Robert Plant tók Immigrant Song í fyrsta sinn í tvo áratugi á Solstice Sylvía Hall skrifar 3. júlí 2019 10:22 Robert Plant er enn í fullu fjöri. Vísir/Getty Söngvarinn Robert Plant kom fram á lokadegi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice ásamt hljómsveit sinn The Sensational Space Shifters. Eins og flestir vita gerði Plant upphaflega garðinn frægan með hljómsveitinni Led Zeppelin. Margir heitir aðdáendur Plant lögðu leið sína í Laugardalinn til þess að sjá goðið koma fram og fengu þeir óvæntan glaðning í leiðinni, en söngvarinn tók í fyrsta sinn í yfir tuttugu ár hið goðsagnakennda Immigrant Song. Lagið var þrettánda og síðasta lag kvöldsins en líkur eru á því að Plant hafi ákveðið að dusta rykið af laginu í tilefni tónleikanna þar sem lagið hefur sterka tengingu við Ísland. Söngvarinn samdi lagið eftir dvöl sína hér á landi sumarið 1970 þegar Led Zeppelin hóf tónleikaferðalag sitt í Reykjavík og flutti það í fyrsta sinn sex dögum eftir tónleikana hér. „Við komum frá landi íss og snjós. Við vorum gestir íslensku ríkisstjórnarinnar í menningarlegum leiðangri,“ sagði Plant eitt sinn í viðtali um lagið. Hann fór fögrum orðum um landið og sagði móttökurnar hafa verið ótrúlegar. Sveitin byrjaði flesta tónleika sína á laginu árin 1970 til 1972. Ári seinna var lagið oft orðið uppklappslag sveitarinnar en var seinna tekið af lagalistanum og hefur upprunalega sveitin ekki spilað það saman frá árinu 1973. Árið 1996 spilaði sveitin það á endurkomutónleikum en síðan þá hafði Plant ekki spilað lagið fyrr en hann tók það fyrir gesti Secret Solstice fyrr í mánuðinum samkvæmt Rolling Stone. Immigrant Song er eitt af vinsælustu lögum Led Zeppelin frá upphafi og því er engin furða að myndband af flutningi Plant hafi vakið mikla athygli á YouTube. Þegar þetta er skrifað hefur verið horft á myndbandið um það bil 200 þúsund sinnum á einni viku. Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Robert Plant á Secret Solstice Secret Solstice hátíðinni fer fram í Laugardalnum í sjötta skiptið þann 21.-23. júní. Forsvarsmenn hátíðarinnar voru að senda frá sér nýjustu tilkynningu um það hverjir munu koma fram og spila fyrir tónlistarþyrsta landsmenn næsta sumar. 31. janúar 2019 12:00 Dagskráin á lokadegi Secret Solstice Þriðji og síðasti dagur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice fer fram í dag. 23. júní 2019 12:00 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Söngvarinn Robert Plant kom fram á lokadegi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice ásamt hljómsveit sinn The Sensational Space Shifters. Eins og flestir vita gerði Plant upphaflega garðinn frægan með hljómsveitinni Led Zeppelin. Margir heitir aðdáendur Plant lögðu leið sína í Laugardalinn til þess að sjá goðið koma fram og fengu þeir óvæntan glaðning í leiðinni, en söngvarinn tók í fyrsta sinn í yfir tuttugu ár hið goðsagnakennda Immigrant Song. Lagið var þrettánda og síðasta lag kvöldsins en líkur eru á því að Plant hafi ákveðið að dusta rykið af laginu í tilefni tónleikanna þar sem lagið hefur sterka tengingu við Ísland. Söngvarinn samdi lagið eftir dvöl sína hér á landi sumarið 1970 þegar Led Zeppelin hóf tónleikaferðalag sitt í Reykjavík og flutti það í fyrsta sinn sex dögum eftir tónleikana hér. „Við komum frá landi íss og snjós. Við vorum gestir íslensku ríkisstjórnarinnar í menningarlegum leiðangri,“ sagði Plant eitt sinn í viðtali um lagið. Hann fór fögrum orðum um landið og sagði móttökurnar hafa verið ótrúlegar. Sveitin byrjaði flesta tónleika sína á laginu árin 1970 til 1972. Ári seinna var lagið oft orðið uppklappslag sveitarinnar en var seinna tekið af lagalistanum og hefur upprunalega sveitin ekki spilað það saman frá árinu 1973. Árið 1996 spilaði sveitin það á endurkomutónleikum en síðan þá hafði Plant ekki spilað lagið fyrr en hann tók það fyrir gesti Secret Solstice fyrr í mánuðinum samkvæmt Rolling Stone. Immigrant Song er eitt af vinsælustu lögum Led Zeppelin frá upphafi og því er engin furða að myndband af flutningi Plant hafi vakið mikla athygli á YouTube. Þegar þetta er skrifað hefur verið horft á myndbandið um það bil 200 þúsund sinnum á einni viku.
Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Robert Plant á Secret Solstice Secret Solstice hátíðinni fer fram í Laugardalnum í sjötta skiptið þann 21.-23. júní. Forsvarsmenn hátíðarinnar voru að senda frá sér nýjustu tilkynningu um það hverjir munu koma fram og spila fyrir tónlistarþyrsta landsmenn næsta sumar. 31. janúar 2019 12:00 Dagskráin á lokadegi Secret Solstice Þriðji og síðasti dagur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice fer fram í dag. 23. júní 2019 12:00 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Robert Plant á Secret Solstice Secret Solstice hátíðinni fer fram í Laugardalnum í sjötta skiptið þann 21.-23. júní. Forsvarsmenn hátíðarinnar voru að senda frá sér nýjustu tilkynningu um það hverjir munu koma fram og spila fyrir tónlistarþyrsta landsmenn næsta sumar. 31. janúar 2019 12:00
Dagskráin á lokadegi Secret Solstice Þriðji og síðasti dagur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice fer fram í dag. 23. júní 2019 12:00
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“