„Þetta var geggjaður leikur og gaman í seinni hálfleik að skora fjögur mörk, við höfum verið að ströggla við markaskorun svo þetta var geggjað,“ sagði Ragna Lóa Stefánsdóttir, þjálfari KR, um sín fyrstu viðbrögð eftir sigurinn á HK/Víkingi, 4-2, í kvöld.
Varðandi markið sem KR fékk á sig undir lok fyrri hálfleiks þá var stutt í grínið hjá Rögnu Lóu.
„Ég sagði við þær að ég myndi hætta sem þjálfari ef þær myndu ekki skora nokkur mörk í seinni hálfleik og þær vilja greinilega halda mér,“ sagði Ragna kímin að leik loknum en KR skoraði fjögur mörk í síðari hálfleik og hefði hæglega geta skorað fleiri í Frostaskjólinu í kvöld.
KR er í 5. sæti deildarinnar og komið í undanúrslit bikarsins. Markmið liðsins eru skýr að mati núverandi þjálfara.
„Við ætlum að taka Þór/KA á laugardaginn og þar með alla leið í bikarúrslit. Svo ætlum við að enda þægilega um miðja deild. Þetta er það sem við KR-ingar stefnum að í dag,“ sagði Ragna Lóa að lokum.
Ragna Lóa: „Sagði að ég myndi hætta sem þjálfari ef þær myndu ekki skora“
Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar

Mest lesið


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti

Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti


„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn



Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn

Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti