3.114 fiskar veiddust í vikunni í Veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 16. júlí 2019 10:00 Atli Bergman með væna urriða úr Veiðivötnum Mynd: Bryndís Magnúsdóttir Þriðja veiðivikan í Veiðivötnum var greinilega ágæt og þrátt fyrir krefjandi skilyrði suma dagana eru komnir yfir 10.000 fiskar á land. Heildarveiðin í Veiðivötnum er komin í 10.772 fiska en eins og venjulega þegar rýnt er í tölurnar er fyrsta vikan yfirleitt alltaf best nema á mjög köldu ári. Fyrsta vikan á þessu tímabili gaf 4.020 fiska. Mesta veiðin er úr Litlasjó sem hefur gefið 2.828 urriða og þar kemur svo næst á eftir Snjóölduvatn sem hefur gefið 2.656 fiska, mest bleikju en það er mjög mikið af 1-2 punda bleikju í vatninu. Vötnin sunnan Tungnár hafa verið mun minna sótt en við höfum þó frétt af nokkrum veiðimönnum sem hafa verið að kíkja í Ljótapoll og gert ágæta veiði. Mikill fjöldi hefur sótt í Frostastaðavatn suma dagana en þar hefur verið grisjunarátak í gangi enda vatnið ofsetið af smábleikju. Þrátt fyrir að bleikjan úr vatninu sé smá þá er hún afar bragðgóð. Mest lesið Setbergsá: 99% á maðkinn Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði Laxinn gengin upp á svæði II og III í Blöndu Veiði Ennþá mikið af gæs á suðurlandi Veiði 41 punda lax í net undan austurlandi Veiði 314 fiskar komnir á land í Geirlandsá Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Veiðisvæðið við Borg eitt það gjöfulasta á landinu Veiði Eystri Rangá er að hrökkva í gang Veiði
Þriðja veiðivikan í Veiðivötnum var greinilega ágæt og þrátt fyrir krefjandi skilyrði suma dagana eru komnir yfir 10.000 fiskar á land. Heildarveiðin í Veiðivötnum er komin í 10.772 fiska en eins og venjulega þegar rýnt er í tölurnar er fyrsta vikan yfirleitt alltaf best nema á mjög köldu ári. Fyrsta vikan á þessu tímabili gaf 4.020 fiska. Mesta veiðin er úr Litlasjó sem hefur gefið 2.828 urriða og þar kemur svo næst á eftir Snjóölduvatn sem hefur gefið 2.656 fiska, mest bleikju en það er mjög mikið af 1-2 punda bleikju í vatninu. Vötnin sunnan Tungnár hafa verið mun minna sótt en við höfum þó frétt af nokkrum veiðimönnum sem hafa verið að kíkja í Ljótapoll og gert ágæta veiði. Mikill fjöldi hefur sótt í Frostastaðavatn suma dagana en þar hefur verið grisjunarátak í gangi enda vatnið ofsetið af smábleikju. Þrátt fyrir að bleikjan úr vatninu sé smá þá er hún afar bragðgóð.
Mest lesið Setbergsá: 99% á maðkinn Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði Laxinn gengin upp á svæði II og III í Blöndu Veiði Ennþá mikið af gæs á suðurlandi Veiði 41 punda lax í net undan austurlandi Veiði 314 fiskar komnir á land í Geirlandsá Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Veiðisvæðið við Borg eitt það gjöfulasta á landinu Veiði Eystri Rangá er að hrökkva í gang Veiði