Gary Martin: Ég tapaði allri gleði og því sem þarf til að spila fótbolta hjá Val Einar Kárason skrifar 6. júlí 2019 19:59 Gary í leik með Val fyrr í sumar. vísir/daníel „Það er gott að vera mættur aftur,” sagði Gary Martin, leikmaður ÍBV, eftir tapið gegn KR. Lekurinn var fyrsti leikur Gary fyrir Eyjamenn en það byrjar ekki vel. Liðið tapaði 2-0 fyrir toppliðinu og er fast við botninn. „Ég hefði getað skorað tvö. Hefði ég verið að spila undanfarnar sex vikur þá hefði ég skorað. Það er aldrei gott að tapa en við mætum aftur næstu helgi. Hver leikur er úrslitaleikur.” „Það er mikill munur á að spila í liði á toppnum og svo á botninum. Ég hefði ekki þurft að koma til ÍBV. Ég vildi koma hingað til að koma mér aftur af stað. Ég hefði getað farið í lið um miðja deild og haft það þægilegt en ég vildi koma hingað. Mig langar að halda liðinu í deildinni. Þetta er frábær klúbbur og allir hafa hugsað vel um mig síðan ég kom hingað.” „Í dag eru Óskar munurinn á liðunum. Hann hefur verið munurinn síðustu 10 ár fyrir KR og það sést á markinu hans. Hann er vinstri fótar maður og allir vita það en samt kemst hann alltaf á vinstri. Það drap okkur í dag. Við brugðumst vel við. Við vorum á pari við þá líkamlega og í hlaupagetu.” Leikurinn í dag var ekki mikið fyrir augað en það voru einstaklingsgæði sem breyttu leiknum. „Þetta var ekki fótboltaleikur. Við gerðum völlinn þurran og ósléttan sem dregur úr gæðum en það mun skila okkur stigum. Toppliðin vilja ekki spila hérna. Gæði Óskars er það skilur liðin í sundur. Ég hefði átt að jafna 1-1 en við mætum aftur næstu helgi gegn FH og við munum veita þeim leik og vonandi ná í stig.” „Ég hef spilað fyrir fimm lið á Íslandi og þetta lið er of gott til að fara niður. Þegar við vinnum einn leik gefur það okkur möguleika. Við erum með nýjan stjóra og allir eru sáttir. Það er kraftur í þessu liði og þetta mun koma. Allir á eyjunni standa við bakið á okkur. Þetta lið verður að vera í Pepsi deildinni. Það eru 11 leikir eftir svo þetta er ekki búið.” „Ég þarf ekki að sanna mig fyrir neinum. Ég hef unnið allt hér. Ég valdi ÍBV því ég taldi það vera minn besta möguleika til að koma mér af stað aftur. Ég þarf að gefa allt í hvern einasta leik. Ég þarf að gefa allt mitt því liðið mitt þarf á mér að halda.” „Ég legg mitt af mörkum. Ég geri allt til að finna gleðina aftur. Í Val glataði ég því öllu. Ég tapaði allri gleði og því sem þarf til að spila fótbolta. Þeir gjörsamlega tæmdu mig. Þetta var það besta í stöðunni fyrir mig. Hér er ég einn og get einbeitt mér að verkefninu og notið þess að spila fótbolta.” Langt er síðan Gary spilaði heilar 90 mínútur en hann var brattur eftir leik dagsins. „Ég átti ágætan leik. Ég hefði átt að skora. Ég er ánægður. 90 mínútur og enginn krampi. Ég er í flottu formi. Ég hef ekki spilað í 6 vikur en ég held mér í góðu standi og tek þessu alvarlega. Eina slæma við þetta er að við fengum engin stig en það er gott að vera kominn aftur. Stuðningsmennirnir hafa tekið vel við mér. Þeir voru frábærir og mér þótti vænt um það.” „Ef við höldum okkur í deildinni mun ég tala fyrst við ÍBV áður en ég ræði við önnur lið. ÍBV á það inni hjá mér. Þeir gáfu mér þetta tækifæri. Ég vil halda liðinu í deildinni. Það er markmið númer eitt. Þetta lið á að vera í efstu deild.” „Það er gott að búa hérna. Það er friðsælt og það sem ég þarf eftir það sem á undan hefur gengið. Ég hef lítið hugsað út í þetta. Ég geri bara mitt besta fyrir ÍBV og sjáum svo til hvað gerist,” sagði Gary að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
„Það er gott að vera mættur aftur,” sagði Gary Martin, leikmaður ÍBV, eftir tapið gegn KR. Lekurinn var fyrsti leikur Gary fyrir Eyjamenn en það byrjar ekki vel. Liðið tapaði 2-0 fyrir toppliðinu og er fast við botninn. „Ég hefði getað skorað tvö. Hefði ég verið að spila undanfarnar sex vikur þá hefði ég skorað. Það er aldrei gott að tapa en við mætum aftur næstu helgi. Hver leikur er úrslitaleikur.” „Það er mikill munur á að spila í liði á toppnum og svo á botninum. Ég hefði ekki þurft að koma til ÍBV. Ég vildi koma hingað til að koma mér aftur af stað. Ég hefði getað farið í lið um miðja deild og haft það þægilegt en ég vildi koma hingað. Mig langar að halda liðinu í deildinni. Þetta er frábær klúbbur og allir hafa hugsað vel um mig síðan ég kom hingað.” „Í dag eru Óskar munurinn á liðunum. Hann hefur verið munurinn síðustu 10 ár fyrir KR og það sést á markinu hans. Hann er vinstri fótar maður og allir vita það en samt kemst hann alltaf á vinstri. Það drap okkur í dag. Við brugðumst vel við. Við vorum á pari við þá líkamlega og í hlaupagetu.” Leikurinn í dag var ekki mikið fyrir augað en það voru einstaklingsgæði sem breyttu leiknum. „Þetta var ekki fótboltaleikur. Við gerðum völlinn þurran og ósléttan sem dregur úr gæðum en það mun skila okkur stigum. Toppliðin vilja ekki spila hérna. Gæði Óskars er það skilur liðin í sundur. Ég hefði átt að jafna 1-1 en við mætum aftur næstu helgi gegn FH og við munum veita þeim leik og vonandi ná í stig.” „Ég hef spilað fyrir fimm lið á Íslandi og þetta lið er of gott til að fara niður. Þegar við vinnum einn leik gefur það okkur möguleika. Við erum með nýjan stjóra og allir eru sáttir. Það er kraftur í þessu liði og þetta mun koma. Allir á eyjunni standa við bakið á okkur. Þetta lið verður að vera í Pepsi deildinni. Það eru 11 leikir eftir svo þetta er ekki búið.” „Ég þarf ekki að sanna mig fyrir neinum. Ég hef unnið allt hér. Ég valdi ÍBV því ég taldi það vera minn besta möguleika til að koma mér af stað aftur. Ég þarf að gefa allt í hvern einasta leik. Ég þarf að gefa allt mitt því liðið mitt þarf á mér að halda.” „Ég legg mitt af mörkum. Ég geri allt til að finna gleðina aftur. Í Val glataði ég því öllu. Ég tapaði allri gleði og því sem þarf til að spila fótbolta. Þeir gjörsamlega tæmdu mig. Þetta var það besta í stöðunni fyrir mig. Hér er ég einn og get einbeitt mér að verkefninu og notið þess að spila fótbolta.” Langt er síðan Gary spilaði heilar 90 mínútur en hann var brattur eftir leik dagsins. „Ég átti ágætan leik. Ég hefði átt að skora. Ég er ánægður. 90 mínútur og enginn krampi. Ég er í flottu formi. Ég hef ekki spilað í 6 vikur en ég held mér í góðu standi og tek þessu alvarlega. Eina slæma við þetta er að við fengum engin stig en það er gott að vera kominn aftur. Stuðningsmennirnir hafa tekið vel við mér. Þeir voru frábærir og mér þótti vænt um það.” „Ef við höldum okkur í deildinni mun ég tala fyrst við ÍBV áður en ég ræði við önnur lið. ÍBV á það inni hjá mér. Þeir gáfu mér þetta tækifæri. Ég vil halda liðinu í deildinni. Það er markmið númer eitt. Þetta lið á að vera í efstu deild.” „Það er gott að búa hérna. Það er friðsælt og það sem ég þarf eftir það sem á undan hefur gengið. Ég hef lítið hugsað út í þetta. Ég geri bara mitt besta fyrir ÍBV og sjáum svo til hvað gerist,” sagði Gary að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira