Robert Plant tók Immigrant Song í fyrsta sinn í tvo áratugi á Solstice Sylvía Hall skrifar 3. júlí 2019 10:22 Robert Plant er enn í fullu fjöri. Vísir/Getty Söngvarinn Robert Plant kom fram á lokadegi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice ásamt hljómsveit sinn The Sensational Space Shifters. Eins og flestir vita gerði Plant upphaflega garðinn frægan með hljómsveitinni Led Zeppelin. Margir heitir aðdáendur Plant lögðu leið sína í Laugardalinn til þess að sjá goðið koma fram og fengu þeir óvæntan glaðning í leiðinni, en söngvarinn tók í fyrsta sinn í yfir tuttugu ár hið goðsagnakennda Immigrant Song. Lagið var þrettánda og síðasta lag kvöldsins en líkur eru á því að Plant hafi ákveðið að dusta rykið af laginu í tilefni tónleikanna þar sem lagið hefur sterka tengingu við Ísland. Söngvarinn samdi lagið eftir dvöl sína hér á landi sumarið 1970 þegar Led Zeppelin hóf tónleikaferðalag sitt í Reykjavík og flutti það í fyrsta sinn sex dögum eftir tónleikana hér. „Við komum frá landi íss og snjós. Við vorum gestir íslensku ríkisstjórnarinnar í menningarlegum leiðangri,“ sagði Plant eitt sinn í viðtali um lagið. Hann fór fögrum orðum um landið og sagði móttökurnar hafa verið ótrúlegar. Sveitin byrjaði flesta tónleika sína á laginu árin 1970 til 1972. Ári seinna var lagið oft orðið uppklappslag sveitarinnar en var seinna tekið af lagalistanum og hefur upprunalega sveitin ekki spilað það saman frá árinu 1973. Árið 1996 spilaði sveitin það á endurkomutónleikum en síðan þá hafði Plant ekki spilað lagið fyrr en hann tók það fyrir gesti Secret Solstice fyrr í mánuðinum samkvæmt Rolling Stone. Immigrant Song er eitt af vinsælustu lögum Led Zeppelin frá upphafi og því er engin furða að myndband af flutningi Plant hafi vakið mikla athygli á YouTube. Þegar þetta er skrifað hefur verið horft á myndbandið um það bil 200 þúsund sinnum á einni viku. Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Robert Plant á Secret Solstice Secret Solstice hátíðinni fer fram í Laugardalnum í sjötta skiptið þann 21.-23. júní. Forsvarsmenn hátíðarinnar voru að senda frá sér nýjustu tilkynningu um það hverjir munu koma fram og spila fyrir tónlistarþyrsta landsmenn næsta sumar. 31. janúar 2019 12:00 Dagskráin á lokadegi Secret Solstice Þriðji og síðasti dagur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice fer fram í dag. 23. júní 2019 12:00 Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Söngvarinn Robert Plant kom fram á lokadegi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice ásamt hljómsveit sinn The Sensational Space Shifters. Eins og flestir vita gerði Plant upphaflega garðinn frægan með hljómsveitinni Led Zeppelin. Margir heitir aðdáendur Plant lögðu leið sína í Laugardalinn til þess að sjá goðið koma fram og fengu þeir óvæntan glaðning í leiðinni, en söngvarinn tók í fyrsta sinn í yfir tuttugu ár hið goðsagnakennda Immigrant Song. Lagið var þrettánda og síðasta lag kvöldsins en líkur eru á því að Plant hafi ákveðið að dusta rykið af laginu í tilefni tónleikanna þar sem lagið hefur sterka tengingu við Ísland. Söngvarinn samdi lagið eftir dvöl sína hér á landi sumarið 1970 þegar Led Zeppelin hóf tónleikaferðalag sitt í Reykjavík og flutti það í fyrsta sinn sex dögum eftir tónleikana hér. „Við komum frá landi íss og snjós. Við vorum gestir íslensku ríkisstjórnarinnar í menningarlegum leiðangri,“ sagði Plant eitt sinn í viðtali um lagið. Hann fór fögrum orðum um landið og sagði móttökurnar hafa verið ótrúlegar. Sveitin byrjaði flesta tónleika sína á laginu árin 1970 til 1972. Ári seinna var lagið oft orðið uppklappslag sveitarinnar en var seinna tekið af lagalistanum og hefur upprunalega sveitin ekki spilað það saman frá árinu 1973. Árið 1996 spilaði sveitin það á endurkomutónleikum en síðan þá hafði Plant ekki spilað lagið fyrr en hann tók það fyrir gesti Secret Solstice fyrr í mánuðinum samkvæmt Rolling Stone. Immigrant Song er eitt af vinsælustu lögum Led Zeppelin frá upphafi og því er engin furða að myndband af flutningi Plant hafi vakið mikla athygli á YouTube. Þegar þetta er skrifað hefur verið horft á myndbandið um það bil 200 þúsund sinnum á einni viku.
Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Robert Plant á Secret Solstice Secret Solstice hátíðinni fer fram í Laugardalnum í sjötta skiptið þann 21.-23. júní. Forsvarsmenn hátíðarinnar voru að senda frá sér nýjustu tilkynningu um það hverjir munu koma fram og spila fyrir tónlistarþyrsta landsmenn næsta sumar. 31. janúar 2019 12:00 Dagskráin á lokadegi Secret Solstice Þriðji og síðasti dagur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice fer fram í dag. 23. júní 2019 12:00 Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Robert Plant á Secret Solstice Secret Solstice hátíðinni fer fram í Laugardalnum í sjötta skiptið þann 21.-23. júní. Forsvarsmenn hátíðarinnar voru að senda frá sér nýjustu tilkynningu um það hverjir munu koma fram og spila fyrir tónlistarþyrsta landsmenn næsta sumar. 31. janúar 2019 12:00
Dagskráin á lokadegi Secret Solstice Þriðji og síðasti dagur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice fer fram í dag. 23. júní 2019 12:00