Alfreð: Ætlum að vinna þennan bikar Guðlaugur Valgeirsson skrifar 19. júlí 2019 21:44 Alfreð er búinn að koma Selfossi í bikarúrslit. vísir/bára Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Selfoss var hæstánægður með sínar stelpur eftir sigur liðsins á Fylki í kvöld. Sigurinn þýðir að Selfoss er komið í bikarúrslit í þriðja sinn. Hann sagði liðið hafa sýnt sitt rétta andlit í síðari hálfleiknum. „Við tókum yfir leikinn í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var ekki nógu góður hjá okkur og frábærlega spilaður leikur hjá Fylki í fyrri hálfleik. Við áttum í basli með þær en það vill oft gerast að þegar líður á leikina þá tökum við yfir.“ Alfreð var sáttur með það hvernig hans lið kom inn í síðari hálfleikinn eftir slakan fyrri hálfleik. „Í síðari hálfleik vorum við mun betri og þær ógnuðu okkur lítið en þetta Fylkislið er frábærlega skipulagt og flott lið og þetta var erfið fæðing en ég hafði trú á þessu og sem betur fer kláruðum við þetta í venjulegum leiktíma.“ Það er gulls ígildi að vera með leikmann eins og Hólmfríði Magnúsdóttur. Alfreð var sammála því og segir að hún smellpassi inn í liðið. „Það er mjög gott að hafa Hólmfríði. Það er eins gott fyrir hana að koma í okkar lið. Hún smellpassar inn í þetta og án Hólmfríðar væru við kannski minni en án Selfoss fyrir hana væri hún kannski aðeins minni líka. Þetta er svokallað win-win.“ Alfreð var ekkert að flækja þetta þegar hann var spurður út í klassísku spurninguna varðandi óskamótherja í úrslitunum. „Nei, enga óskamótherja. Við ætlum bara vinna þennan bikar.“ Hann var mjög ánægður með stuðninginn en Selfyssingar létu vel í sér heyra í stúkunni. „Mjög ánægður með mitt fólk á Selfossi. Nú hlakka ég bara til að taka á móti Íslandsmeisturunum á þriðjudaginn og þar heimta ég sama stuðninginn.“ Alfreð sagði að lokum að hann væri að skoða málin hvað varðar markaðinn en hann gaf þó upp að hann væri kannski ekki að leita að besta leikmanninum heldur meira leikmanni með reynslu og karakter sem getur hjálpað liðinu. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Selfoss 0-1 | Selfoss í úrslit í þriðja sinn Selfoss er komið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins 2019 eftir 1-0 sigur á Fylki í Árbænum í kvöld. Mark Grace Rapp á 76. mínútu réði úrslitum. 19. júlí 2019 21:45 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjá meira
Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Selfoss var hæstánægður með sínar stelpur eftir sigur liðsins á Fylki í kvöld. Sigurinn þýðir að Selfoss er komið í bikarúrslit í þriðja sinn. Hann sagði liðið hafa sýnt sitt rétta andlit í síðari hálfleiknum. „Við tókum yfir leikinn í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var ekki nógu góður hjá okkur og frábærlega spilaður leikur hjá Fylki í fyrri hálfleik. Við áttum í basli með þær en það vill oft gerast að þegar líður á leikina þá tökum við yfir.“ Alfreð var sáttur með það hvernig hans lið kom inn í síðari hálfleikinn eftir slakan fyrri hálfleik. „Í síðari hálfleik vorum við mun betri og þær ógnuðu okkur lítið en þetta Fylkislið er frábærlega skipulagt og flott lið og þetta var erfið fæðing en ég hafði trú á þessu og sem betur fer kláruðum við þetta í venjulegum leiktíma.“ Það er gulls ígildi að vera með leikmann eins og Hólmfríði Magnúsdóttur. Alfreð var sammála því og segir að hún smellpassi inn í liðið. „Það er mjög gott að hafa Hólmfríði. Það er eins gott fyrir hana að koma í okkar lið. Hún smellpassar inn í þetta og án Hólmfríðar væru við kannski minni en án Selfoss fyrir hana væri hún kannski aðeins minni líka. Þetta er svokallað win-win.“ Alfreð var ekkert að flækja þetta þegar hann var spurður út í klassísku spurninguna varðandi óskamótherja í úrslitunum. „Nei, enga óskamótherja. Við ætlum bara vinna þennan bikar.“ Hann var mjög ánægður með stuðninginn en Selfyssingar létu vel í sér heyra í stúkunni. „Mjög ánægður með mitt fólk á Selfossi. Nú hlakka ég bara til að taka á móti Íslandsmeisturunum á þriðjudaginn og þar heimta ég sama stuðninginn.“ Alfreð sagði að lokum að hann væri að skoða málin hvað varðar markaðinn en hann gaf þó upp að hann væri kannski ekki að leita að besta leikmanninum heldur meira leikmanni með reynslu og karakter sem getur hjálpað liðinu.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Selfoss 0-1 | Selfoss í úrslit í þriðja sinn Selfoss er komið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins 2019 eftir 1-0 sigur á Fylki í Árbænum í kvöld. Mark Grace Rapp á 76. mínútu réði úrslitum. 19. júlí 2019 21:45 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjá meira
Leik lokið: Fylkir - Selfoss 0-1 | Selfoss í úrslit í þriðja sinn Selfoss er komið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins 2019 eftir 1-0 sigur á Fylki í Árbænum í kvöld. Mark Grace Rapp á 76. mínútu réði úrslitum. 19. júlí 2019 21:45