Atvinnumennska nauðsynleg vilji íslensku liðin ná meiri árangri í Evrópukeppnum Anton Ingi Leifsson skrifar 26. júlí 2019 19:30 Ef íslensku félagsliðin í fótboltanum eiga að ná betri árangri í Evrópukeppnunm í fótbolta er atvinnumennska eina leiðin segir Rúnar Kristinsson þjálfari KR. KR og Breiðablik duttu út fyrir Molde og Vaduz í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar og Valur datt út úr Meistaradeildinni gegn Maribor. Við það færðist Valsmenn þó niður í Evrópudeildina. Stjarnan var eina liðið sem komst áfram í gegnum fyrstu umferðina en þeir höfðu betur gegn Tallinn frá Eistlandi. Mikil umræða hefur skapast um hvað þurfi að gera svo íslensku liðin komist lengra í Evrópukeppnunum og Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefur skoðun á því. „Ég held að það sem við þurfum að gera til þess að bæta knattspyrnuna þá hlýtur það að vera eina leiðin að gera alla okkar leikmenn að atvinnumönnum,“ sagði Rúnar í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni að mikilvægt væri að lengja tímabilið vildu íslensku liðin betri árangur. Rúnar er ekki endilega sammála því. „Þó að við lengjum tímabilið þá held ég að við verðum ekkert betri í fótbolta. Við þurfum að geta æft meira og oftar og leikmennirnir fengið frí þess á milli, í stað þess að mæta í vinnu á morgnanna, æfingu á kvöldin og hugsa svo um börn og fjölskyldu.“ „Það er bara erfitt og þetta vitum við sem höfum búið erlendis og starfað sem atvinnumenn í knattspyrnu. Það er mín skoðun á þessu.“ „Við þurfum þá að fara inn með þetta. Við getum ekki spilað úti í október og nóvember og það mætir enginn á leikina þá. Það er ekkert gaman að vera spila fótbolta og þjálfararnir eru í max göllum og áhorfendur í stúku í svipuðum klæðum.“ „Við erum að spila frá nóvember og fram í maí innan húss og erum að spila fullt af leikjum. Við þurfum þá að nýta þá betur en ein leiðin gæti verið að fjölga leikjum í deildinni. Kannski fækka liðum og hafa meiri samkeppni,“ Er eini þröskuldurinn fyrir íslensku liðin að hér sé ekki atvinnumennska eða eru þeir fleiri? „Ég held að fámenni sé líka stór hluti af þessu. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum rétt rúmlega 300 þúsund. Það er mjög erfitt að halda úti toppknattspyrnuliði. Þó að við fáum útlendinga til að styrkja okkur þá er töluvert langt í land til Norðurlandanna til að mynda,“ sagði Rúnar. Evrópudeild UEFA Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Sjá meira
Ef íslensku félagsliðin í fótboltanum eiga að ná betri árangri í Evrópukeppnunm í fótbolta er atvinnumennska eina leiðin segir Rúnar Kristinsson þjálfari KR. KR og Breiðablik duttu út fyrir Molde og Vaduz í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar og Valur datt út úr Meistaradeildinni gegn Maribor. Við það færðist Valsmenn þó niður í Evrópudeildina. Stjarnan var eina liðið sem komst áfram í gegnum fyrstu umferðina en þeir höfðu betur gegn Tallinn frá Eistlandi. Mikil umræða hefur skapast um hvað þurfi að gera svo íslensku liðin komist lengra í Evrópukeppnunum og Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefur skoðun á því. „Ég held að það sem við þurfum að gera til þess að bæta knattspyrnuna þá hlýtur það að vera eina leiðin að gera alla okkar leikmenn að atvinnumönnum,“ sagði Rúnar í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni að mikilvægt væri að lengja tímabilið vildu íslensku liðin betri árangur. Rúnar er ekki endilega sammála því. „Þó að við lengjum tímabilið þá held ég að við verðum ekkert betri í fótbolta. Við þurfum að geta æft meira og oftar og leikmennirnir fengið frí þess á milli, í stað þess að mæta í vinnu á morgnanna, æfingu á kvöldin og hugsa svo um börn og fjölskyldu.“ „Það er bara erfitt og þetta vitum við sem höfum búið erlendis og starfað sem atvinnumenn í knattspyrnu. Það er mín skoðun á þessu.“ „Við þurfum þá að fara inn með þetta. Við getum ekki spilað úti í október og nóvember og það mætir enginn á leikina þá. Það er ekkert gaman að vera spila fótbolta og þjálfararnir eru í max göllum og áhorfendur í stúku í svipuðum klæðum.“ „Við erum að spila frá nóvember og fram í maí innan húss og erum að spila fullt af leikjum. Við þurfum þá að nýta þá betur en ein leiðin gæti verið að fjölga leikjum í deildinni. Kannski fækka liðum og hafa meiri samkeppni,“ Er eini þröskuldurinn fyrir íslensku liðin að hér sé ekki atvinnumennska eða eru þeir fleiri? „Ég held að fámenni sé líka stór hluti af þessu. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum rétt rúmlega 300 þúsund. Það er mjög erfitt að halda úti toppknattspyrnuliði. Þó að við fáum útlendinga til að styrkja okkur þá er töluvert langt í land til Norðurlandanna til að mynda,“ sagði Rúnar.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Sjá meira