Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 5-2 Keflavík | Breiðablik á toppinn Guðlaugur Valgeirsson skrifar 27. júlí 2019 16:45 vísir/bára Breiðablik og Keflavík mættust í dag á Kópavogsvelli í 12.umferð Pepsi Max deildar kvenna. Keflavík komust óvænt yfir í byrjun leiks en eftir að Blikar höfðu jafnað metin þá var í rauninni aldrei spurning hvar sigurinn myndi enda. Lokatölur 5-2 fyrir Breiðablik. Keflavík byrjaði vel og fékk dauðafæri strax á 3.mínútu þegar Sveindís Jane komst í gegn, fór framhjá Sonný Láru í marki Blika en var komin í of þröngt færi og setti boltann í hliðarnetið! En þær héldu áfram eftir þetta og komust óvænt yfir eftir aðeins 6 mínútur! Þá skoraði Sophie McMahon Groff fyrir gestina! Aníta Lind Daníelsdóttir átti þá fyrirgjöf sem Sonný Lára reyndi að slá í burtu, það gekk ekki upp og boltinn endaði hjá Groff sem átti skot í stöngina og inn. Sonný reyndi að halda boltanum frá markinu en aðstoðardómarinn veifaði og boltinn fór yfir línuna. 1-0 fyrir gestina. Breiðablik var þó ekki lengi að jafna. Það tók rétt rúmar 8 mínútur en þá átti maður leiksins Ásta Eir Árnadóttir fyrirgjöf frá hægri sem endaði hjá Alexöndru Jóhannsdóttur sem átti þá nokkuð laust skot en það endaði alveg út við stöng! 1-1. Þær voru aftur á ferðinni aðeins 2 mínútum síðar þegar Hildur Antonsdóttir kom þeim yfir. Berglind Björg skallaði boltann inn fyrir og Hildur var komin ein gegn Aytac Sharifova í marki gestanna. Hún lyfti boltanum snyrtilega yfir hana og í markið, glæsilega afgreitt hjá Hildi. Blikar sóttu stíft það sem eftir var af hálfleiknum en náðu ekki að nýta færin. Það gerðist þó undir lok hálfleiksins þegar þær fengu víti. Þá var Ásta Eir rifin niður í teignum og ekki hægt annað en að dæma víti. Agla María Albertsdóttir fór á punktinn og skoraði örugglega. Þær leiddu 3-1 í hálfleik og bættu bara við í síðari hálfleiknum. Fjórða markið kom á 78.mínútu en Selma Sól Magnúsdóttir skoraði þá með glæsilegu skoti í vinkilinn fjær. Alexandra bætti síðan við sínu öðru marki 5 mínútum síðar með flottum skalla. Keflavík tókst að klóra í bakkann þegar Sveindís Jane fékk víti á 89.mínútu. Groff fór á punktinn og skoraði örugglega. Lokatölur 5-2 fyrir Breiðablik sem fer á topp deildarinnar. Af hverju vann Breiðablik? Þær eru einfaldlega númeri of sterkar fyrir Keflavík. Keflavíkurliðið er ágætt og var öflugt í byrjun leiks en það er erfitt að verjast Blikaliðinu og eftir að þær jöfnuðu leikinn þá keyrðu þær yfir gestina og hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk í leiknum. Hverjar stóðu upp úr? Ásta Eir var frábær í bakverðinum. Hún lagði upp 2 mörk í leiknum og fiskaði einnig víti. Alexandra var einnig mjög góð en hún skoraði 2 góð mörk. Hjá gestunum var Aytac í markinu öflug þrátt fyrir að fá á sig 5 mörk. Fyrirliðinn Natasha Anasi átti einnig fína spretti. Hvað gekk illa? Varnarleikur Keflavíkur var ekki góður í dag því miður. Það vantaði mikið upp á bakverðina og þær áttu í miklum vandræðum með að verjast kantspili Blika. Hvað gerist næst? Breiðablik tekur á móti Þór/KA þann 1.ágúst næstkomandi á meðan Keflavík tekur á móti Selfoss þann 8.ágúst. Þorsteinn: Kvarta ekki yfir 5 mörkum Þorsteinn Halldórsson þjálfari Breiðabliks var ánægður með sigurinn á Keflavík í dag en hann sagði sitt lið einfaldlega hafa verið sterkari aðilinn. „Við vorum heilt yfir betri aðilinn í leiknum. Spiluðum ágætis fótbolta og sköpum fullt af færum og vorum oft líkleg að skora mörk. Eins og ég segi vorum bara heilt yfir sterkari í dag en Keflavík er með hættulega leikmenn og voru líka líklegar.” Blikar lentu snemma undir og Steini talaði um að það hafi verið ákveðin værukærð í liðinu til að byrja með. „Við vorum smá værukærar og fórum svolítið rólega inn í leikinn. Hleyptum þeim allt of nálægt markinu okkar og þær fá strax í byrjun 2 hættuleg færi og skora úr öðru. Það var ekki gott en við vorum tiltölulega fljótar að jafna og eftir það var þetta aldrei spurning.” Hann segir það alls ekki vera svekkjandi að ná ekki að skora fleiri mörk miðað við færi þegar það er aðeins markatalan sem munar á þeim og Valsliðinu. „Ég veit það ekki, við erum að spila flottan fótbolta og við erum að skapa færi og ég er ánægður með það. Þannig ég ætla ekki að fara kvarta yfir 5 mörkum.” „Örugglega fínt að spila á undan Val og setja smá pressu en við erum ekkert að hugsa svona mikið um stöðuna. Við einbeitum okkur bara að okkur sjálfum og gera sem best. Við grátum það ekkert ef Valur tapar stigum en við ætlum að hugsa um okkur.” Liðið fer stutt eftir verslunarmannahelgi til Bosníu og spilar þar í undanriðli fyrir Meistaradeildina. Steini segist hlakka til að takast á við það verkefni. „Bara vel, það verður vonandi ekki of heitt þarna úti í Sarajevo og þetta eru alveg þokkaleg lið en við eigum að fara áfram ef við náum góðum leikjum og við erum bjartsýn en við þurfum samt að klára einn deildarleik áður en að því kemur,” sagði Þorsteinn Halldórsson að lokum. Gunnar: Fyrir okkur eru þetta bónusleikir Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur var sáttur með sitt lið þrátt fyrir 5-2 tap gegn sterku liði Breiðabliks. Hann talaði um að svona leikir væru bónusleikir. „Við vorum einfaldlega að spila á móti frábæru fótboltaliði. Mínar stelpur voru virkilega fínar og sýndu flotta frammistöðu. Þær lögðu sig allar fram í þetta og settu 2 mörk á Íslandsmeistarana og ég get ekki verið mjög ósáttur við það.” „Fyrir okkur og önnur lið eru þetta ákveðnir bónusleikir að spila við Breiðablik og Val en þær voru bara sterkari í dag.” Hann var mjög sáttur með byrjun liðsins en Keflavík komst óvænt yfir í dag. „Já að sjálfsögðu er ég ánægður með það. Við höfum komist yfir á móti bæði Blikum og Val en það er erfitt að halda út en eins og ég sagði áðan þá er þetta öflugt lið sem við vorum að eiga við og því fór sem fór.” Gunnar var mjög sáttur með Aytac í markinu en þrátt fyrir að fá á sig 5 mörk varði hún á köflum frábærlega fyrir Keflavík. „Hún er mjög flottur markmaður, góð í markinu og fótunum. Auðvelt að spila á hana og það er ekkert við hana að sakast í þessu.” Varnarleikurinn hefur verið að klikka undanfarið hjá Keflavík og Gunnar er sammála að hann þarf að skoða hann betur. „Jú vissulega þetta er áhyggjuefni, við fáum á okkur 5 mörk í dag gegn öflugu liði en við þurfum að skoða það en við viljum samt spila svona fótbolta við erum kannski að taka of margar áhættur og spila of djarft og það getur komið í bakið á okkur en það verður að hafa það.” Gunnar sagði síðan að lokum að þessi fallbarátta muni líklega ekki skýrast fyrr en undir lok móts en það eru 3 lið jöfn að stigum í 7-9 sæti eins og staðan er í dag. „Þetta er gríðarlega jafnt og að mínu mati eru öll þessi lið í þessari baráttu of góð til að falla en þetta er gríðarleg barátta framundan og við verðum að halda áfram að berjast og vera grimmar. Ef við höldum áfram að spila svona og gera þetta með hjartanu þá er ég hvergi banginn,” sagði Gunnar Magnús þjálfari Keflavíkur að lokum. Pepsi Max-deild kvenna
Breiðablik og Keflavík mættust í dag á Kópavogsvelli í 12.umferð Pepsi Max deildar kvenna. Keflavík komust óvænt yfir í byrjun leiks en eftir að Blikar höfðu jafnað metin þá var í rauninni aldrei spurning hvar sigurinn myndi enda. Lokatölur 5-2 fyrir Breiðablik. Keflavík byrjaði vel og fékk dauðafæri strax á 3.mínútu þegar Sveindís Jane komst í gegn, fór framhjá Sonný Láru í marki Blika en var komin í of þröngt færi og setti boltann í hliðarnetið! En þær héldu áfram eftir þetta og komust óvænt yfir eftir aðeins 6 mínútur! Þá skoraði Sophie McMahon Groff fyrir gestina! Aníta Lind Daníelsdóttir átti þá fyrirgjöf sem Sonný Lára reyndi að slá í burtu, það gekk ekki upp og boltinn endaði hjá Groff sem átti skot í stöngina og inn. Sonný reyndi að halda boltanum frá markinu en aðstoðardómarinn veifaði og boltinn fór yfir línuna. 1-0 fyrir gestina. Breiðablik var þó ekki lengi að jafna. Það tók rétt rúmar 8 mínútur en þá átti maður leiksins Ásta Eir Árnadóttir fyrirgjöf frá hægri sem endaði hjá Alexöndru Jóhannsdóttur sem átti þá nokkuð laust skot en það endaði alveg út við stöng! 1-1. Þær voru aftur á ferðinni aðeins 2 mínútum síðar þegar Hildur Antonsdóttir kom þeim yfir. Berglind Björg skallaði boltann inn fyrir og Hildur var komin ein gegn Aytac Sharifova í marki gestanna. Hún lyfti boltanum snyrtilega yfir hana og í markið, glæsilega afgreitt hjá Hildi. Blikar sóttu stíft það sem eftir var af hálfleiknum en náðu ekki að nýta færin. Það gerðist þó undir lok hálfleiksins þegar þær fengu víti. Þá var Ásta Eir rifin niður í teignum og ekki hægt annað en að dæma víti. Agla María Albertsdóttir fór á punktinn og skoraði örugglega. Þær leiddu 3-1 í hálfleik og bættu bara við í síðari hálfleiknum. Fjórða markið kom á 78.mínútu en Selma Sól Magnúsdóttir skoraði þá með glæsilegu skoti í vinkilinn fjær. Alexandra bætti síðan við sínu öðru marki 5 mínútum síðar með flottum skalla. Keflavík tókst að klóra í bakkann þegar Sveindís Jane fékk víti á 89.mínútu. Groff fór á punktinn og skoraði örugglega. Lokatölur 5-2 fyrir Breiðablik sem fer á topp deildarinnar. Af hverju vann Breiðablik? Þær eru einfaldlega númeri of sterkar fyrir Keflavík. Keflavíkurliðið er ágætt og var öflugt í byrjun leiks en það er erfitt að verjast Blikaliðinu og eftir að þær jöfnuðu leikinn þá keyrðu þær yfir gestina og hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk í leiknum. Hverjar stóðu upp úr? Ásta Eir var frábær í bakverðinum. Hún lagði upp 2 mörk í leiknum og fiskaði einnig víti. Alexandra var einnig mjög góð en hún skoraði 2 góð mörk. Hjá gestunum var Aytac í markinu öflug þrátt fyrir að fá á sig 5 mörk. Fyrirliðinn Natasha Anasi átti einnig fína spretti. Hvað gekk illa? Varnarleikur Keflavíkur var ekki góður í dag því miður. Það vantaði mikið upp á bakverðina og þær áttu í miklum vandræðum með að verjast kantspili Blika. Hvað gerist næst? Breiðablik tekur á móti Þór/KA þann 1.ágúst næstkomandi á meðan Keflavík tekur á móti Selfoss þann 8.ágúst. Þorsteinn: Kvarta ekki yfir 5 mörkum Þorsteinn Halldórsson þjálfari Breiðabliks var ánægður með sigurinn á Keflavík í dag en hann sagði sitt lið einfaldlega hafa verið sterkari aðilinn. „Við vorum heilt yfir betri aðilinn í leiknum. Spiluðum ágætis fótbolta og sköpum fullt af færum og vorum oft líkleg að skora mörk. Eins og ég segi vorum bara heilt yfir sterkari í dag en Keflavík er með hættulega leikmenn og voru líka líklegar.” Blikar lentu snemma undir og Steini talaði um að það hafi verið ákveðin værukærð í liðinu til að byrja með. „Við vorum smá værukærar og fórum svolítið rólega inn í leikinn. Hleyptum þeim allt of nálægt markinu okkar og þær fá strax í byrjun 2 hættuleg færi og skora úr öðru. Það var ekki gott en við vorum tiltölulega fljótar að jafna og eftir það var þetta aldrei spurning.” Hann segir það alls ekki vera svekkjandi að ná ekki að skora fleiri mörk miðað við færi þegar það er aðeins markatalan sem munar á þeim og Valsliðinu. „Ég veit það ekki, við erum að spila flottan fótbolta og við erum að skapa færi og ég er ánægður með það. Þannig ég ætla ekki að fara kvarta yfir 5 mörkum.” „Örugglega fínt að spila á undan Val og setja smá pressu en við erum ekkert að hugsa svona mikið um stöðuna. Við einbeitum okkur bara að okkur sjálfum og gera sem best. Við grátum það ekkert ef Valur tapar stigum en við ætlum að hugsa um okkur.” Liðið fer stutt eftir verslunarmannahelgi til Bosníu og spilar þar í undanriðli fyrir Meistaradeildina. Steini segist hlakka til að takast á við það verkefni. „Bara vel, það verður vonandi ekki of heitt þarna úti í Sarajevo og þetta eru alveg þokkaleg lið en við eigum að fara áfram ef við náum góðum leikjum og við erum bjartsýn en við þurfum samt að klára einn deildarleik áður en að því kemur,” sagði Þorsteinn Halldórsson að lokum. Gunnar: Fyrir okkur eru þetta bónusleikir Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur var sáttur með sitt lið þrátt fyrir 5-2 tap gegn sterku liði Breiðabliks. Hann talaði um að svona leikir væru bónusleikir. „Við vorum einfaldlega að spila á móti frábæru fótboltaliði. Mínar stelpur voru virkilega fínar og sýndu flotta frammistöðu. Þær lögðu sig allar fram í þetta og settu 2 mörk á Íslandsmeistarana og ég get ekki verið mjög ósáttur við það.” „Fyrir okkur og önnur lið eru þetta ákveðnir bónusleikir að spila við Breiðablik og Val en þær voru bara sterkari í dag.” Hann var mjög sáttur með byrjun liðsins en Keflavík komst óvænt yfir í dag. „Já að sjálfsögðu er ég ánægður með það. Við höfum komist yfir á móti bæði Blikum og Val en það er erfitt að halda út en eins og ég sagði áðan þá er þetta öflugt lið sem við vorum að eiga við og því fór sem fór.” Gunnar var mjög sáttur með Aytac í markinu en þrátt fyrir að fá á sig 5 mörk varði hún á köflum frábærlega fyrir Keflavík. „Hún er mjög flottur markmaður, góð í markinu og fótunum. Auðvelt að spila á hana og það er ekkert við hana að sakast í þessu.” Varnarleikurinn hefur verið að klikka undanfarið hjá Keflavík og Gunnar er sammála að hann þarf að skoða hann betur. „Jú vissulega þetta er áhyggjuefni, við fáum á okkur 5 mörk í dag gegn öflugu liði en við þurfum að skoða það en við viljum samt spila svona fótbolta við erum kannski að taka of margar áhættur og spila of djarft og það getur komið í bakið á okkur en það verður að hafa það.” Gunnar sagði síðan að lokum að þessi fallbarátta muni líklega ekki skýrast fyrr en undir lok móts en það eru 3 lið jöfn að stigum í 7-9 sæti eins og staðan er í dag. „Þetta er gríðarlega jafnt og að mínu mati eru öll þessi lið í þessari baráttu of góð til að falla en þetta er gríðarleg barátta framundan og við verðum að halda áfram að berjast og vera grimmar. Ef við höldum áfram að spila svona og gera þetta með hjartanu þá er ég hvergi banginn,” sagði Gunnar Magnús þjálfari Keflavíkur að lokum.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti