Pepsi Max deildarlið Víkings hefur losað sig við Gínuemanninn Mohamed Dide Fofana en hann var á láni hjá Víkingum frá norska B-deildarliðinu Sogndal.
Íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór Þórðarson segir frá þessu í hlaðvarpi Fótbolta.net.
Fofana hefur spilað átta leiki fyrir Víkinga í Pepsi Max deildinni í sumar auk eins leiks í bikarnum en hann var ekki í leikmannahópi liðsins í 3-2 sigri á Breiðabliki í gær.
Víkingar eru í 10.sæti Pepsi Max deildarinnar með sextán stig eftir fjórtán umferðir, jafnmörg stig og KA-menn sem eru í fallsæti.
Fofana farinn frá Víkingi
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið



Þriggja ára reglan heyrir sögunni til
Körfubolti





Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn

Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann
Handbolti
Fleiri fréttir

Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
