Lag sem allir geta tengt við Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 20. júlí 2019 09:00 Logi Pedro segir það enn óráðið hvað hann geri um verslunarmannahelgina. Í gær kom út lagið Svarta ekkja með Loga Pedro. Það er fyrsta lagið sem kemur út af næstu plötu Loga, sem enn hefur ekki hlotið nafn. „Það er algjört leyndó hvað næsta plata á að heita, það er mjög mikið leyndó,“ segir Logi kíminn. ,,Nei, nei ég er bara að grínast, það er ekki enn komið nafn á hana.“ Logi syngur einn í laginu en hann samdi það með Arnari Inga Ingasyni, einnig þekktur sem Young Nazareth. Arnar pródúseraði meðal annars lögin Joey Cypher með Joey Christ og Time með Sturlu Atlas. En aftur að Svörtu ekkjunni. „Lagið hefur verið til í marga mánuði en við ákváðum að bíða með það. Lagið var frumflutt á Airwaves í fyrra. Við ákváðum samt að gefa það ekki út alveg strax og reyna að fá góða mynd á þetta, vildum gott rými og góðan tíma til að gefa lagið út.“ Hann segir texta lagsins hafa komið til þeirra og hann fjalli ekki um einn né neinn beint. „Þetta er samt ekki eitthvert hugsjónalaust popplag þannig séð. Ég held að flestir geti á einhverjum tímapunkti svona samsamað sig því sem kemur fram í laginu.“ Logi segir það hafa spilað inn í tímasetningu útgáfu lagsins að svona poppað og grípandi lag sé gaman að gefa út yfir hásumarið. Í raun eru góðar líkur á að hér sé mættur smellur sumarsins. En Logi er ekki bara að gefa út tónlist heldur hefur hann nógu í að snúast með Útvarp 101 og 101 Productions. „Það var líka bara erfitt að finna almennilegan tíma til að gefa lagið út þar sem það er búið að vera svo mikið að gera með útvarpið og framleiðslufyrirtækið. Við erum alveg að drukkna í vinnu.“ Í augnablikinu sér Logi Pedro um morgunþáttinn Múslí með Sigurbjarti Atlasyni á Útvarp 101. „Svo erum við líka að framleiða efni fyrir Stöð 2. Núna erum við til að mynda að framleiða þáttinn Gym sem er í umsjón Birnu Maríu Másdóttur. Þetta er lífsstíls- og viðtalsþáttur, hún fær til sín góða gesti. Mjög skemmtilegir þættir sem eru búnir að vera á Stöð 2 í sumar,“ segir Logi. Hann segir dagskrána hjá sér um verslunarmannahelgina vera óráðna og hann nokkuð laus enn sem komið er, en hann muni finna sér eitthvað að gera, hvort sem það sé að spila eða annað. Lagið Svarta ekkja er hægt að nálgast á öllum helstu streymisveitum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Í gær kom út lagið Svarta ekkja með Loga Pedro. Það er fyrsta lagið sem kemur út af næstu plötu Loga, sem enn hefur ekki hlotið nafn. „Það er algjört leyndó hvað næsta plata á að heita, það er mjög mikið leyndó,“ segir Logi kíminn. ,,Nei, nei ég er bara að grínast, það er ekki enn komið nafn á hana.“ Logi syngur einn í laginu en hann samdi það með Arnari Inga Ingasyni, einnig þekktur sem Young Nazareth. Arnar pródúseraði meðal annars lögin Joey Cypher með Joey Christ og Time með Sturlu Atlas. En aftur að Svörtu ekkjunni. „Lagið hefur verið til í marga mánuði en við ákváðum að bíða með það. Lagið var frumflutt á Airwaves í fyrra. Við ákváðum samt að gefa það ekki út alveg strax og reyna að fá góða mynd á þetta, vildum gott rými og góðan tíma til að gefa lagið út.“ Hann segir texta lagsins hafa komið til þeirra og hann fjalli ekki um einn né neinn beint. „Þetta er samt ekki eitthvert hugsjónalaust popplag þannig séð. Ég held að flestir geti á einhverjum tímapunkti svona samsamað sig því sem kemur fram í laginu.“ Logi segir það hafa spilað inn í tímasetningu útgáfu lagsins að svona poppað og grípandi lag sé gaman að gefa út yfir hásumarið. Í raun eru góðar líkur á að hér sé mættur smellur sumarsins. En Logi er ekki bara að gefa út tónlist heldur hefur hann nógu í að snúast með Útvarp 101 og 101 Productions. „Það var líka bara erfitt að finna almennilegan tíma til að gefa lagið út þar sem það er búið að vera svo mikið að gera með útvarpið og framleiðslufyrirtækið. Við erum alveg að drukkna í vinnu.“ Í augnablikinu sér Logi Pedro um morgunþáttinn Múslí með Sigurbjarti Atlasyni á Útvarp 101. „Svo erum við líka að framleiða efni fyrir Stöð 2. Núna erum við til að mynda að framleiða þáttinn Gym sem er í umsjón Birnu Maríu Másdóttur. Þetta er lífsstíls- og viðtalsþáttur, hún fær til sín góða gesti. Mjög skemmtilegir þættir sem eru búnir að vera á Stöð 2 í sumar,“ segir Logi. Hann segir dagskrána hjá sér um verslunarmannahelgina vera óráðna og hann nokkuð laus enn sem komið er, en hann muni finna sér eitthvað að gera, hvort sem það sé að spila eða annað. Lagið Svarta ekkja er hægt að nálgast á öllum helstu streymisveitum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira