Einar Andri: Vonbrigði en virði ákvörðunina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júlí 2019 13:30 Einar Andri getur ekki nýtt krafta A-landsliðsmannanna Hauks Þrastarsonar og Teits Arnar Einarssonar á HM á Spáni. mynd/sigurjón Einar Andri Einarsson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla í handbolta, viðurkennir að það hafi verið vonbrigði að leikmenn á borð við Hauk Þrastarson og Teit Örn Einarsson hafi ekki gefið kost á sér til að spila á HM á Spáni sem hefst í næstu viku. „Það eru ákveðin vonbrigði að þeir skuli ekki vera með okkur. En við getum ekkert dvalið við það. Við erum með gott lið og góða leikmenn sem fá tækifæri í staðinn,“ sagði Einar Andri í samtali við Vísi fyrir æfingu U-21 árs liðsins í Víkinni í dag. En er hann ánægður með skýringarnar sem hann fékk frá leikmönnunum sem gáfu ekki kost á sér í verkefnið? „Ég virði bara það sem þeir segja og ekkert sem ég get gert í því. Við þurfum bara að halda áfram,“ sagði Einar Andri. Markmiðið að komast upp úr langsterkasta riðlinumÍsland er í D-riðli sem stendur sannarlega undir nafni sem Dauðariðilinn. Ásamt Íslandi eru Danmörk, Þýskaland, Noregur, Síle og Argentína í honum. „Við erum í gríðarlega erfiðum riðli, þeim langsterkasta á mótinu. Stóra markmiðið okkar er að komast upp úr riðlinum og í 16-liða úrslit. Í útsláttarkeppninni getur svo allt gerst,“ sagði Einar Andri. „Við spiluðum við Argentínu á æfingamóti í Portúgal á dögunum og unnum þá með tveimur mörkum í hörkuleik. Þetta lið spilaði svo við Síle fyrir tveimur árum og vann með þremur mörkum. Við vitum að þessi lið standa okkur ekki langt að baki og hin þrjú liðin eru frábær. Þetta er virkilega verðugt verkefni.“ Fyrsti leikur Íslands á HM er gegn Síle á þriðjudaginn. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Haukur fer ekki með á HM Búið er að velja íslenska hópinn sem keppir á HM U-21 ára karla í handbolta. 10. júlí 2019 14:31 Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti Kastaði sýru í andlitið á honum og reyndi að stela barninu Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Fleiri fréttir „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Sjá meira
Einar Andri Einarsson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla í handbolta, viðurkennir að það hafi verið vonbrigði að leikmenn á borð við Hauk Þrastarson og Teit Örn Einarsson hafi ekki gefið kost á sér til að spila á HM á Spáni sem hefst í næstu viku. „Það eru ákveðin vonbrigði að þeir skuli ekki vera með okkur. En við getum ekkert dvalið við það. Við erum með gott lið og góða leikmenn sem fá tækifæri í staðinn,“ sagði Einar Andri í samtali við Vísi fyrir æfingu U-21 árs liðsins í Víkinni í dag. En er hann ánægður með skýringarnar sem hann fékk frá leikmönnunum sem gáfu ekki kost á sér í verkefnið? „Ég virði bara það sem þeir segja og ekkert sem ég get gert í því. Við þurfum bara að halda áfram,“ sagði Einar Andri. Markmiðið að komast upp úr langsterkasta riðlinumÍsland er í D-riðli sem stendur sannarlega undir nafni sem Dauðariðilinn. Ásamt Íslandi eru Danmörk, Þýskaland, Noregur, Síle og Argentína í honum. „Við erum í gríðarlega erfiðum riðli, þeim langsterkasta á mótinu. Stóra markmiðið okkar er að komast upp úr riðlinum og í 16-liða úrslit. Í útsláttarkeppninni getur svo allt gerst,“ sagði Einar Andri. „Við spiluðum við Argentínu á æfingamóti í Portúgal á dögunum og unnum þá með tveimur mörkum í hörkuleik. Þetta lið spilaði svo við Síle fyrir tveimur árum og vann með þremur mörkum. Við vitum að þessi lið standa okkur ekki langt að baki og hin þrjú liðin eru frábær. Þetta er virkilega verðugt verkefni.“ Fyrsti leikur Íslands á HM er gegn Síle á þriðjudaginn.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Haukur fer ekki með á HM Búið er að velja íslenska hópinn sem keppir á HM U-21 ára karla í handbolta. 10. júlí 2019 14:31 Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti Kastaði sýru í andlitið á honum og reyndi að stela barninu Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Fleiri fréttir „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Sjá meira
Haukur fer ekki með á HM Búið er að velja íslenska hópinn sem keppir á HM U-21 ára karla í handbolta. 10. júlí 2019 14:31