Íslenska U17 ára landsliðið náði í bronsverðlaunin á European Open sem fór fram í Gautaborg í vikunni.
Í leiknum um þriðja sætið höfðu strákarnir betur gegn Hvíta-Rússlandi í spennuþrungnum leik. Strákarnir höfðu betur með einu marki, 30-29.
Frábær árangur hjá strákunum en Tryggvi Þórisson, leikmaður íslenska liðsins, var valinn besti varnarmaður mótsins.
Færeyingar komu öllum að óvörum og unnu mótið.
