Arnór Sveinn: Eins og Finnur Tómas hafi reynslu úr fyrra lífi Anton Ingi Leifsson skrifar 1. júlí 2019 12:45 Arnór í leik með KR fyrr í sumar. vísir/bára Arnór Sveinn Aðalsteinsson, varnarmaður KR, verður í eldlínunni í kvöld gegn sínum gömlu félögum í Breiðablik er liðin mætast í toppslag í Pepsi Max-deild karla. Fyrir stórleik kvöldsins á Meistaravöllum er KR á toppnum með 23 stig. Breiðablik er sæti neðar með stigi minna og það er ljóst að það er mikið undir í kvöld. „Þetta er leikur sem maður vill spila sem oftast. Þetta eru tvö lið í góðri stöðu sem hafa spilað vel og þannig viljum við hafa það,“ sagði Arnór Sveinn í samtali við Vísi í dag. Arnór Sveinn er uppalinn í Breiðablik en hann gekk í raðir KR árið 2017. Hann segir að með árunum verði tilfinningarnar ekki eins miklar og í fyrstu leikjunum gegn uppeldisfélaginu. „Það gerir þetta klárlega skemmtilegra að spila gegn gömlu félögunum. Ég var lengi í Breiðablik og er uppalinn þar. Ég er á þriðja árinu mínu í KR og þetta verða minna og minni tilfinningar eftir því sem árin líða. Nú líður manni eins og KR-ingi.“ Blikarnir hafa verið á fínu skriði, rétt eins og KR-ingar, en Arnór segir að Kópavogsliðið sé með öflugt sóknarlið og gott skipulag. „Við þurfum að vera með grunninn í lagi. Þessi áhersla á barátta og varnarleik þarf að vera í lagi og að vinna fyrir liðið. Það er ekkert öðruvísi með Blikana eða eitthvað annað lið.“ „Þeir eru gríðarlega hættulegir. Þeir eru með mikinn hraða og eru vel skipulagðir. Við þurfum fyrst og fremst að vera með einbeitinguna út allan leikinn.“Finnur Tómas í leik með KR gegn KA í sumar. Hann hefur verið frábær í sumar.vísir/báraSegir Beiti vera einstakan karakter Varnarleikur KR hefur verið til fyrirmyndar í sumar. Liðið hefur einungis fengið á sig tíu mörk í fyrstu tíu leikjunum og það er einungis Grindavík sem hefur fengið sig færri mörk, eða níu talsins. Grindvíkingar hafa þó spilað níu leiki en KR tíu. „Að vera aftast þegar liðið er að verjast svona vel, alveg frá fremsta manni til Beitis, er mjög gaman. Maður er háður því að liðið sé alveg að vinna á fullu en það er gaman þegar það er svoleiðis.“ Ein óvæntasta stjarna sumarsins er Beitir Ólafsson, markvörður KR, sem hefur verið algjörlega magnaður í sumar. Arnór segir að það sé auðvelt að samgleðjast Beiti. „Það er svo gaman þegar manni eins og Beiti, sem er svona mikill höfðingi og vinsæll í klefanum, gengur vel. Hann er einstakur karakter.“ Arnór Sveinn og hinn ungi, Finnur Tómas Pálmason, hafa myndað miðvarðapar KR í síðustu leikjum en Finnur Tómas er einungis átján ára gamall. Arnór segir að það sé unun að fylgjast með unga drengnum. „Finnur Tómas er leikmaður sem er ungur en það er eins og að hann hafi reynslu úr fyrra lífi. Það er mjög gaman að fylgjast með honum spila eins og hann sé reynslubolti,“ sagði Arnór. Hann sagði ekkert annað en þrjú stig koma til greina í kvöld. „Það er stefnt á þrjú stig. Það er ekkert flóknara en það.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir KR-ingar bretta upp ermar fyrir stórleik kvöldsins KR-ingar hafa útbúið auka aðstöðu fyrir áhorfendur fyrir stórleik kvöldsins á Meistaravöllum. 1. júlí 2019 08:00 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Sjá meira
Arnór Sveinn Aðalsteinsson, varnarmaður KR, verður í eldlínunni í kvöld gegn sínum gömlu félögum í Breiðablik er liðin mætast í toppslag í Pepsi Max-deild karla. Fyrir stórleik kvöldsins á Meistaravöllum er KR á toppnum með 23 stig. Breiðablik er sæti neðar með stigi minna og það er ljóst að það er mikið undir í kvöld. „Þetta er leikur sem maður vill spila sem oftast. Þetta eru tvö lið í góðri stöðu sem hafa spilað vel og þannig viljum við hafa það,“ sagði Arnór Sveinn í samtali við Vísi í dag. Arnór Sveinn er uppalinn í Breiðablik en hann gekk í raðir KR árið 2017. Hann segir að með árunum verði tilfinningarnar ekki eins miklar og í fyrstu leikjunum gegn uppeldisfélaginu. „Það gerir þetta klárlega skemmtilegra að spila gegn gömlu félögunum. Ég var lengi í Breiðablik og er uppalinn þar. Ég er á þriðja árinu mínu í KR og þetta verða minna og minni tilfinningar eftir því sem árin líða. Nú líður manni eins og KR-ingi.“ Blikarnir hafa verið á fínu skriði, rétt eins og KR-ingar, en Arnór segir að Kópavogsliðið sé með öflugt sóknarlið og gott skipulag. „Við þurfum að vera með grunninn í lagi. Þessi áhersla á barátta og varnarleik þarf að vera í lagi og að vinna fyrir liðið. Það er ekkert öðruvísi með Blikana eða eitthvað annað lið.“ „Þeir eru gríðarlega hættulegir. Þeir eru með mikinn hraða og eru vel skipulagðir. Við þurfum fyrst og fremst að vera með einbeitinguna út allan leikinn.“Finnur Tómas í leik með KR gegn KA í sumar. Hann hefur verið frábær í sumar.vísir/báraSegir Beiti vera einstakan karakter Varnarleikur KR hefur verið til fyrirmyndar í sumar. Liðið hefur einungis fengið á sig tíu mörk í fyrstu tíu leikjunum og það er einungis Grindavík sem hefur fengið sig færri mörk, eða níu talsins. Grindvíkingar hafa þó spilað níu leiki en KR tíu. „Að vera aftast þegar liðið er að verjast svona vel, alveg frá fremsta manni til Beitis, er mjög gaman. Maður er háður því að liðið sé alveg að vinna á fullu en það er gaman þegar það er svoleiðis.“ Ein óvæntasta stjarna sumarsins er Beitir Ólafsson, markvörður KR, sem hefur verið algjörlega magnaður í sumar. Arnór segir að það sé auðvelt að samgleðjast Beiti. „Það er svo gaman þegar manni eins og Beiti, sem er svona mikill höfðingi og vinsæll í klefanum, gengur vel. Hann er einstakur karakter.“ Arnór Sveinn og hinn ungi, Finnur Tómas Pálmason, hafa myndað miðvarðapar KR í síðustu leikjum en Finnur Tómas er einungis átján ára gamall. Arnór segir að það sé unun að fylgjast með unga drengnum. „Finnur Tómas er leikmaður sem er ungur en það er eins og að hann hafi reynslu úr fyrra lífi. Það er mjög gaman að fylgjast með honum spila eins og hann sé reynslubolti,“ sagði Arnór. Hann sagði ekkert annað en þrjú stig koma til greina í kvöld. „Það er stefnt á þrjú stig. Það er ekkert flóknara en það.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir KR-ingar bretta upp ermar fyrir stórleik kvöldsins KR-ingar hafa útbúið auka aðstöðu fyrir áhorfendur fyrir stórleik kvöldsins á Meistaravöllum. 1. júlí 2019 08:00 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Sjá meira
KR-ingar bretta upp ermar fyrir stórleik kvöldsins KR-ingar hafa útbúið auka aðstöðu fyrir áhorfendur fyrir stórleik kvöldsins á Meistaravöllum. 1. júlí 2019 08:00
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð