Ólafía Þórunn sleppti Íslandsmóti á heimavelli þegar hún fékk óvænt boð um þátttöku á mótinu í Skotlandi en náði ekki að nýta sér þetta tækifæri.
Ólafía lék annan hringinn á eftir að hafa leikið á fjórum höggum yfir pari í dag. Þetta var fuglalaus hringur en hún paraði fjórtán holur og fékk fjóra skolla.
Hún endar því mótið á átta höggum yfir pari og er langt frá því að ná niðurskurðinum sem er miðaður við parið.
Ólafía Þórunn er nú við hlið löndu sinnar Valdísar Þóru í 127. til 138. sæti mótsins. 75 kylfingar eru að ná niðurskurðinum eins og staðan er núna.
Þetta var erfiður dagur enda slæmt veður á Renaissance vellinum í North Berwick í Skotlandi. Það þurfti tvisvar að gera hlé á leik vegna slæms veðurs.
Þegar það gerðist fyrst þá átti Ólafía Þórunn aðeins eftir að klára þrjár holur og svo átti hún aðeins eina holu eftir þegar leik var hætt á ný. Ólafía náði loksins á klára hringinn rúmum klukkutíma síðar.
Play has been suspended at 13:04 due to the course being unplayable #ASILSO@LadiesScottishpic.twitter.com/k4pJeB2SMW
— Ladies European Tour (@LETgolf) August 9, 2019