Arnar: Ætla ekki að bulla um hvað við vorum æðislegir því við vorum það ekki Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 29. júlí 2019 22:17 Arnar á hliðarlínunni. vísir/bára „Við vorum lélegir í kvöld. Blikarnir settu okkur undir mikla pressu og við vorum að ströggla nær allan leikinn,“ voru fyrstu viðbrögð Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkinga, eftir 3-2 sigur á Breiðablik í frábærum leik í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Víkingur komust 1-0 yfir og 2-1 en í tvígang komu Blikarnir til baka. Guðmundur Andri Tryggvason tryggði svo Blikunum sigurinn. „Eftir úrslitin í gær þá voru við smá þjakaðir af spennu og það voru bara einstaklings gæði í leiknum sem skiluðu sigrinum. Guðmundur Andri með tvö frábær mörk.“ „Ég verð að vera heiðarlegur við mína leikmenn og ætla ekki að bulla eitthvað um það hvað við vorum æðislegir í kvöld því að við vorum það ekki.“ Þrjú mörk litu dagsins ljós á tveimur mínútum í siðari hálfleik og Arnar var ekki parsáttur með það. „Auðvitað er ég ánægður með sigurinn og við sýndum karakter en við gerðum nánast allt til þess að glutra forystunni niður, þeir skora sekúndu á eftir okkur. Um leið og þú skorar þá viltu fá fókus á liði, þú vilt að þínir reynslumestu menn segi kjúklingunum til.“ „Ég á bara við að í svona leikjum ertu að læra svo mikið, þú ert að stíga upp sem leikmaður, verður að þora að fá boltann og mátt ekki vera hræddur við að gera mistök. Við vorum svolítið inní okkur og ólíkir sjálfum okkur í öllum aðgerðum.“ „Enn við vorum bara ekki góðir, bara sorry. Ég gæti óskað þess að ég gæti sagt annað en ég er bara fullkomnisti og vill vinna leikinn á réttann hátt, við vorum lélega liðið í kvöld en unnum, þetta var skrítin fótboltaleikur.“ „Við unnum auðvitað leikinn og skoruðum þrjú góð mörk, en ég hef áhyggjur af því hvað við vorum daprir í kvöld.“ Með sigrinum lyftu Víkingar sér úr fallsæti en einungis sex stigum munar á liðinu í ellefta sæti og þriðja sæti. „Það stefnir í met stigafjölda hjá því liði sem er að fara að falla og það er líka, eins fáranlega og það hljómar, stutt í Evrópusætið. Við erum í hörkubaráttu við það að falla, komast í Evrópusæti og svo erum við í undanúrslitum í bikar líka.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Víkingur - Breiðablik 3-2 | Langþráður sigur Víkinga Fyrsti sigur Víkinga í rúman mánuð. 29. júlí 2019 22:00 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Missti tönnina í gólfið, tók hana aftur upp og stýrði Fram í bikarúrslitaleikinn Handbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
„Við vorum lélegir í kvöld. Blikarnir settu okkur undir mikla pressu og við vorum að ströggla nær allan leikinn,“ voru fyrstu viðbrögð Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkinga, eftir 3-2 sigur á Breiðablik í frábærum leik í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Víkingur komust 1-0 yfir og 2-1 en í tvígang komu Blikarnir til baka. Guðmundur Andri Tryggvason tryggði svo Blikunum sigurinn. „Eftir úrslitin í gær þá voru við smá þjakaðir af spennu og það voru bara einstaklings gæði í leiknum sem skiluðu sigrinum. Guðmundur Andri með tvö frábær mörk.“ „Ég verð að vera heiðarlegur við mína leikmenn og ætla ekki að bulla eitthvað um það hvað við vorum æðislegir í kvöld því að við vorum það ekki.“ Þrjú mörk litu dagsins ljós á tveimur mínútum í siðari hálfleik og Arnar var ekki parsáttur með það. „Auðvitað er ég ánægður með sigurinn og við sýndum karakter en við gerðum nánast allt til þess að glutra forystunni niður, þeir skora sekúndu á eftir okkur. Um leið og þú skorar þá viltu fá fókus á liði, þú vilt að þínir reynslumestu menn segi kjúklingunum til.“ „Ég á bara við að í svona leikjum ertu að læra svo mikið, þú ert að stíga upp sem leikmaður, verður að þora að fá boltann og mátt ekki vera hræddur við að gera mistök. Við vorum svolítið inní okkur og ólíkir sjálfum okkur í öllum aðgerðum.“ „Enn við vorum bara ekki góðir, bara sorry. Ég gæti óskað þess að ég gæti sagt annað en ég er bara fullkomnisti og vill vinna leikinn á réttann hátt, við vorum lélega liðið í kvöld en unnum, þetta var skrítin fótboltaleikur.“ „Við unnum auðvitað leikinn og skoruðum þrjú góð mörk, en ég hef áhyggjur af því hvað við vorum daprir í kvöld.“ Með sigrinum lyftu Víkingar sér úr fallsæti en einungis sex stigum munar á liðinu í ellefta sæti og þriðja sæti. „Það stefnir í met stigafjölda hjá því liði sem er að fara að falla og það er líka, eins fáranlega og það hljómar, stutt í Evrópusætið. Við erum í hörkubaráttu við það að falla, komast í Evrópusæti og svo erum við í undanúrslitum í bikar líka.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Víkingur - Breiðablik 3-2 | Langþráður sigur Víkinga Fyrsti sigur Víkinga í rúman mánuð. 29. júlí 2019 22:00 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Missti tönnina í gólfið, tók hana aftur upp og stýrði Fram í bikarúrslitaleikinn Handbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
Umfjöllun: Víkingur - Breiðablik 3-2 | Langþráður sigur Víkinga Fyrsti sigur Víkinga í rúman mánuð. 29. júlí 2019 22:00