Gífurleg spenna í Pepsi Max-deild kvenna: Toppliðin jöfn og þrjú stig frá 5. sætinu niður í fallsæti Anton Ingi Leifsson skrifar 24. júlí 2019 17:30 Elín Metta og Ásta Eir berjast um boltann í Vals og Breiðabliks í þar síðustu umferð. vísir/daníel Gífurleg spenna er í Pepsi Max-deild kvenna en flest liðin hafa leikið ellefu leiki. ÍBV og Fylkir eiga inni leik frá því í áttundu umferð deildarinnar. Toppliðin Valur og Breiðablik unnu bæði leiki sína í gær. Valur vann öruggan 3-0 sigur á KR í Reykjavíkurslag en Breiðablik marði sigur á Selfoss á heimavelli. Bæði lið eru með 31 stig á toppi deildarinnar en þau hafa ekki tapað leik í sumar. Toppliðin hafa unnið tíu leiki og innbyrðis viðureignin á Hlíðarenda endaði með dramatísku 2-2 jafntefli. Því eru þau með 31 stig en langt er niður í þriðja sætið. Þór/KA er í þriðja sætinu með 17 stig og Selfoss er í fjórða sætinu með sextán stig. Frá fimmta sæti og niður hefst svo rosalega fallbarátta. Stjarnan skoraði sín fyrstu mörk og vann sinn fyrsta sigur í rúma tvo mánuði er liðið vann 5-2 sigur á HK/Víkingi í Fossvoginum í gær. Með sigrinum hoppaði Stjarnan upp í fimmta sætið með 13 stig. ÍBV er í sjötta sætinu með tólf stig og í sjöunda, áttunda og níunda sæti eru Keflavík, KR og Fylkir öll jöfn með tíu stig. HK/Víkingur er svo á botninum með sjö stig svo fallbaráttan telur sex lið. Rosaleg barátta. Tólfta umferðin í deildinni fer fram um helgina en topplið Breiðablik heimsækir Keflavík og Valur mætir Stjörnunni á útivelli. ÍBV heimsækir Þór/KA, KR fær Fylki í heimsókn og HK/Víkingur fer á Selfoss. Áttunda umferðin verður gerð upp í Pepsi Max-mörkum kvenna sem verða á dagskrá Stöðvar 2 Sports klukkan 21.10 í kvöld þar sem Helena Ólafsdóttir og spekingar fara yfir umferðina.Staðan í deildinni 1. Valur 31 stig +32 2. Breiðablik 31 stig +28 3. Þór/KA 17 stig +0 4. Selfoss 16 stig -2 5. Stjarnan 13 stig -9 6. ÍBV 12 stig -5 7. Keflavík 10 stig -2 8. KR 10 stig -11 9. Fylkir 10 stig -13 10. HK/Víkingur 7 stig -18 Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Gífurleg spenna er í Pepsi Max-deild kvenna en flest liðin hafa leikið ellefu leiki. ÍBV og Fylkir eiga inni leik frá því í áttundu umferð deildarinnar. Toppliðin Valur og Breiðablik unnu bæði leiki sína í gær. Valur vann öruggan 3-0 sigur á KR í Reykjavíkurslag en Breiðablik marði sigur á Selfoss á heimavelli. Bæði lið eru með 31 stig á toppi deildarinnar en þau hafa ekki tapað leik í sumar. Toppliðin hafa unnið tíu leiki og innbyrðis viðureignin á Hlíðarenda endaði með dramatísku 2-2 jafntefli. Því eru þau með 31 stig en langt er niður í þriðja sætið. Þór/KA er í þriðja sætinu með 17 stig og Selfoss er í fjórða sætinu með sextán stig. Frá fimmta sæti og niður hefst svo rosalega fallbarátta. Stjarnan skoraði sín fyrstu mörk og vann sinn fyrsta sigur í rúma tvo mánuði er liðið vann 5-2 sigur á HK/Víkingi í Fossvoginum í gær. Með sigrinum hoppaði Stjarnan upp í fimmta sætið með 13 stig. ÍBV er í sjötta sætinu með tólf stig og í sjöunda, áttunda og níunda sæti eru Keflavík, KR og Fylkir öll jöfn með tíu stig. HK/Víkingur er svo á botninum með sjö stig svo fallbaráttan telur sex lið. Rosaleg barátta. Tólfta umferðin í deildinni fer fram um helgina en topplið Breiðablik heimsækir Keflavík og Valur mætir Stjörnunni á útivelli. ÍBV heimsækir Þór/KA, KR fær Fylki í heimsókn og HK/Víkingur fer á Selfoss. Áttunda umferðin verður gerð upp í Pepsi Max-mörkum kvenna sem verða á dagskrá Stöðvar 2 Sports klukkan 21.10 í kvöld þar sem Helena Ólafsdóttir og spekingar fara yfir umferðina.Staðan í deildinni 1. Valur 31 stig +32 2. Breiðablik 31 stig +28 3. Þór/KA 17 stig +0 4. Selfoss 16 stig -2 5. Stjarnan 13 stig -9 6. ÍBV 12 stig -5 7. Keflavík 10 stig -2 8. KR 10 stig -11 9. Fylkir 10 stig -13 10. HK/Víkingur 7 stig -18
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira