Arnar: Ætla ekki að bulla um hvað við vorum æðislegir því við vorum það ekki Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 29. júlí 2019 22:17 Arnar á hliðarlínunni. vísir/bára „Við vorum lélegir í kvöld. Blikarnir settu okkur undir mikla pressu og við vorum að ströggla nær allan leikinn,“ voru fyrstu viðbrögð Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkinga, eftir 3-2 sigur á Breiðablik í frábærum leik í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Víkingur komust 1-0 yfir og 2-1 en í tvígang komu Blikarnir til baka. Guðmundur Andri Tryggvason tryggði svo Blikunum sigurinn. „Eftir úrslitin í gær þá voru við smá þjakaðir af spennu og það voru bara einstaklings gæði í leiknum sem skiluðu sigrinum. Guðmundur Andri með tvö frábær mörk.“ „Ég verð að vera heiðarlegur við mína leikmenn og ætla ekki að bulla eitthvað um það hvað við vorum æðislegir í kvöld því að við vorum það ekki.“ Þrjú mörk litu dagsins ljós á tveimur mínútum í siðari hálfleik og Arnar var ekki parsáttur með það. „Auðvitað er ég ánægður með sigurinn og við sýndum karakter en við gerðum nánast allt til þess að glutra forystunni niður, þeir skora sekúndu á eftir okkur. Um leið og þú skorar þá viltu fá fókus á liði, þú vilt að þínir reynslumestu menn segi kjúklingunum til.“ „Ég á bara við að í svona leikjum ertu að læra svo mikið, þú ert að stíga upp sem leikmaður, verður að þora að fá boltann og mátt ekki vera hræddur við að gera mistök. Við vorum svolítið inní okkur og ólíkir sjálfum okkur í öllum aðgerðum.“ „Enn við vorum bara ekki góðir, bara sorry. Ég gæti óskað þess að ég gæti sagt annað en ég er bara fullkomnisti og vill vinna leikinn á réttann hátt, við vorum lélega liðið í kvöld en unnum, þetta var skrítin fótboltaleikur.“ „Við unnum auðvitað leikinn og skoruðum þrjú góð mörk, en ég hef áhyggjur af því hvað við vorum daprir í kvöld.“ Með sigrinum lyftu Víkingar sér úr fallsæti en einungis sex stigum munar á liðinu í ellefta sæti og þriðja sæti. „Það stefnir í met stigafjölda hjá því liði sem er að fara að falla og það er líka, eins fáranlega og það hljómar, stutt í Evrópusætið. Við erum í hörkubaráttu við það að falla, komast í Evrópusæti og svo erum við í undanúrslitum í bikar líka.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Víkingur - Breiðablik 3-2 | Langþráður sigur Víkinga Fyrsti sigur Víkinga í rúman mánuð. 29. júlí 2019 22:00 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Fleiri fréttir Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Sjá meira
„Við vorum lélegir í kvöld. Blikarnir settu okkur undir mikla pressu og við vorum að ströggla nær allan leikinn,“ voru fyrstu viðbrögð Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkinga, eftir 3-2 sigur á Breiðablik í frábærum leik í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Víkingur komust 1-0 yfir og 2-1 en í tvígang komu Blikarnir til baka. Guðmundur Andri Tryggvason tryggði svo Blikunum sigurinn. „Eftir úrslitin í gær þá voru við smá þjakaðir af spennu og það voru bara einstaklings gæði í leiknum sem skiluðu sigrinum. Guðmundur Andri með tvö frábær mörk.“ „Ég verð að vera heiðarlegur við mína leikmenn og ætla ekki að bulla eitthvað um það hvað við vorum æðislegir í kvöld því að við vorum það ekki.“ Þrjú mörk litu dagsins ljós á tveimur mínútum í siðari hálfleik og Arnar var ekki parsáttur með það. „Auðvitað er ég ánægður með sigurinn og við sýndum karakter en við gerðum nánast allt til þess að glutra forystunni niður, þeir skora sekúndu á eftir okkur. Um leið og þú skorar þá viltu fá fókus á liði, þú vilt að þínir reynslumestu menn segi kjúklingunum til.“ „Ég á bara við að í svona leikjum ertu að læra svo mikið, þú ert að stíga upp sem leikmaður, verður að þora að fá boltann og mátt ekki vera hræddur við að gera mistök. Við vorum svolítið inní okkur og ólíkir sjálfum okkur í öllum aðgerðum.“ „Enn við vorum bara ekki góðir, bara sorry. Ég gæti óskað þess að ég gæti sagt annað en ég er bara fullkomnisti og vill vinna leikinn á réttann hátt, við vorum lélega liðið í kvöld en unnum, þetta var skrítin fótboltaleikur.“ „Við unnum auðvitað leikinn og skoruðum þrjú góð mörk, en ég hef áhyggjur af því hvað við vorum daprir í kvöld.“ Með sigrinum lyftu Víkingar sér úr fallsæti en einungis sex stigum munar á liðinu í ellefta sæti og þriðja sæti. „Það stefnir í met stigafjölda hjá því liði sem er að fara að falla og það er líka, eins fáranlega og það hljómar, stutt í Evrópusætið. Við erum í hörkubaráttu við það að falla, komast í Evrópusæti og svo erum við í undanúrslitum í bikar líka.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Víkingur - Breiðablik 3-2 | Langþráður sigur Víkinga Fyrsti sigur Víkinga í rúman mánuð. 29. júlí 2019 22:00 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Fleiri fréttir Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Sjá meira
Umfjöllun: Víkingur - Breiðablik 3-2 | Langþráður sigur Víkinga Fyrsti sigur Víkinga í rúman mánuð. 29. júlí 2019 22:00