Tiger meðal síðustu manna út á Opna breska Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. júlí 2019 16:00 Tiger Woods er kominn til Norður-Írlands og byrjaður að æfa sig í brautinni vísir/getty Tiger Woods verður á meðal síðustu manna til þess að leggja af stað á fyrsta hring Opna breska risamótsins í golfi sem hefst á fimmtudaginn. Woods hefur þrisvar sinnum á ferlinum staðið uppi sem sigurvegari á þessu elsta risamóti karlagolfsins, síðast árið 2006. Mótið í ár fer fram á Royal Portrush vellinum á Norður-Írlandi, en Tiger hefur aldrei spilað á þeim velli áður. Þetta er aðeins í annða skipti sem Opna breska fer fram á vellinum, fyrra skiptið var árið 1951. Tiger kemur þó inn í þetta mót líklegri til árangurs en síðustu ár þar sem hann vann Masters risamótið fyrr í ár. Hann hefur leik klukkan 14:10 að íslenskum tíma og spilar með þeim Matthew Wallace og Patrick Reed. Opnunarhögg mótsins í ár fellur í hendur Darren Clarke, Norður-Íra sem á einn risatitil á ferlinum, sigur á Opna breska árið 2011. Hann fer fyrstur á teig klukkan 5:35 að íslenskum tíma að morgni fimmtudags. Heimamaðurinn Rory McIlroy er talinn einn af sigurstranglegustu kylfingunum í ár en hann fer nokkuð snemma af stað. Hann byrjar leik rétt eftir klukkan 9 fyrir hádegi að íslenskum tíma. Gary Woodland, sigurvegarinn frá Opna bandaríska frá því í júní, leikur með McIlroy á fyrsta hring sem og Englendingurinn Paul Casey.Allan ráslista fyrsta hrings má sjá hér.Fylgst verður vel með mótinu á Stöð 2 Golf og hefst útsending frá fyrsta degi strax klukkan 5:30 að morgni fimmtudags. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger Woods verður á meðal síðustu manna til þess að leggja af stað á fyrsta hring Opna breska risamótsins í golfi sem hefst á fimmtudaginn. Woods hefur þrisvar sinnum á ferlinum staðið uppi sem sigurvegari á þessu elsta risamóti karlagolfsins, síðast árið 2006. Mótið í ár fer fram á Royal Portrush vellinum á Norður-Írlandi, en Tiger hefur aldrei spilað á þeim velli áður. Þetta er aðeins í annða skipti sem Opna breska fer fram á vellinum, fyrra skiptið var árið 1951. Tiger kemur þó inn í þetta mót líklegri til árangurs en síðustu ár þar sem hann vann Masters risamótið fyrr í ár. Hann hefur leik klukkan 14:10 að íslenskum tíma og spilar með þeim Matthew Wallace og Patrick Reed. Opnunarhögg mótsins í ár fellur í hendur Darren Clarke, Norður-Íra sem á einn risatitil á ferlinum, sigur á Opna breska árið 2011. Hann fer fyrstur á teig klukkan 5:35 að íslenskum tíma að morgni fimmtudags. Heimamaðurinn Rory McIlroy er talinn einn af sigurstranglegustu kylfingunum í ár en hann fer nokkuð snemma af stað. Hann byrjar leik rétt eftir klukkan 9 fyrir hádegi að íslenskum tíma. Gary Woodland, sigurvegarinn frá Opna bandaríska frá því í júní, leikur með McIlroy á fyrsta hring sem og Englendingurinn Paul Casey.Allan ráslista fyrsta hrings má sjá hér.Fylgst verður vel með mótinu á Stöð 2 Golf og hefst útsending frá fyrsta degi strax klukkan 5:30 að morgni fimmtudags.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira