Hann fékk boltann í andlitið í gær og læknir liðsins gaf merki um skiptingu í kjölfarið. Ekkert varð af henni því Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sendi Hauk Pál aftur út á völlinn. Hann kom svo út af um tíu mínútum síðar.
Margir héldu að um hann hefði jafnvel fengið heilahristing en svo var ekki. Haukur Páll staðfesti við fótbolti.net í dag að kjálkinn á honum hefði verið læstur. Alltaf eitthvað nýtt hjá þessum seinheppna leikmanni.
„Haukur Páll er líklega óheppnasti leikmaður sem hefur spilað í efstu deild,“ sagði Hörður Magnússon í Pepsi Max-mörkunum eftir leik.
Atvikið má sjá hér að neðan.