Hörður Magnússon og félagar völdu þá sem stóðu upp úr í umferðum 1-11 í Pepsi Max-deildinni. Flestir þeirra koma úr KR sem er með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar.
Óskar Örn Hauksson var valinn besti leikmaðurinn, Finnur Tómas Pálmason besti ungi leikmaðurinn og Rúnar Kristinsson besti þjálfarinn.
Óskar Örn og Finnur Tómas voru úrvalsliði umferða 1-11 auk tveggja annarra KR-inga; Beitis Ólafssonar og Pálma Rafns Pálmasonar.
Breiðablik og ÍA áttu tvo fulltrúa hvort félag í úrvalsliðinu og Valur, Stjarnan og Fylkir einn hvert félag.
Besti leikmaðurinn