Englendingarnir Matt Donohue og Akil Hawson munu dæma leiki á íslenski grundu um helgina en þetta er hluti af samstarfi íslenska og enska knattspyrnusambandsins.
Undanfarin ár hafa dómarar héðan farið erlendis og dæmt og hingað hafa komið Englendingar og tekið að sér nokkur dómarastörf; bæði í efstu deildum karla og kvenna.
Á fimmtudaginn verður Matt Donohue dómari í leik Víkings Ólafsvík og Þróttar en leikurinn fer fram í Ólafsvík á fimmtudaginn. Matt verður með flautuna og Akil á flagginu.
Þeir munu einnig vera hluti af dómaratríóinu sem dæmir leik Magna og Fjölnis daginn eftir en á sunnudeginum fá þeir svo verkefni í Pepsi Max-deild karla.
Akil verður þá aðstoðardómari en Matt verður fjórða dómari er Víkingur og Breiðablik mætast í leik þar sem mikilvæg stig eru í boði.
Enskir dómarar dæma í Inkasso og Pepsi Max-deildinni
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð
Íslenski boltinn







Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir

Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
