Magnaður Lowry í forystu á nýju vallarmeti Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. júlí 2019 19:01 Írinn Lowry á best annað sæti á risamóti, hann náði þeim árangri á Opna bandaríska árið 2016. Það stefnir allt í fyrsta risatitilinn á morgun vísir/getty Shane Lowry er með fjögurra högga forskot fyrir lokahring Opna breska risamótsins eftir stórbrotna frammistöðu á þriðja hringnum í dag. Lowry spilaði frábærlega, steig ekki feilnótu og fékk átta fugla í hringnum í dag. Það þýddi að hann fór á 63 höggum sem er nýtt vallarmet á Dunluce Links vellinum á Royal Portrush eftir breytingar. Rory McIlroy á betra skor, 61 högg, frá 2005 en vellinum hefur verið breytt frá þeim tíma.This smile that says it all #TheOpenpic.twitter.com/bxBHIGYyWj — The Open (@TheOpen) July 20, 2019 Englendingurinn Tommy Fleetwood fór einnig gallalausan hring, tapaði ekki einu einasta höggi, en hann fékk þó aðeins fimm fugla og náði því ekki að halda í við Lowry. Frammistaða Fleetwood er þó aðeins höggi frá gamla vallarmetinu svo það var ekki hægt að biðja um mikið meira frá Englendingnum, Lowry var einfaldlega á öðrum stalli í dag.The swing of @TommyFleetwood1 is a thing of beauty #TheOpenpic.twitter.com/HALQu5hlyK — The Open (@TheOpen) July 20, 2019 Fyrir daginn leiddi Lowry ásamt Bandaríkjamanninum J.B. Holmes. Holmes var mjög stöðugur í upphafi en fékk tvo skolla í röð á 13. og 14. holu sem gerðu honum erfitt fyrir. Fugl á lokaholunni tryggði honum þó einum í þriðja sæti á 10 höggum undir pari. Þeir Justin Rose og efsti maður heimslistans Brooks Koepka eru jafnir í 4.- 5. sæti á níu höggum undir pari. Rose náði glæsilegum erni á 12. holu og Koepka þurfti fugla á síðustu tveimur holunum til þess að halda sér í baráttunni.A great finish from @BKoepka he joins @JustinRose99 on -9 #TheOpen Live scoring https://t.co/eQjasgPOwfpic.twitter.com/MmadevqMjy — The Open (@TheOpen) July 20, 2019 Það verður þó að segjast að Lowry er kominn með níu fingur á silfurkönnuna, hann þarf að eiga slæman dag á morgun og aðrir að leika frábærlega til þess að skáka honum. Útsending frá lokahringnum hefst klukkan 8:00 í fyrramálið á Stöð 2 Golf. Golf Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Fleiri fréttir Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Sjá meira
Shane Lowry er með fjögurra högga forskot fyrir lokahring Opna breska risamótsins eftir stórbrotna frammistöðu á þriðja hringnum í dag. Lowry spilaði frábærlega, steig ekki feilnótu og fékk átta fugla í hringnum í dag. Það þýddi að hann fór á 63 höggum sem er nýtt vallarmet á Dunluce Links vellinum á Royal Portrush eftir breytingar. Rory McIlroy á betra skor, 61 högg, frá 2005 en vellinum hefur verið breytt frá þeim tíma.This smile that says it all #TheOpenpic.twitter.com/bxBHIGYyWj — The Open (@TheOpen) July 20, 2019 Englendingurinn Tommy Fleetwood fór einnig gallalausan hring, tapaði ekki einu einasta höggi, en hann fékk þó aðeins fimm fugla og náði því ekki að halda í við Lowry. Frammistaða Fleetwood er þó aðeins höggi frá gamla vallarmetinu svo það var ekki hægt að biðja um mikið meira frá Englendingnum, Lowry var einfaldlega á öðrum stalli í dag.The swing of @TommyFleetwood1 is a thing of beauty #TheOpenpic.twitter.com/HALQu5hlyK — The Open (@TheOpen) July 20, 2019 Fyrir daginn leiddi Lowry ásamt Bandaríkjamanninum J.B. Holmes. Holmes var mjög stöðugur í upphafi en fékk tvo skolla í röð á 13. og 14. holu sem gerðu honum erfitt fyrir. Fugl á lokaholunni tryggði honum þó einum í þriðja sæti á 10 höggum undir pari. Þeir Justin Rose og efsti maður heimslistans Brooks Koepka eru jafnir í 4.- 5. sæti á níu höggum undir pari. Rose náði glæsilegum erni á 12. holu og Koepka þurfti fugla á síðustu tveimur holunum til þess að halda sér í baráttunni.A great finish from @BKoepka he joins @JustinRose99 on -9 #TheOpen Live scoring https://t.co/eQjasgPOwfpic.twitter.com/MmadevqMjy — The Open (@TheOpen) July 20, 2019 Það verður þó að segjast að Lowry er kominn með níu fingur á silfurkönnuna, hann þarf að eiga slæman dag á morgun og aðrir að leika frábærlega til þess að skáka honum. Útsending frá lokahringnum hefst klukkan 8:00 í fyrramálið á Stöð 2 Golf.
Golf Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Fleiri fréttir Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Sjá meira