Blikar hafa ekki tapað í Frostaskjólinu í átta ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2019 15:00 KR-ingurinn Pálmi Rafn Pálmason á ferðinni í leik liðanna í fyrra. Vísir/Anton Blikar eru vanir að taka stig með sér heim í Smárann þegar þeir mæta KR-ingum í Vesturbænum. Svo hefur verið raunin undanfarin sjö ár. KR og Breiðablik mætast í toppslag Pepsi Max deildar karla í kvöld. Leikur KR og Breiðabliks hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 18.55 og strax á eftir, eða klukkan 21.15, munu síðan Pepsi Max mörkin gera upp alla umferðina. KR-ingum hefur ekki tekist að vinna heimaleik á móti Breiðabliki í að verða átta ár eða síðan að KR vann 4-0 sigur á þá ríkjandi Íslandsmeisturum Breiðabliks 24. júlí 2011. Mörk KR í þeim sigri skoruðu þeir Guðjón Baldvinsson, Skúli Jón Friðgeirsson, Óskar Örn Hauksson og Kjartan Henry Finnbogason. Hannes Þór Halldórsson, núverandi markvörður Vals, stóð þá í KR-markinu og Bjarni Guðjónsson, núverandi aðstoðarþjálfari liðsins, var með fyrirliðabandið. Óskar Örn og Skúli Jón eru einu leikmenn KR í dag sem voru í byrjunarliðinu í þessum leik en á bekknum voru Gunnar Þór Gunnarsson og Aron Bjarki Jósepsson. Það var samt nóg af núverandi KR-ingum í liði Blika í þessum leik eða þeir Finnur Orri Margeirsson, Kristinn Jónsson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson. Blikar hefndu fyrir það tap með 4-0 sigri á KR-vellinum árið eftir og síðustu sex deildarleikir liðanna í Frostaskjóli hafa síðan endaði með jafntefli. KR-liðið vann einmitt bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn síðasta tímabilið sem félagið vann heimaleik á móti Blikum en Rúnar Kristinsson gerði KR að tvöföldum meisturum sumarið 2011. KR hefur hvorki unnið Blika á heimavelli né tvöfalt síðan. Blikar hafa fengið 22 stig út úr leikjum sínum á móti KR undanfarin sjö sumur en KR-ingar bara 13 stig. Markatalan er 20-13 Blikum í vil.Blikar á KR-vellinum síðustu sjö ár: 2018 - Jafntefli (1-1) 2017 - Jafntefli (1-1) 2016 - Jafntefli (1-1) 2015 - Jafntefli (0-0) 2014 - Jafntefli (1-1) 2013 - Jafntefli (1-1) 2012 - Sigur (4-0)Stig KR og Breiðabliks í deildarleikjum liðanna 2012 til 2018: 2018 - Breiðablik 4, KR 1 2017 - KR 4, Breiðablik 1 2016 - Breiðablik 4, KR 1 2015 - Breiðablik 2, KR 2 2014 - KR 4, Breiðablik 1 2013 - Breiðablik 4, KR 1 2012 - Breiðablik 6, KR 0Samtals: Breiðablik 22, KR 13 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Fleiri fréttir Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Sjá meira
Blikar eru vanir að taka stig með sér heim í Smárann þegar þeir mæta KR-ingum í Vesturbænum. Svo hefur verið raunin undanfarin sjö ár. KR og Breiðablik mætast í toppslag Pepsi Max deildar karla í kvöld. Leikur KR og Breiðabliks hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 18.55 og strax á eftir, eða klukkan 21.15, munu síðan Pepsi Max mörkin gera upp alla umferðina. KR-ingum hefur ekki tekist að vinna heimaleik á móti Breiðabliki í að verða átta ár eða síðan að KR vann 4-0 sigur á þá ríkjandi Íslandsmeisturum Breiðabliks 24. júlí 2011. Mörk KR í þeim sigri skoruðu þeir Guðjón Baldvinsson, Skúli Jón Friðgeirsson, Óskar Örn Hauksson og Kjartan Henry Finnbogason. Hannes Þór Halldórsson, núverandi markvörður Vals, stóð þá í KR-markinu og Bjarni Guðjónsson, núverandi aðstoðarþjálfari liðsins, var með fyrirliðabandið. Óskar Örn og Skúli Jón eru einu leikmenn KR í dag sem voru í byrjunarliðinu í þessum leik en á bekknum voru Gunnar Þór Gunnarsson og Aron Bjarki Jósepsson. Það var samt nóg af núverandi KR-ingum í liði Blika í þessum leik eða þeir Finnur Orri Margeirsson, Kristinn Jónsson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson. Blikar hefndu fyrir það tap með 4-0 sigri á KR-vellinum árið eftir og síðustu sex deildarleikir liðanna í Frostaskjóli hafa síðan endaði með jafntefli. KR-liðið vann einmitt bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn síðasta tímabilið sem félagið vann heimaleik á móti Blikum en Rúnar Kristinsson gerði KR að tvöföldum meisturum sumarið 2011. KR hefur hvorki unnið Blika á heimavelli né tvöfalt síðan. Blikar hafa fengið 22 stig út úr leikjum sínum á móti KR undanfarin sjö sumur en KR-ingar bara 13 stig. Markatalan er 20-13 Blikum í vil.Blikar á KR-vellinum síðustu sjö ár: 2018 - Jafntefli (1-1) 2017 - Jafntefli (1-1) 2016 - Jafntefli (1-1) 2015 - Jafntefli (0-0) 2014 - Jafntefli (1-1) 2013 - Jafntefli (1-1) 2012 - Sigur (4-0)Stig KR og Breiðabliks í deildarleikjum liðanna 2012 til 2018: 2018 - Breiðablik 4, KR 1 2017 - KR 4, Breiðablik 1 2016 - Breiðablik 4, KR 1 2015 - Breiðablik 2, KR 2 2014 - KR 4, Breiðablik 1 2013 - Breiðablik 4, KR 1 2012 - Breiðablik 6, KR 0Samtals: Breiðablik 22, KR 13
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Fleiri fréttir Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Sjá meira