í ánni og því er að sjálfsögðu fagnað. Það hefur vakið athygli að sjá svona mikið af vænum laxi í Elliðaánum en það sem veiðimenn bíða eftir þessa dagana er aukin kraftur í smálaxagöngur en þær koma venjulega á vesturlandið með stórstraum í lok júní byrjun júlí svo það styttist væntanlega í að við förum að sjá veiðitölur taka verulegan kipp.
Mest lesið Nokkrir risar úr Affallinu Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði Rysjótt rjúpnavertíð Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Við árbakkann á Hringbraut Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Ekki náðist að veiða hreindýrakvótann Veiði