Fyrstu laxarnir komnir úr Soginu Karl Lúðvíksson skrifar 8. júlí 2019 11:00 Veitt í Soginu Mynd úr safni Ein af þeim ám sem verður aldrei vatnslaus er Sogið en fréttir af fyrstu löxunum eru að berast af bökkum Sogsins. Fyrsti laxinn kom á opnunardaginn í Sakkarhólma en hann var búinn að sýna sig þar aðeins áður og tók púpu andstreymis. Fyrstu laxarnir sem við höfum frétt af við Ásgarð eru líka komnir á land en þar var að sögn fréttavefs Lax-Á nokkuð líf við opnun þar sem þrír laxar veiddust og nokkrir sluppu af. Við höfum heyrt af einum laxi af Syðri Brú en höfum ekki fengið það staðfest. Ekkert er komið af Alviðru en þar hefur að sama skapi engin verið að veiða. Það hefur sést til laxa í göngu síðustu daga og þá helst Ásgarðsmeginn en þar eru nokkrir af gjöfulustu stöðum Sogsins eins og Frúarsteinn og Símastrengur. Bíldsfellsmeginn eru það veiðistaðir eins og Sakkarhólmi, Efri og Neðri Garður ásamt Melhorni sem eru oft gjöfulastir. Mest lesið Flott veiði en skítakuldi í Tungufljóti Veiði Besta opnun á svæði IV í Stóru Laxá Veiði Kynna veiðiperlur í Dölunum Veiði 24 laxar á einum degi í Svalbarðsá Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Göngur gefa góða von fyrir næsta sumar í Krossá Veiði Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Hörku veiði í Vatnamótunum Veiði Veiðin í ár mikil vonbrigði Veiði Gullfiskur í Elliðaánum Veiði
Ein af þeim ám sem verður aldrei vatnslaus er Sogið en fréttir af fyrstu löxunum eru að berast af bökkum Sogsins. Fyrsti laxinn kom á opnunardaginn í Sakkarhólma en hann var búinn að sýna sig þar aðeins áður og tók púpu andstreymis. Fyrstu laxarnir sem við höfum frétt af við Ásgarð eru líka komnir á land en þar var að sögn fréttavefs Lax-Á nokkuð líf við opnun þar sem þrír laxar veiddust og nokkrir sluppu af. Við höfum heyrt af einum laxi af Syðri Brú en höfum ekki fengið það staðfest. Ekkert er komið af Alviðru en þar hefur að sama skapi engin verið að veiða. Það hefur sést til laxa í göngu síðustu daga og þá helst Ásgarðsmeginn en þar eru nokkrir af gjöfulustu stöðum Sogsins eins og Frúarsteinn og Símastrengur. Bíldsfellsmeginn eru það veiðistaðir eins og Sakkarhólmi, Efri og Neðri Garður ásamt Melhorni sem eru oft gjöfulastir.
Mest lesið Flott veiði en skítakuldi í Tungufljóti Veiði Besta opnun á svæði IV í Stóru Laxá Veiði Kynna veiðiperlur í Dölunum Veiði 24 laxar á einum degi í Svalbarðsá Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Göngur gefa góða von fyrir næsta sumar í Krossá Veiði Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Hörku veiði í Vatnamótunum Veiði Veiðin í ár mikil vonbrigði Veiði Gullfiskur í Elliðaánum Veiði