Ólafía með sex fugla á LPGA Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. júlí 2019 11:08 Ólafía Þórunn Kristinsdótti Getty/Mark Runnacles Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, fór vel af stað á fyrsta hring á Marathon Classic mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi. Ólafía hefur verið meðal þátttakanda í nokkrum LPGA mótum á síðustu vikum, en hún er ekki með fullan þátttökurétt á mótaröðinni. Henni hefur ekki gengið nógu vel á síðustu mótum en náði sér vel á strik í Ohio. Samtals komu sex fuglar á hringnum hjá Ólafíu en skolli á 10. holu og tvöfaldur skolli á þeirri tólftu þýddu að hún kláraði á þremur undir pari. Það skilaði Ólafíu jafnri í 20. sæti mótsins en efstar að einum hring loknum eru Alena Sharp frá Kanada og Kóreukonan Youngin Chun á sjö höggum undir pari. Ólafía hefur leik á öðrum hring klukkan 14:16 að staðartíma, sem er korter yfir sex að íslenskum tíma. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 20:30 á Stöð 2 Sport 4. Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, fór vel af stað á fyrsta hring á Marathon Classic mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi. Ólafía hefur verið meðal þátttakanda í nokkrum LPGA mótum á síðustu vikum, en hún er ekki með fullan þátttökurétt á mótaröðinni. Henni hefur ekki gengið nógu vel á síðustu mótum en náði sér vel á strik í Ohio. Samtals komu sex fuglar á hringnum hjá Ólafíu en skolli á 10. holu og tvöfaldur skolli á þeirri tólftu þýddu að hún kláraði á þremur undir pari. Það skilaði Ólafíu jafnri í 20. sæti mótsins en efstar að einum hring loknum eru Alena Sharp frá Kanada og Kóreukonan Youngin Chun á sjö höggum undir pari. Ólafía hefur leik á öðrum hring klukkan 14:16 að staðartíma, sem er korter yfir sex að íslenskum tíma. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 20:30 á Stöð 2 Sport 4.
Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira