Borga laxveiðileyfi en fara í silung Karl Lúðvíksson skrifar 7. júlí 2019 11:00 Fínt að skjótast bara í silung þegar laxveiðiárnar eru vatns og fisklausar. Mynd: KL Það þarf ekki að tala eitthvað í kringum ástandið í laxveiðiánum á Vesturlandi í þessum lengstu þurrkum sem menn muna eftir. Árnar eru flestar í hrikalega litlu vatni og það er helst að Grímsá, Langá og Haffjarðará haldi vatni en þær eru líka að falla ansi hratt. Það sem er að gerast er að laxinn hreinlega gengur ekki í árnar nema stöku fiskar og þeir sem voru þegar komnir í árnar leggjast í dýpstu hylina og hreyfa sig ekki þaðan. Ekki fyrr en það fer að rigna. Að vera leiðsögumaður í þessum skilyrðum getur reynt mikið á en það eru þó einhverjir sem hugsa út fyrir kassann. Heyrst hefur af fleiri og fleiri dæmum um leiðsögumenn sem fara með sína kúnna í silung þegar ekkert er að gerast í laxinum. Það er þó skárra að fara með viðskiptavininn úr ánni en það er alveg borin von að setja í lax í erfiðum eða vonlausum aðstæðum. Þá skjótast veiðimenn á Vesturlandinu til dæmis upp á Arnarvatnsheiði, Hítarvatn eða í vötnin á Snæfellsnesi. Einn úrræðagóður leiðsögumaður gerði meira að segja ferð úr á á vesturlandi alla leið norður á Skagaheiði. Þá var lagt eldsnemma af stað og veitt í vötnunum fram á kvöld og allir komu til baka glaðir eftir góða ferð þar sem fullt af silung var landað. Skárra en að standa við vatnslitla á og fá ekkert. Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði
Það þarf ekki að tala eitthvað í kringum ástandið í laxveiðiánum á Vesturlandi í þessum lengstu þurrkum sem menn muna eftir. Árnar eru flestar í hrikalega litlu vatni og það er helst að Grímsá, Langá og Haffjarðará haldi vatni en þær eru líka að falla ansi hratt. Það sem er að gerast er að laxinn hreinlega gengur ekki í árnar nema stöku fiskar og þeir sem voru þegar komnir í árnar leggjast í dýpstu hylina og hreyfa sig ekki þaðan. Ekki fyrr en það fer að rigna. Að vera leiðsögumaður í þessum skilyrðum getur reynt mikið á en það eru þó einhverjir sem hugsa út fyrir kassann. Heyrst hefur af fleiri og fleiri dæmum um leiðsögumenn sem fara með sína kúnna í silung þegar ekkert er að gerast í laxinum. Það er þó skárra að fara með viðskiptavininn úr ánni en það er alveg borin von að setja í lax í erfiðum eða vonlausum aðstæðum. Þá skjótast veiðimenn á Vesturlandinu til dæmis upp á Arnarvatnsheiði, Hítarvatn eða í vötnin á Snæfellsnesi. Einn úrræðagóður leiðsögumaður gerði meira að segja ferð úr á á vesturlandi alla leið norður á Skagaheiði. Þá var lagt eldsnemma af stað og veitt í vötnunum fram á kvöld og allir komu til baka glaðir eftir góða ferð þar sem fullt af silung var landað. Skárra en að standa við vatnslitla á og fá ekkert.
Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði