Valdís Þóra Jónsdóttir er í 71. sæti og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í því 135. eftir fyrsta hringinn á Opna skoska meistaramótinu sem fer fram í Aberdeen.
Valdís lék laglegt golf í dag og endaði fyrsta hringinn á parinu. Hún fékk fjóra skolla og fjóra rugla en á hinum holunum spilaði Skagastelpan á parinu.
Ólafía átti erfitt uppdráttar og endaði hringinn í dag á fjórum höggum yfir pari. Hún fékk einn tvöfaldan skolla, fjóra skalla og tvo fugla.
Hún endaði hringinn í dag á 75 höggum og verður að bæta leik sinn til muna á morgun vilji hún komast í gegnum niðurskurðinn.

