Gummi Ben sportbar opnar í miðborginni Birgir Olgeirsson skrifar 29. júlí 2019 11:15 Guðmundur Benediktsson. Vísir/Vilhelm Guðmundur Benediktsson fjölmiðlamaður opnar sportbar í fínni kantinum í miðborg Reykjavíkur á næstunni. Guðmundur deildi færslu á Twitter um helgina þar sem mátti sjá mynd af lógói staðarins sem hefur fengið heitið Gummi Ben bar. Guðmundur er einn af hluthöfum staðarins ásamt Andrési Þór Björnssyni og Ómari Ingimarssyni sem eiga staðinn Drunk Rabbit í Austurstræti og ráku áður Húrra í Naustinni. Verður Gummi Ben bar í húsinu sem áður hýsti Húrra. „Þetta er ekki hugmynd sem ég stakk upp á. Þótt alla hafi dreymt um að eiga bar þá hef ég aldrei vaðið í það. Ómar og Andrés komu að máli við mig snemma á árinu og úr varð þessi staður,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Að sögn Guðmundur verður er um að ræða sportbar í fínni kantinum þar sem hægt verður að horfa á íþróttaviðburði, stunda allskyns bartengda afþreyingu og drekka bjór sem bruggaður er sérstaklega fyrir staðinn.Guðmundur á staðinn ásamt Andrési Þór Björnssyni og Ómari Ingimarssyni sem áður ráku Húrra.Vísir/VilhelmVonir standa til að staðurinn verði opnaður um þar næstu mánaðamót. Guðmundur segir að staðið hafi til að opna staðinn fyrr en vegna mikilla framkvæmda hafi það tafist. „Við höfum enga sérstaka fyrirmynd þegar kemur að hönnun staðarins en vorum sammála um það strax að við ætluðum að gera þetta vel og hafa þetta vandaðan og flottan stað. Og ég sé ekki betur en að það sé að takast miðað við hvernig útlitið er á myndunum. Nú erum við bara dag og nótt með hamarinn að gera allt klárt,“ segir Guðmundur. Hann segir að líkur sé á að staðið verði fyrir hinum ýmsu viðburðum á staðnum. „Við ætlum líka að halda okkur við það að það verði svið þarna og um helga verði alvöru skemmtun fram á nótt. Þannig að það verður líf og fjör þarna alla daga, það er mottóið okkar,“ segir Guðmundur.Guðmundur er starfsmaður Sýnar hf. sem á og rekur Vísi. Soon pic.twitter.com/5ebnjbbaC1— Gummi Ben (@GummiBen) July 28, 2019 Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Guðmundur Benediktsson fjölmiðlamaður opnar sportbar í fínni kantinum í miðborg Reykjavíkur á næstunni. Guðmundur deildi færslu á Twitter um helgina þar sem mátti sjá mynd af lógói staðarins sem hefur fengið heitið Gummi Ben bar. Guðmundur er einn af hluthöfum staðarins ásamt Andrési Þór Björnssyni og Ómari Ingimarssyni sem eiga staðinn Drunk Rabbit í Austurstræti og ráku áður Húrra í Naustinni. Verður Gummi Ben bar í húsinu sem áður hýsti Húrra. „Þetta er ekki hugmynd sem ég stakk upp á. Þótt alla hafi dreymt um að eiga bar þá hef ég aldrei vaðið í það. Ómar og Andrés komu að máli við mig snemma á árinu og úr varð þessi staður,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Að sögn Guðmundur verður er um að ræða sportbar í fínni kantinum þar sem hægt verður að horfa á íþróttaviðburði, stunda allskyns bartengda afþreyingu og drekka bjór sem bruggaður er sérstaklega fyrir staðinn.Guðmundur á staðinn ásamt Andrési Þór Björnssyni og Ómari Ingimarssyni sem áður ráku Húrra.Vísir/VilhelmVonir standa til að staðurinn verði opnaður um þar næstu mánaðamót. Guðmundur segir að staðið hafi til að opna staðinn fyrr en vegna mikilla framkvæmda hafi það tafist. „Við höfum enga sérstaka fyrirmynd þegar kemur að hönnun staðarins en vorum sammála um það strax að við ætluðum að gera þetta vel og hafa þetta vandaðan og flottan stað. Og ég sé ekki betur en að það sé að takast miðað við hvernig útlitið er á myndunum. Nú erum við bara dag og nótt með hamarinn að gera allt klárt,“ segir Guðmundur. Hann segir að líkur sé á að staðið verði fyrir hinum ýmsu viðburðum á staðnum. „Við ætlum líka að halda okkur við það að það verði svið þarna og um helga verði alvöru skemmtun fram á nótt. Þannig að það verður líf og fjör þarna alla daga, það er mottóið okkar,“ segir Guðmundur.Guðmundur er starfsmaður Sýnar hf. sem á og rekur Vísi. Soon pic.twitter.com/5ebnjbbaC1— Gummi Ben (@GummiBen) July 28, 2019
Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira