Lax-Á hefur sagt um samning um Blöndu Karl Lúðvíksson skrifar 9. ágúst 2019 09:00 Vænn lax við opnun Blöndu í sumar. Mynd: Árni Baldursson Fréttir hafa borist úr búðum Lax-Á félags Árna Baldurssonar að samningi um leigu á Blöndu hafi verið sagt upp. Veiðin í Blöndu hefur eins og í mörgum ám verið mjög döpur í sumar en heildarveiðin í ánni var aðeins 541 lax í lok dags á miðvikudaginn sem er langt undir því sem veiðimenn, leigutakar og landeigendur eiga að venjast. Það koma þó skot inná milli en stöng sem var við veiðar í ánni í fyrradag tók 13 laxa á einum degi á svæði eitt og það var allt fallgur eins árs lax. Það er erfitt að segja til um hvað þetta kemur til með að þýða fyrir sölu veiðileyfa í Blöndu en það er ljóst að það eru margir veiðileyfasalar tilbúnir til að taka við keflinu enda er Blanda eitt af vinsælustu veiðisvæðum landsins. Það þarf þó ekki að vera að samstarfi Lax-Á og Blöndubænda sé lokið því það getur alveg eins farið svo að samið verði upp á nýtt með aðrar forsendur en voru í þeim samningi sem nú er allur enda hefur samstarf Lax-Á og landeiganda við Blöndu verið langt og farsælt. Hvað veiði líkur í Blöndu er aftur á móti nokkuð ljóst að þetta tímabil sem á aðeins nokkrar vikur eftirlifað í ánni verður eitt það slakasta í manna minnum. Mest lesið Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Lítil veiði á Þingvöllum Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Andakílsá Veiði
Fréttir hafa borist úr búðum Lax-Á félags Árna Baldurssonar að samningi um leigu á Blöndu hafi verið sagt upp. Veiðin í Blöndu hefur eins og í mörgum ám verið mjög döpur í sumar en heildarveiðin í ánni var aðeins 541 lax í lok dags á miðvikudaginn sem er langt undir því sem veiðimenn, leigutakar og landeigendur eiga að venjast. Það koma þó skot inná milli en stöng sem var við veiðar í ánni í fyrradag tók 13 laxa á einum degi á svæði eitt og það var allt fallgur eins árs lax. Það er erfitt að segja til um hvað þetta kemur til með að þýða fyrir sölu veiðileyfa í Blöndu en það er ljóst að það eru margir veiðileyfasalar tilbúnir til að taka við keflinu enda er Blanda eitt af vinsælustu veiðisvæðum landsins. Það þarf þó ekki að vera að samstarfi Lax-Á og Blöndubænda sé lokið því það getur alveg eins farið svo að samið verði upp á nýtt með aðrar forsendur en voru í þeim samningi sem nú er allur enda hefur samstarf Lax-Á og landeiganda við Blöndu verið langt og farsælt. Hvað veiði líkur í Blöndu er aftur á móti nokkuð ljóst að þetta tímabil sem á aðeins nokkrar vikur eftirlifað í ánni verður eitt það slakasta í manna minnum.
Mest lesið Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Lítil veiði á Þingvöllum Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Andakílsá Veiði