Guðmundur: Mikið sjokk og skýr skilaboð um að hraða þurfi umræðu um nýja höll Anton Ingi Leifsson skrifar 21. júní 2019 18:32 Guðmundur B. er formaður HSÍ. vísir/vilhelm Það var þungt hljóðið í Guðmundi B. Ólafssyni, formanni HSÍ, er hann ræddi við Vísi um ákvörðun EHF um að meina Selfyssingum þátttöku í Meistaradeild Evrópu. Selfoss fékk ekki þátttökurétt í keppninni vegna þess að engin keppnishöll á Íslandi uppfyllti skilyrði Evrópusambandsins og svörin frá EHF voru á þá vegu að það ætti ekki að koma neinum Íslendingi á óvart. „Fyrir okkur er þetta náttúrlega bara mikið sjokk,“ voru fyrstu viðbrögð Guðmundar er Vísir heyrði í honum rétt fyrir kvöldmatarleyti. Hann segir að hvorki Ásvellir né Laugardalshöll uppfylli skilyrðin. „Selfyssingar áttuðu sig á því að þeirra hús væri ekki nægilega stórt svo þeir tilkynntu inn Ásvelli. Í svarbréfinu sem kemur svo frá EHF segir að Ásvellir uppfylli ekki skilyrðin.“ „Höllin þarf að taka 2500 áhorfendur en bæði Laugardalshöll og Ásvellir taka bæði 2300 mans. Þarna er Evrópusambandið greinilega að taka mjög skýra afstöðu og það þarf að uppfylla allt til þess að komast inn í keppnina.“ „Þeir benda jafnframt á að þetta eigi ekki að koma okkur á óvart því þeir eru margbúnir að benda á húsin okkar og erum við meðal annars á undanþágu með landsliðin okkar í Laugardalshöll.“Úr landsleik í Laugardalshöll. Óvíst er hversu lengi Ísland spilar í Laugardalshöll ef ástandið verður það sama.vísir/vilhelmÍslensku landsliðiðin hafa undanfarin ár verið á undanþágu frá Evrópusambandinu um að fá að leika heimaleiki sína í Laugardalshöll. Hún er of lítil og það er margt fleira í Höllinni sem uppfyllir ekki kröfur Evrópusambandsins. Færeyjum var meinað að spila heimaleiki sína í Færeyjum fyrr á þessu ári og það gæti styst í það að Ísland þurfi að leika heimaleiki sína utan landsteinannanna verði ekki úr þessu bætt með nýrri höll. „Þetta er keppni bestu félagsliða í heimi og þeir gera miklar kröfur. Þeir veita engan afslátt, eins og við erum með varðandi landsliðin. Það gæti styst í okkur þar því við sjáum hvað gerist með Færeyjar meðal annars.“ „Þeir fengu ekki að spila heimaleiki sína í Færeyjum og spila í Danmörku. Þetta eru skýr skilaboð að það þarf að hraða þessari umræðu að fá þjóðarhöll fyrir innanhúsíþróttir.“ Aðspurður hvort að það þyrfti ekki bara að prenta út allar fréttirnar varðandi þetta mál, fara með niður á Alþingi og berja í borðið svaraði Guðmundur: „Viðræður við stjórnvöld og Reykjavíkurborg hafa verið jákvæð. Þó hefur borgin viljað svör frá ríkisvaldinu hvort að þeir ætli að koma til móts við okkur en ríkisvaldið hefur ekki svarað því með beinum hætti heldur vísað í reglugerðir um þjóðarleikvanga og slíkt.“ „Það er ekki það sem við viljum. Við viljum svör hvort að ríkisvaldið sé tilbúið til að koma að þessu verkefni og þá með hvaða hætti. Þá er hægt að byrja að vinna úr þessu því Reykjavíkurborg er klár í að skoða þetta gaumgæfilega.“ EM 2020 í handbolta Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Selfyssingar reiðir: Fáranleg framkoma við íslenskan handbolta Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í morgun hvaða lið myndu spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og þar er ekkert pláss fyrir Íslandsmeistara Selfoss. Menn þar á bæ eru eðlilega ekki sáttir. 21. júní 2019 10:57 Grímur verður næsti þjálfari Selfoss Þjálfaraleit Íslandsmeistara Selfoss er lokið en samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis þá mun Grímur Hergeirsson taka við liðinu af Patreki Jóhannessyni. 21. júní 2019 11:59 Engin keppnishöll uppfyllti skilyrði EHF Það var hiti yfir málinu í dag en nú hefur borist skýring. 21. júní 2019 17:44 Selfyssingar fengu ekki sæti í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar Selfoss verða ekki á meðal þátttökuþjóða í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 21. júní 2019 10:16 Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Fótbolti Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
Það var þungt hljóðið í Guðmundi B. Ólafssyni, formanni HSÍ, er hann ræddi við Vísi um ákvörðun EHF um að meina Selfyssingum þátttöku í Meistaradeild Evrópu. Selfoss fékk ekki þátttökurétt í keppninni vegna þess að engin keppnishöll á Íslandi uppfyllti skilyrði Evrópusambandsins og svörin frá EHF voru á þá vegu að það ætti ekki að koma neinum Íslendingi á óvart. „Fyrir okkur er þetta náttúrlega bara mikið sjokk,“ voru fyrstu viðbrögð Guðmundar er Vísir heyrði í honum rétt fyrir kvöldmatarleyti. Hann segir að hvorki Ásvellir né Laugardalshöll uppfylli skilyrðin. „Selfyssingar áttuðu sig á því að þeirra hús væri ekki nægilega stórt svo þeir tilkynntu inn Ásvelli. Í svarbréfinu sem kemur svo frá EHF segir að Ásvellir uppfylli ekki skilyrðin.“ „Höllin þarf að taka 2500 áhorfendur en bæði Laugardalshöll og Ásvellir taka bæði 2300 mans. Þarna er Evrópusambandið greinilega að taka mjög skýra afstöðu og það þarf að uppfylla allt til þess að komast inn í keppnina.“ „Þeir benda jafnframt á að þetta eigi ekki að koma okkur á óvart því þeir eru margbúnir að benda á húsin okkar og erum við meðal annars á undanþágu með landsliðin okkar í Laugardalshöll.“Úr landsleik í Laugardalshöll. Óvíst er hversu lengi Ísland spilar í Laugardalshöll ef ástandið verður það sama.vísir/vilhelmÍslensku landsliðiðin hafa undanfarin ár verið á undanþágu frá Evrópusambandinu um að fá að leika heimaleiki sína í Laugardalshöll. Hún er of lítil og það er margt fleira í Höllinni sem uppfyllir ekki kröfur Evrópusambandsins. Færeyjum var meinað að spila heimaleiki sína í Færeyjum fyrr á þessu ári og það gæti styst í það að Ísland þurfi að leika heimaleiki sína utan landsteinannanna verði ekki úr þessu bætt með nýrri höll. „Þetta er keppni bestu félagsliða í heimi og þeir gera miklar kröfur. Þeir veita engan afslátt, eins og við erum með varðandi landsliðin. Það gæti styst í okkur þar því við sjáum hvað gerist með Færeyjar meðal annars.“ „Þeir fengu ekki að spila heimaleiki sína í Færeyjum og spila í Danmörku. Þetta eru skýr skilaboð að það þarf að hraða þessari umræðu að fá þjóðarhöll fyrir innanhúsíþróttir.“ Aðspurður hvort að það þyrfti ekki bara að prenta út allar fréttirnar varðandi þetta mál, fara með niður á Alþingi og berja í borðið svaraði Guðmundur: „Viðræður við stjórnvöld og Reykjavíkurborg hafa verið jákvæð. Þó hefur borgin viljað svör frá ríkisvaldinu hvort að þeir ætli að koma til móts við okkur en ríkisvaldið hefur ekki svarað því með beinum hætti heldur vísað í reglugerðir um þjóðarleikvanga og slíkt.“ „Það er ekki það sem við viljum. Við viljum svör hvort að ríkisvaldið sé tilbúið til að koma að þessu verkefni og þá með hvaða hætti. Þá er hægt að byrja að vinna úr þessu því Reykjavíkurborg er klár í að skoða þetta gaumgæfilega.“
EM 2020 í handbolta Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Selfyssingar reiðir: Fáranleg framkoma við íslenskan handbolta Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í morgun hvaða lið myndu spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og þar er ekkert pláss fyrir Íslandsmeistara Selfoss. Menn þar á bæ eru eðlilega ekki sáttir. 21. júní 2019 10:57 Grímur verður næsti þjálfari Selfoss Þjálfaraleit Íslandsmeistara Selfoss er lokið en samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis þá mun Grímur Hergeirsson taka við liðinu af Patreki Jóhannessyni. 21. júní 2019 11:59 Engin keppnishöll uppfyllti skilyrði EHF Það var hiti yfir málinu í dag en nú hefur borist skýring. 21. júní 2019 17:44 Selfyssingar fengu ekki sæti í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar Selfoss verða ekki á meðal þátttökuþjóða í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 21. júní 2019 10:16 Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Fótbolti Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
Selfyssingar reiðir: Fáranleg framkoma við íslenskan handbolta Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í morgun hvaða lið myndu spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og þar er ekkert pláss fyrir Íslandsmeistara Selfoss. Menn þar á bæ eru eðlilega ekki sáttir. 21. júní 2019 10:57
Grímur verður næsti þjálfari Selfoss Þjálfaraleit Íslandsmeistara Selfoss er lokið en samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis þá mun Grímur Hergeirsson taka við liðinu af Patreki Jóhannessyni. 21. júní 2019 11:59
Engin keppnishöll uppfyllti skilyrði EHF Það var hiti yfir málinu í dag en nú hefur borist skýring. 21. júní 2019 17:44
Selfyssingar fengu ekki sæti í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar Selfoss verða ekki á meðal þátttökuþjóða í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 21. júní 2019 10:16
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn