Jóhannes Karl: Við stóðumst þetta próf Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 20. júlí 2019 16:38 Jóhannes Karl hefur áður stýrt kvennaliðum Stjörnunnar, Breiðabliks og HK/Víkings en er nú tekinn við KR vísir/valli KR tryggði í dag sitt sæti í úrslitaleiknum í Mjólkurbikar kvenna. KR fengu Þór/KA í heimsókn á Meistaravellina og unnu leikinn 2-0. Jóhannes Karl Sigursteinsson stýrði liðinu í dag í fyrsta skipti en Bojana Becic sagði upp í byrjun mánaðar. Ragna Lóa Stefánsdóttir stýrði liðinu sem bráðabirgðastjóri þarna á milli og gerði glæsilega en hún reif KR upp úr botnsæti deildarinnar með tveimur sigurleikjum. „Við stóðumst þetta próf. Eins og ég sagði fyrir leik þá snýst þetta lítið um mig og meira um liðið. Ég er virkilega ánægður með frammistöðuna sem liðið sýndi í dag. Það er bara stórkostlegt að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari KR um frammistöðu liðsins í leik dagsins. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en KR náðu síðan að skapa sér betri færi í seinni. Þessi 2 mörk kórunuðu síðan leikinn glæsilega. „Fyrri hálfleikurinn spilaðist þannig að það var kannski hátt spennustig og lítið um opin færi. En það var stöðug barátta og við fundum alveg í hálfleik að það voru þættir í leiknum þar sem við gátum gert betur. Ég er virkilega ánægður með það hvernig stelpurnar stigu upp í seinni, þetta voru virkilega góð mörk og ég er virkilega ánægður.“ „Þessi hópur er mjög reyndur og stelpurnar hafa gengið í gegnum margt. Það eru sterkir leiðtogar þarna inni. Mín tilfinning í klefanum bæði fyrir og eftir leik var að það var trú á verkefninu. Þær fundu allar í hálfleik hvaða hlutir það voru sem við þurftum að bæta.“ Betsy Hassett skoraði frábært mark þegar hún kom KR í 2-0 undir lok leiks. „Frábært mark. Hún var búin að vera í erfiðleikum með að finna svæði til að sækja í og koma inn. En hún er svona leikmaður sem þarf ekki mikið og þetta var frábær framkvæmd í markinu.” Ásdís Karen Halldórsdóttir var gríðarlega fyrir KR í dag. Hún skapaði fullt af færum og skoraði markið sem kom KR yfir í leiknum. Ásdís spilar fótbolta og stundar nám við Texas A&M háskólann í Bandaríkjunum á veturna. Ásdís fer bráðlega út og nær að öllum líkindum ekki bikarúrslitunum. Ásdís sagði þó sjálf í viðtali að hún ætlar að reyna að fá að koma heim og spila úrslitaleikinn. „Ég held að reglurnar séu yfirleitt þannig í háskólaboltanum að það er ekki leyfilegt. Það er bara eitthvað sem við verðum að skoða þegar það kemur. Það eru bara aðrir leikmenn sem þurfa að stíga upp og koma í hennar stað. Ásdís Karen er frábær leikmaður sem er búin að spila vel í þeim leikjum sem ég hef séð. Að sjálfsögðu væri draumur að hafa hana. Það verður bara að bæta það upp ef það er ekki. Það er kannski þessi liðsandi og heildinn sem skiptir máli þar. Það þarf einhver að stíga upp.” „Við treystum á að allir KRingar láti sjá sig þar. Þetta verður stór dagur. Það er langt síðan það hefur komið titill í kvennaboltanum. Allir sem vettlingi geta valdið hljóta að mæta,” sagði Jóhannes um hvernig hann vill hafa stúkunna á úrslitaleiknum en það var vel mætt í Vesturbæinn í dag og góð stemning. „Ég held að þetta séu mjög álíka lið. Selfoss eru með hörkulið af góðum spilurum þannig að ég held að bæði lið komi inn í leikinn jöfn og hungruð í bikarmeistaratitil, ” sagði Jóhannes um Selfoss sem er andstæðingur KR í bikarúrslitaleiknum. Selfoss liðið gerði sér lítið fyrir og vann 2-0 í Árbænum í gær til að tryggja sína viðveru 17. ágúst á Laugardalsvellinum. Mjólkurbikarinn Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
KR tryggði í dag sitt sæti í úrslitaleiknum í Mjólkurbikar kvenna. KR fengu Þór/KA í heimsókn á Meistaravellina og unnu leikinn 2-0. Jóhannes Karl Sigursteinsson stýrði liðinu í dag í fyrsta skipti en Bojana Becic sagði upp í byrjun mánaðar. Ragna Lóa Stefánsdóttir stýrði liðinu sem bráðabirgðastjóri þarna á milli og gerði glæsilega en hún reif KR upp úr botnsæti deildarinnar með tveimur sigurleikjum. „Við stóðumst þetta próf. Eins og ég sagði fyrir leik þá snýst þetta lítið um mig og meira um liðið. Ég er virkilega ánægður með frammistöðuna sem liðið sýndi í dag. Það er bara stórkostlegt að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari KR um frammistöðu liðsins í leik dagsins. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en KR náðu síðan að skapa sér betri færi í seinni. Þessi 2 mörk kórunuðu síðan leikinn glæsilega. „Fyrri hálfleikurinn spilaðist þannig að það var kannski hátt spennustig og lítið um opin færi. En það var stöðug barátta og við fundum alveg í hálfleik að það voru þættir í leiknum þar sem við gátum gert betur. Ég er virkilega ánægður með það hvernig stelpurnar stigu upp í seinni, þetta voru virkilega góð mörk og ég er virkilega ánægður.“ „Þessi hópur er mjög reyndur og stelpurnar hafa gengið í gegnum margt. Það eru sterkir leiðtogar þarna inni. Mín tilfinning í klefanum bæði fyrir og eftir leik var að það var trú á verkefninu. Þær fundu allar í hálfleik hvaða hlutir það voru sem við þurftum að bæta.“ Betsy Hassett skoraði frábært mark þegar hún kom KR í 2-0 undir lok leiks. „Frábært mark. Hún var búin að vera í erfiðleikum með að finna svæði til að sækja í og koma inn. En hún er svona leikmaður sem þarf ekki mikið og þetta var frábær framkvæmd í markinu.” Ásdís Karen Halldórsdóttir var gríðarlega fyrir KR í dag. Hún skapaði fullt af færum og skoraði markið sem kom KR yfir í leiknum. Ásdís spilar fótbolta og stundar nám við Texas A&M háskólann í Bandaríkjunum á veturna. Ásdís fer bráðlega út og nær að öllum líkindum ekki bikarúrslitunum. Ásdís sagði þó sjálf í viðtali að hún ætlar að reyna að fá að koma heim og spila úrslitaleikinn. „Ég held að reglurnar séu yfirleitt þannig í háskólaboltanum að það er ekki leyfilegt. Það er bara eitthvað sem við verðum að skoða þegar það kemur. Það eru bara aðrir leikmenn sem þurfa að stíga upp og koma í hennar stað. Ásdís Karen er frábær leikmaður sem er búin að spila vel í þeim leikjum sem ég hef séð. Að sjálfsögðu væri draumur að hafa hana. Það verður bara að bæta það upp ef það er ekki. Það er kannski þessi liðsandi og heildinn sem skiptir máli þar. Það þarf einhver að stíga upp.” „Við treystum á að allir KRingar láti sjá sig þar. Þetta verður stór dagur. Það er langt síðan það hefur komið titill í kvennaboltanum. Allir sem vettlingi geta valdið hljóta að mæta,” sagði Jóhannes um hvernig hann vill hafa stúkunna á úrslitaleiknum en það var vel mætt í Vesturbæinn í dag og góð stemning. „Ég held að þetta séu mjög álíka lið. Selfoss eru með hörkulið af góðum spilurum þannig að ég held að bæði lið komi inn í leikinn jöfn og hungruð í bikarmeistaratitil, ” sagði Jóhannes um Selfoss sem er andstæðingur KR í bikarúrslitaleiknum. Selfoss liðið gerði sér lítið fyrir og vann 2-0 í Árbænum í gær til að tryggja sína viðveru 17. ágúst á Laugardalsvellinum.
Mjólkurbikarinn Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira